Tomsick: Mætti með smá auka orku í þennan leik Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 4. október 2019 21:11 Tomsick spilaði með Þór síðasta vetur en er nú kominn í Garðabæinn vísir/daníel Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum fyrir sína gömlu liðsfélaga, en Stjarnan vann leikinn að lokum 80-92. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira
Nick Tomsick var flottur fyrir Stjörnuna í leik þeirra gegn gamla liðinu hans, Þór Þorlákshöfn í kvöld í Icelandic Glacial-höllinni. Nick skoraði 20 stig og reyndist erfiður viðureignar á köflum fyrir sína gömlu liðsfélaga, en Stjarnan vann leikinn að lokum 80-92. „Þetta var einn af þessum leikjum sem að maður merkir við í dagatalinu sínu. Maður mætir einbeittur í svona leiki og það var vissulega gaman að keppa við gömlu liðsfélagana. Ætli ég hafi ekki mætt með smá auka orku í leikinn.“ Nick bar gamla bænum sínum, Þorlákshöfn, vel söguna og fannst gott að koma heim. „Þetta er íslenska heimilið mitt, hellingur af fólki hér sem að mér þykir vænt um og það var gaman að heilsa upp á það fyrir og eftir leik,“ sagði hann og kvaðst hafa fundið fyrir spennu við að mæta á gamla heimavöllinn. Stuðningsmenn Þórsara þekkja Tomsick vel frá því á seinasta tímabili og hefðu eflaust viljað að hann hefði átt aðeins lakari leik. „Það var gott að koma hingað og ná í sigur,“ sagði Nick þreyttur en sáttur að leikslokum. Stjarnan hefur tekið vel á móti Tomsick og ákvörðunin að fara í Garðabæinn var að hans sögn ekki mjög erfið. „Ég fór í Stjörnuna til að hjálpa þeim að vinna titill og þetta var fyrsta skrefið í áttina að því, þessi sigur. Mér líður vel í Stjörnunni, fíla nýju liðsfélagana og að allir spili fyrir liðsheildina,“ sagði hann og taldi upp hvernig leikmenn Stjörnunnar hafi skipst á að skora og taka yfir í leiknum til að sækja þennan fyrsta sigur. Græni drekinn var ekki mjög hávær í leik kvöldsins en Nick hlakkaði til að sjá hve hátt þeir í Garðabænum gætu haft í leikjum. „Ég elska gömlu stuðningsmennina mína hér í Þorlákshöfn, þetta eru einhverjir bestu stuðningsmennirnir á Íslandi, en ég hlakka hins vegar líka til að spila fyrir framan nýju stuðningsmennina mína í næstu viku gegn ÍR heima og vona að þau komi með lætin fyrir okkur,“ sagði hann að lokum og kallaði þar með eftir mætingu Silfurskeiðarinnar (stuðningssveitar Stjörnunnar) og allra annarra áhangenda Stjörnunnar að mæta í fyrsta heimaleik liðsins næsta fimmtudag (10. október) í Garðabænum gegn ÍR.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00 Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Fleiri fréttir Keflavík - ÍA | Nýr leikmaður frumsýndur gegn Kanalausum Skagamönnum ÍR - Grindavík | Toppliðið með fullt hús fyrir heimsókn í Breiðholtið KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Stjarnan 80-92 | Meistaraefnin byrjuðu á sigri Stjörnumenn eru líklegir til árangurs í vetur og vilja gera betur á síðasta tímabili en Friðrik Ingi Rúnarsson er tekinn við Þór Þorlákshöfn. 4. október 2019 23:00