Urriðarnir í torfum í Öxará Karl Lúðvíksson skrifar 30. september 2019 10:03 Urriðartorfan neðan við Drekkingarhyl í gær. Mynd: KL Nú er sá árstími að laxfiskar landsins eru komnir að hrygningu og sjónarspilið sem fylgir því er oft ansi magnað. Það er eru líklega fáir staðir á landinu þar sem þetta sést jafnvel og í Öxará en á göngu sem Veiðivísir tók meðfram ánni í gær var alveg magnað að sjá þetta sjónarspil þegar hængarnir slást um hrygnurnar og sitt pláss í ánni. Eins og venjulega sér maður torfuna neðan við brúnna hjá Drekkingarhyl afskaplega vel og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er ekki um neitt smá magn af fiski að ræða og þarna eru margir stórir. Þetta er þó ekki aðeins bundið við þessa breiðu. Breiðan ofan brúar við veginn að bílastæðinu þar sem Valhöll stóð er einnig þétt setin af stórum urriða sem liggur á aðeins meira dýpi en sést engu að síður mjög vel. Um það bil 200 metrum fyrir ofan þá breiðu er annar hylur fyllur af fiski og allar lænur frá þessum stað upp að breiðunni við Drekkingarhyl fyllar af fiski sem er að skvetta sér og sýna sig í ánni. Það fer ekkert framhjá þér, svo mikil eru lætin. Það var mikið af fólki við ánna í gær og það var sérstaklega gaman að sjá svipin á erlendu ferðamönnunum sem horfðu furðulostnir á þetta og hafa lílega aldrei og munu líklega aldrei sjá annað eins. Við hvetjum ykkur til að taka bíltúr á Þingvöll og horfa á þetta og það er um að gera að taka krakkana með því á stóru brúnni fyrir miðri á sjást þessir drekar vel á grunnu vatni og krökkunum finnst það alltaf jafn magnað. Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði
Nú er sá árstími að laxfiskar landsins eru komnir að hrygningu og sjónarspilið sem fylgir því er oft ansi magnað. Það er eru líklega fáir staðir á landinu þar sem þetta sést jafnvel og í Öxará en á göngu sem Veiðivísir tók meðfram ánni í gær var alveg magnað að sjá þetta sjónarspil þegar hængarnir slást um hrygnurnar og sitt pláss í ánni. Eins og venjulega sér maður torfuna neðan við brúnna hjá Drekkingarhyl afskaplega vel og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er ekki um neitt smá magn af fiski að ræða og þarna eru margir stórir. Þetta er þó ekki aðeins bundið við þessa breiðu. Breiðan ofan brúar við veginn að bílastæðinu þar sem Valhöll stóð er einnig þétt setin af stórum urriða sem liggur á aðeins meira dýpi en sést engu að síður mjög vel. Um það bil 200 metrum fyrir ofan þá breiðu er annar hylur fyllur af fiski og allar lænur frá þessum stað upp að breiðunni við Drekkingarhyl fyllar af fiski sem er að skvetta sér og sýna sig í ánni. Það fer ekkert framhjá þér, svo mikil eru lætin. Það var mikið af fólki við ánna í gær og það var sérstaklega gaman að sjá svipin á erlendu ferðamönnunum sem horfðu furðulostnir á þetta og hafa lílega aldrei og munu líklega aldrei sjá annað eins. Við hvetjum ykkur til að taka bíltúr á Þingvöll og horfa á þetta og það er um að gera að taka krakkana með því á stóru brúnni fyrir miðri á sjást þessir drekar vel á grunnu vatni og krökkunum finnst það alltaf jafn magnað.
Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði