Ghani og Abdullah lýsa báðir yfir sigri Atli Ísleifsson skrifar 30. september 2019 13:40 Ashraf Ghani tók við embætti forseta Afganistans árið 2014. Getty Höfuðandstæðingarnir í afgönsku forsetakosningunum, þeir Ashraf Ghani forseti og Abdullah Abdullah forsætisráðherra, hafa báðir lýst yfir sigri í forsetakosningunum sem fram fóru í Afganistan á laugardag. „Við fengum flest atkvæði í kosningunum og það verður ekki þörf á annarri umferð,“ sagði Abdullah á fréttamannafundi. Amrullah Saleh, varaforsetaefni Ghani, segir hins vegar að Ghani hafi fengið 60 til 70 prósent atkvæða í kosningunum. Habib Rahman Nang, forseti landskjörstjórnar, segir að enginn frambjóðandi geti lýst yfir sigri fyrr en búið er að telja öll atkvæði. Það sé í verkahring landskjörstjórnar að tilkynna um sigurvegara.Þrjár vikur Kosningaþátttaka mældist einungis 25 prósent meðal þeirra sem höfðu skráð sig og hefur aldrei verið minni. Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og áttatíu særðust í sprengjuárásum á kjörstöðum á laugardag. Talning atkvæða mun taka tíma og er ekki búist við að tilkynnt verði um bráðabirgðaniðurstöðu fyrr en að þremur viknum liðnum. Ghani og Abdullah öttu einnig kappi í forsetakosningunum 2014 þar sem þeir deildu um embættið í mánuði eftir kosningar. Varð niðurstaðan sú að Ghani tæki við embætti forseta en Abdullah yrði forsætisráðherra landsins. Afganistan Tengdar fréttir Óttast árásir Talíbana á kjörstaði Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. 27. september 2019 18:45 Efast um trúverðugleika kosninganna Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. 28. september 2019 17:34 Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldis Talibanar hótuðu kjósendum illum afleiðingum ef þeir tækju þátt í forsetakosningunum í dag. Þeir hafa staðið fyrir nokkrum minni árásum í dag en kjörsókn er sögð hafa verið lítil. 28. september 2019 12:09 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Höfuðandstæðingarnir í afgönsku forsetakosningunum, þeir Ashraf Ghani forseti og Abdullah Abdullah forsætisráðherra, hafa báðir lýst yfir sigri í forsetakosningunum sem fram fóru í Afganistan á laugardag. „Við fengum flest atkvæði í kosningunum og það verður ekki þörf á annarri umferð,“ sagði Abdullah á fréttamannafundi. Amrullah Saleh, varaforsetaefni Ghani, segir hins vegar að Ghani hafi fengið 60 til 70 prósent atkvæða í kosningunum. Habib Rahman Nang, forseti landskjörstjórnar, segir að enginn frambjóðandi geti lýst yfir sigri fyrr en búið er að telja öll atkvæði. Það sé í verkahring landskjörstjórnar að tilkynna um sigurvegara.Þrjár vikur Kosningaþátttaka mældist einungis 25 prósent meðal þeirra sem höfðu skráð sig og hefur aldrei verið minni. Að minnsta kosti fimm manns létu lífið og áttatíu særðust í sprengjuárásum á kjörstöðum á laugardag. Talning atkvæða mun taka tíma og er ekki búist við að tilkynnt verði um bráðabirgðaniðurstöðu fyrr en að þremur viknum liðnum. Ghani og Abdullah öttu einnig kappi í forsetakosningunum 2014 þar sem þeir deildu um embættið í mánuði eftir kosningar. Varð niðurstaðan sú að Ghani tæki við embætti forseta en Abdullah yrði forsætisráðherra landsins.
Afganistan Tengdar fréttir Óttast árásir Talíbana á kjörstaði Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. 27. september 2019 18:45 Efast um trúverðugleika kosninganna Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. 28. september 2019 17:34 Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldis Talibanar hótuðu kjósendum illum afleiðingum ef þeir tækju þátt í forsetakosningunum í dag. Þeir hafa staðið fyrir nokkrum minni árásum í dag en kjörsókn er sögð hafa verið lítil. 28. september 2019 12:09 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Óttast árásir Talíbana á kjörstaði Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. 27. september 2019 18:45
Efast um trúverðugleika kosninganna Þrátt fyrir að Talibanar hafi hótað árásum á kjörstaði og víðar vegna forsetakosninga í Afganistan, er útlit fyrir að ásakanir um svindl og misferli komi frekar niður á kosningunum. 28. september 2019 17:34
Afganir kjósa sér forseta í skugga ofbeldis Talibanar hótuðu kjósendum illum afleiðingum ef þeir tækju þátt í forsetakosningunum í dag. Þeir hafa staðið fyrir nokkrum minni árásum í dag en kjörsókn er sögð hafa verið lítil. 28. september 2019 12:09