Blöndubændur semja við Starir Karl Lúðvíksson skrifar 24. september 2019 08:24 Blanda er komin til Veiðifélagsins Starir. Eins og við greindum frá rifti Lax-Á samningi við Blöndubændur þegar ár var eftir af leigutímanum og það hefur verið leitað eftir nýjum aðila til að taka við Blöndu og Svartá. Samkvæmt okkar heimildum hefur verið samið við Veiðifélagið Starir til næstu 5 ára en félagið átti hæsta boð í árnar. Ekki hefur fengist uppgefið hverjir aðrir tóku þátt í útboðinu en það verður að teljast ansi líklegt að SVFR og Hreggnasi hafi verið meðal þeirra en það á þó eftir að fást staðfest. Þær breytingar voru nýlega samþykktar af veiðifélagi Blöndu og Svartár að Blanda verið hér eftir aðeins veidd á flugu og kvóti minnkaður niður í einn lax á vakt. Starir hafa meðal annars Þverá, Kjarrá, Víðidalsá, Brennuna og Straumana á sínum snærum og eru Blanda og Svartá þess vegna ansi rífleg viðbót við stangarframboðið hjá félaginu en báðar árnar eiga mjög stórann hóp aðdáenda og stækkandi hópur veiðimanna sem fer til að mynda Blöndu notar aðeins flugu. Það er eins líklegt að aðsókn erlendra veiðimanna eigi eftir að aukast enn frekar í árnar eftir að þær verða aðeins veiddar á flugu og kvóti minnkaður en ríflegur kvóti í sumum ánum hefur fælt frá erlenda veiðimenn sem vilja hreinlega ekki veiða í ánum þar sem mikið af laxi er drepinn. Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Bleikjan mætt í Hraunsfjörðin Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði
Eins og við greindum frá rifti Lax-Á samningi við Blöndubændur þegar ár var eftir af leigutímanum og það hefur verið leitað eftir nýjum aðila til að taka við Blöndu og Svartá. Samkvæmt okkar heimildum hefur verið samið við Veiðifélagið Starir til næstu 5 ára en félagið átti hæsta boð í árnar. Ekki hefur fengist uppgefið hverjir aðrir tóku þátt í útboðinu en það verður að teljast ansi líklegt að SVFR og Hreggnasi hafi verið meðal þeirra en það á þó eftir að fást staðfest. Þær breytingar voru nýlega samþykktar af veiðifélagi Blöndu og Svartár að Blanda verið hér eftir aðeins veidd á flugu og kvóti minnkaður niður í einn lax á vakt. Starir hafa meðal annars Þverá, Kjarrá, Víðidalsá, Brennuna og Straumana á sínum snærum og eru Blanda og Svartá þess vegna ansi rífleg viðbót við stangarframboðið hjá félaginu en báðar árnar eiga mjög stórann hóp aðdáenda og stækkandi hópur veiðimanna sem fer til að mynda Blöndu notar aðeins flugu. Það er eins líklegt að aðsókn erlendra veiðimanna eigi eftir að aukast enn frekar í árnar eftir að þær verða aðeins veiddar á flugu og kvóti minnkaður en ríflegur kvóti í sumum ánum hefur fælt frá erlenda veiðimenn sem vilja hreinlega ekki veiða í ánum þar sem mikið af laxi er drepinn.
Mest lesið Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Vond umgengni við vinsæla veiðistaði í Elliðavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði Elliðaárnar: 3,5 laxar á stöng á dag Veiði Bleikjan mætt í Hraunsfjörðin Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði