Brýnt að hraða framgangi Heimsmarkmiðanna Heimsljós kynnir 25. september 2019 14:15 Íslenska sendinefndin á allsherjarþinginu. SÞ António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þrátt fyrir lofsverðan árangur sé mikið verk óunnið við að hrinda heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun í framkvæmd. „Við verðum að herða á viðleitni okkar. Núna.” Fyrsti leiðtogafundur um heimsmarkmiðin hófst í gær en þau eru vegvísir um leiðina til heilbrigðari plánetu og réttlátari heims. Fundurinn stendur yfir í tvo daga og hann er einn fimm leiðtogafunda á fyrstu viku 74. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að á fundinum skilgreini leiðtogar ríkisstjórna, atvinnulífs og fleiri sérstakar aðgerðir á leiðinni til 2030, en þá á markmiðunum að hafa verið náð. „Við þurfum meiri fjárfestingu, öflugri pólitískar aðgerðir og að sanngjarnari hnattvæðing sé sett ofar í forgangsröðina,“ sagði Guterres í viðtali, þegar hann var spurður um hvers hann vænti af leiðtogafundinum. Guterres minnti á helstu viðfangsefni fundarins, að binda endi á sárustu fátækt og sult, að koma á fót kolefnasnauðu hagkerfi, friðsömum og réttlátum samfélögum þar sem allir njóta mannréttinda. Þá fagnaði hann þeim árangri sem náðst hefur á heimsvísu, ekki síst að ríkisstjórnir hafa ofið heimsmarkmiðin inn í áætlanir sínar og stefnumið á landsvísu. Hann varaði engu að síður við því að langt væri til lands. Að óbreyttu yrði markmiðunum ekki náð á tíma. Hann benti sérstaklega á blóðug átök víða um heim, loftslagsvána, kynbundið ofbeldi og þrálátan ójöfnuð. „Helmingur auðs í heiminum tilheyrir svo fáum að auðmennirnir kæmust fyrir við eitt fundarborð,“ sagði Guterres í ræðu sinni við upphaf umræðunnar í gær. „Og á núverandi hraða munu 500 milljónir manna enn búa við sárafátækt árið 2030.“ Sex samræður munu fara fram á leiðtogafundinum. UNRIC segir að reiknað sé með að fundinum ljúki með pólitískri yfirlýsingu oddvita ríkja og ríkisstjórna. Sú yfirlýsing komi til með að verða vegvísir um það hvernig herða beri viðleitnina til að koma Heimsmarkmiðunum í framkvæmd og hvernig unnt sé að hraða aðgerðum í þágu markmiðanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þrátt fyrir lofsverðan árangur sé mikið verk óunnið við að hrinda heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun í framkvæmd. „Við verðum að herða á viðleitni okkar. Núna.” Fyrsti leiðtogafundur um heimsmarkmiðin hófst í gær en þau eru vegvísir um leiðina til heilbrigðari plánetu og réttlátari heims. Fundurinn stendur yfir í tvo daga og hann er einn fimm leiðtogafunda á fyrstu viku 74. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að á fundinum skilgreini leiðtogar ríkisstjórna, atvinnulífs og fleiri sérstakar aðgerðir á leiðinni til 2030, en þá á markmiðunum að hafa verið náð. „Við þurfum meiri fjárfestingu, öflugri pólitískar aðgerðir og að sanngjarnari hnattvæðing sé sett ofar í forgangsröðina,“ sagði Guterres í viðtali, þegar hann var spurður um hvers hann vænti af leiðtogafundinum. Guterres minnti á helstu viðfangsefni fundarins, að binda endi á sárustu fátækt og sult, að koma á fót kolefnasnauðu hagkerfi, friðsömum og réttlátum samfélögum þar sem allir njóta mannréttinda. Þá fagnaði hann þeim árangri sem náðst hefur á heimsvísu, ekki síst að ríkisstjórnir hafa ofið heimsmarkmiðin inn í áætlanir sínar og stefnumið á landsvísu. Hann varaði engu að síður við því að langt væri til lands. Að óbreyttu yrði markmiðunum ekki náð á tíma. Hann benti sérstaklega á blóðug átök víða um heim, loftslagsvána, kynbundið ofbeldi og þrálátan ójöfnuð. „Helmingur auðs í heiminum tilheyrir svo fáum að auðmennirnir kæmust fyrir við eitt fundarborð,“ sagði Guterres í ræðu sinni við upphaf umræðunnar í gær. „Og á núverandi hraða munu 500 milljónir manna enn búa við sárafátækt árið 2030.“ Sex samræður munu fara fram á leiðtogafundinum. UNRIC segir að reiknað sé með að fundinum ljúki með pólitískri yfirlýsingu oddvita ríkja og ríkisstjórna. Sú yfirlýsing komi til með að verða vegvísir um það hvernig herða beri viðleitnina til að koma Heimsmarkmiðunum í framkvæmd og hvernig unnt sé að hraða aðgerðum í þágu markmiðanna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent