Skessan veldur usla í Hafnarfirði Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 27. september 2019 15:30 Á 90 ára afmælisári FH er horft björtum augum til framtíðar en Skessan verður tekin í notkun von bráðar. Fréttablaðið/Valli Sögunni um Skessuna, nýtt knattspyrnuhús FH-inga, mun trúlega seint ljúka. Sagan er farsakennd og reyfaraleg enda sögupersónurnar hundruð milljóna af peningum skattborgara Hafnarfjarðar. Fundir voru bókaðir með skömmum fyrirvara, FH fékk 100 milljónir án þess að heimild væri fyrir því og hvort bærinn eða félagið eigi nú öll íþróttahús í Kaplakrika er óljóst. Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins var til umfjöllunar á bæjarráðsfundi í gær þar sem ævintýrinu lauk alls ekki. Skessan er knattspyrnuhús FH og kostaði um 800 milljónir króna að klára það. Húsið mun gjörbreyta aðstöðu félagsins en félagið hefur nú þrjú hús til afnota yfir vetrartímann. Ýmislegt hefur verið látið flakka um húsið og framkvæmdirnar en bæjarstjórinn fagnar sigri og segir í sinni bókun að niðurstaðan hefði ekki komið á óvart. „Upphlaup tiltekinna fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn, þung orð sem voru látin falla og ásakanir í garð þeirra sem að málinu unnu dæma sig sjálfar og voru einfaldlega stormur í vatnsglasi,“ segir í bókun hennar. Meiri- og minnihlutinn bókaði á víxl og fagnaði meirihlutinn sigri í þessu máli. Minnihlutinn barðist þó á móti og bókaði að ýmislegt hefði ekki verið til umfjöllunar í álitinu.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Fréttablaðið/ErnirMinnihlutinn segir meðal annars í langri bókun sinni að rammasamkomulagið, sem var gert, hafi varðað verulega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins. „Ekki sé hægt að leggja að jöfnu byggingu nýs knatthúss annars vegar og kaup á fasteignum af íþróttafélagi hins vegar. Auk þess hafi ekki verið tekið á 70 milljón króna mismun milli fyrri og síðari fyrirætlana. Ekki hafi verið til staðar heimild til ráðstöfunar fjármuna á grunni rammasamkomulagsins fyrr en fyrir lægi viðauki staðfestur af bæjarstjórn. Því hafi greiðsla á 100 milljónum króna sem innt var af hendi til FH þann 16. ágúst 2018 verið án heimildar,“ segir meðal annars í bókun minnihlutans. Þar segir ennfremur að álit ráðherra fari þvert gegn þeim rökstuðningi sem lagður hefur verið fram af hálfu bæjarstjórans. „Enda var viðauki um síðir lagður fram fyrir tilstuðlan fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn. Sá viðauki er síðan forsenda þess að ráðuneytið telur ekki ástæðu til íhlutunar þrátt fyrir ámælisverða stjórnsýslu.“ Þá segir minnihlutinn að enn séu ekki öll kurl kominn til grafar enda eigi eftir að svara ýmsum beiðnum um upplýsingar. „Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvort að sveitarfélag gefi aðila byggingu sem metin er á 400 milljónir og kaupi hana svo aftur á ótilgreindu verði teljist ábyrg ráðstöfun skattfjár. Né heldur hvort ákvörðun um að kaupa fasteignir án þess að fyrir liggi gögn um verð eða ástand þeirra teljist ábyrg meðferð almannafjár.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Íslenski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Sögunni um Skessuna, nýtt knattspyrnuhús FH-inga, mun trúlega seint ljúka. Sagan er farsakennd og reyfaraleg enda sögupersónurnar hundruð milljóna af peningum skattborgara Hafnarfjarðar. Fundir voru bókaðir með skömmum fyrirvara, FH fékk 100 milljónir án þess að heimild væri fyrir því og hvort bærinn eða félagið eigi nú öll íþróttahús í Kaplakrika er óljóst. Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins var til umfjöllunar á bæjarráðsfundi í gær þar sem ævintýrinu lauk alls ekki. Skessan er knattspyrnuhús FH og kostaði um 800 milljónir króna að klára það. Húsið mun gjörbreyta aðstöðu félagsins en félagið hefur nú þrjú hús til afnota yfir vetrartímann. Ýmislegt hefur verið látið flakka um húsið og framkvæmdirnar en bæjarstjórinn fagnar sigri og segir í sinni bókun að niðurstaðan hefði ekki komið á óvart. „Upphlaup tiltekinna fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn, þung orð sem voru látin falla og ásakanir í garð þeirra sem að málinu unnu dæma sig sjálfar og voru einfaldlega stormur í vatnsglasi,“ segir í bókun hennar. Meiri- og minnihlutinn bókaði á víxl og fagnaði meirihlutinn sigri í þessu máli. Minnihlutinn barðist þó á móti og bókaði að ýmislegt hefði ekki verið til umfjöllunar í álitinu.Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Fréttablaðið/ErnirMinnihlutinn segir meðal annars í langri bókun sinni að rammasamkomulagið, sem var gert, hafi varðað verulega fjárhagslega hagsmuni sveitarfélagsins. „Ekki sé hægt að leggja að jöfnu byggingu nýs knatthúss annars vegar og kaup á fasteignum af íþróttafélagi hins vegar. Auk þess hafi ekki verið tekið á 70 milljón króna mismun milli fyrri og síðari fyrirætlana. Ekki hafi verið til staðar heimild til ráðstöfunar fjármuna á grunni rammasamkomulagsins fyrr en fyrir lægi viðauki staðfestur af bæjarstjórn. Því hafi greiðsla á 100 milljónum króna sem innt var af hendi til FH þann 16. ágúst 2018 verið án heimildar,“ segir meðal annars í bókun minnihlutans. Þar segir ennfremur að álit ráðherra fari þvert gegn þeim rökstuðningi sem lagður hefur verið fram af hálfu bæjarstjórans. „Enda var viðauki um síðir lagður fram fyrir tilstuðlan fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn. Sá viðauki er síðan forsenda þess að ráðuneytið telur ekki ástæðu til íhlutunar þrátt fyrir ámælisverða stjórnsýslu.“ Þá segir minnihlutinn að enn séu ekki öll kurl kominn til grafar enda eigi eftir að svara ýmsum beiðnum um upplýsingar. „Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvort að sveitarfélag gefi aðila byggingu sem metin er á 400 milljónir og kaupi hana svo aftur á ótilgreindu verði teljist ábyrg ráðstöfun skattfjár. Né heldur hvort ákvörðun um að kaupa fasteignir án þess að fyrir liggi gögn um verð eða ástand þeirra teljist ábyrg meðferð almannafjár.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Íslenski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira