Óttast árásir Talíbana á kjörstaði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. september 2019 18:45 Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. Kjósendur eru uggandi vegna árása Talíbana á kosningafundi og kjörstaði og óttast fleiri árásir á kjördag.Blóðug barátta Kosningabaráttan hefur verið þyrnum stráð enda hafa Talíbanar lýst því yfir að kosningarnar séu blekkingarleikur leppstjórnar Bandaríkjamanna. Hreyfingin, sem Bandaríkin steypti af stóli árið 2001, hefur því varað Afgana við því að taka þátt í kosningunum. Hvort sem sú þátttaka felst í því að kjósa, vinna við kosningarnar eða mæta á baráttufundi frambjóðenda. Hingað til hafa Talíbanar staðið við hótanir sínar, líkt og þeir hafa gert í kringum fyrri kosningar í landinu. Fyrir tíu dögum réðist hreyfingin til að mynda á baráttufund Ashrafs Ghani forseta, myrti 26 og særði fjörutíu. Þess vegna reynir ríkisstjórnin nú sitt besta til þess að tryggja öryggi á þeim 4.942 kjörstöðum sem opnir verða á morgun. Massoud Andarabi innanríkisráðherra sagði í dag að undirbúningur öryggismála hafi farið af stað fyrir átta mánuðum. Í fyrsta skipti leiði herinn undirbúninginn. Á þeim kjörstöðum sem verða opnir verður þremur öryggishliðum komið upp. Fyrstu tveggja gætir lögregla en ysta hliðið verður í umsjón afganska hersins. Andarabi tók fram að rúmlega níu af hverjum tíu kjörstöðum verði opnir en ekki hefur tekist að tryggja öryggi á 431 kjörstað. Ghani líklegur Sigurstranglegustu forsetaframbjóðendurnir eru Ghani forseti og Abdullah Abdullah, sem fékk næstflest atkvæði í kosningunum 2014. Ef enginn fær meirihluta atkvæða verður kosið á ný á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Afganistan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Afganistan á morgun. Ashraf Ghani gefur kost á sér til endurkjörs. Kjósendur eru uggandi vegna árása Talíbana á kosningafundi og kjörstaði og óttast fleiri árásir á kjördag.Blóðug barátta Kosningabaráttan hefur verið þyrnum stráð enda hafa Talíbanar lýst því yfir að kosningarnar séu blekkingarleikur leppstjórnar Bandaríkjamanna. Hreyfingin, sem Bandaríkin steypti af stóli árið 2001, hefur því varað Afgana við því að taka þátt í kosningunum. Hvort sem sú þátttaka felst í því að kjósa, vinna við kosningarnar eða mæta á baráttufundi frambjóðenda. Hingað til hafa Talíbanar staðið við hótanir sínar, líkt og þeir hafa gert í kringum fyrri kosningar í landinu. Fyrir tíu dögum réðist hreyfingin til að mynda á baráttufund Ashrafs Ghani forseta, myrti 26 og særði fjörutíu. Þess vegna reynir ríkisstjórnin nú sitt besta til þess að tryggja öryggi á þeim 4.942 kjörstöðum sem opnir verða á morgun. Massoud Andarabi innanríkisráðherra sagði í dag að undirbúningur öryggismála hafi farið af stað fyrir átta mánuðum. Í fyrsta skipti leiði herinn undirbúninginn. Á þeim kjörstöðum sem verða opnir verður þremur öryggishliðum komið upp. Fyrstu tveggja gætir lögregla en ysta hliðið verður í umsjón afganska hersins. Andarabi tók fram að rúmlega níu af hverjum tíu kjörstöðum verði opnir en ekki hefur tekist að tryggja öryggi á 431 kjörstað. Ghani líklegur Sigurstranglegustu forsetaframbjóðendurnir eru Ghani forseti og Abdullah Abdullah, sem fékk næstflest atkvæði í kosningunum 2014. Ef enginn fær meirihluta atkvæða verður kosið á ný á milli tveggja efstu frambjóðendanna.
Afganistan Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira