„Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2019 08:00 Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna og þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, telur að sínir gömlu félagar í FH séu sigurstranglegri í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í dag. FH-ingar hafa ekki unnið stóran titil frá 2016 þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. „Það hefur ekki komið titill í Krikann í tæp þrjú ár sem þykir langur tími á þeim bænum. Þá langar svakalega mikið í bikarinn. Ég held að Víkinga langi alveg jafn mikið í hann þannig að þetta verður áhugavert,“ sagði Atli Viðar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „FH hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur. Eftir að þeir fengu Morten Beck í framlínuna finnst mér allt annað yfirbragð á liðinu. Ég met það þannig að FH-ingar séu örlítið líklegri. Þeir hafa hefðina með sér og eru með fleiri leikmenn sem þekkja að spila svona leiki og vinna titla. Ég held að það hjálpi.“ Óttar Magnús þarf að axla ábyrgðÓlíklegt þykir að Kári Árnason leiki með Víkingum í dag en hann meiddist í leik Albaníu og Íslands á þriðjudaginn. Atli Viðar segir að fjarvera Kára hafi áhrif á lið Víkings en hann skorar á Óttar Magnús Karlsson að gera sig gildandi í úrslitaleiknum. „Það hefur heilmikla þýðingu og riðlar kerfinu og upplegginu. Það sem þarf að gerast er að aðrir leikmenn, eins og t.d. Óttar Magnús sem hefur verið svolítið í skjóli Kára, þarf að stíga upp og sýna alvöru frammistöðu og axla ábyrgð.“ En yrði það áfall fyrir FH að tapa bikarúrslitaleiknum? „Ég held að Davíð Þór [Viðarsson], fyrirliði FH, hafi sagt á dögunum að tímabil FH-inga verði dálítið dæmt af þessum leik, þannig að ég held að það yrði áfall fyrir þá að vinna ekki,“ svaraði Atli Viðar. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst hálftíma fyrir leik. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00 Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Pepsi Max-markanna og þriðji markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi, telur að sínir gömlu félagar í FH séu sigurstranglegri í bikarúrslitaleiknum gegn Víkingi í dag. FH-ingar hafa ekki unnið stóran titil frá 2016 þegar þeir urðu Íslandsmeistarar. „Það hefur ekki komið titill í Krikann í tæp þrjú ár sem þykir langur tími á þeim bænum. Þá langar svakalega mikið í bikarinn. Ég held að Víkinga langi alveg jafn mikið í hann þannig að þetta verður áhugavert,“ sagði Atli Viðar í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „FH hefur verið á góðu róli undanfarnar vikur. Eftir að þeir fengu Morten Beck í framlínuna finnst mér allt annað yfirbragð á liðinu. Ég met það þannig að FH-ingar séu örlítið líklegri. Þeir hafa hefðina með sér og eru með fleiri leikmenn sem þekkja að spila svona leiki og vinna titla. Ég held að það hjálpi.“ Óttar Magnús þarf að axla ábyrgðÓlíklegt þykir að Kári Árnason leiki með Víkingum í dag en hann meiddist í leik Albaníu og Íslands á þriðjudaginn. Atli Viðar segir að fjarvera Kára hafi áhrif á lið Víkings en hann skorar á Óttar Magnús Karlsson að gera sig gildandi í úrslitaleiknum. „Það hefur heilmikla þýðingu og riðlar kerfinu og upplegginu. Það sem þarf að gerast er að aðrir leikmenn, eins og t.d. Óttar Magnús sem hefur verið svolítið í skjóli Kára, þarf að stíga upp og sýna alvöru frammistöðu og axla ábyrgð.“ En yrði það áfall fyrir FH að tapa bikarúrslitaleiknum? „Ég held að Davíð Þór [Viðarsson], fyrirliði FH, hafi sagt á dögunum að tímabil FH-inga verði dálítið dæmt af þessum leik, þannig að ég held að það yrði áfall fyrir þá að vinna ekki,“ svaraði Atli Viðar. Bikarúrslitaleikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsending hefst hálftíma fyrir leik. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45 Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30 Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00 Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Sjá meira
Björn Daníel: Kominn tími á bikarmeistaratitil í Krikann Miðjumaðurinn segir að FH-inga þyrsti í bikarmeistaratitilinn. 13. september 2019 13:45
Fjórir úr byrjunarliði FH í bikarúrslitunum 2010 verða væntanlega aftur í liðinu níu árum síðar Víkingur og FH mætast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á morgun en flautað verður til leiks klukkan 17.00. 13. september 2019 12:30
Yfir þrjú þúsund miðar seldir í forsölu á bikarúrslitaleikinn Þrjú þúsund miðar hafa verið seldir í forsölu á bikarúrslitaleik FH og Víkinga í Mjólkurbikar karla sem fer fram á Laugardalsvellinum á morgun. 13. september 2019 14:00
Ekki hægt að reka Arnar frá Víkingi Arnar Gunnlaugsson skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking sem er afar sérstakur. 13. september 2019 12:51