Ný ofurstjarna að verða til í Barcelona? Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. september 2019 11:30 Sjá um sóknarleikinn í fjarveru Messi, sem er meiddur. vísir/getty Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir. Fati skoraði á 2.mínútu og lagði upp mark fyrir Frenkie de Jong á 7.mínútu þegar Barcelona vann 5-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var ekki fyrsta mark kappans því hann skoraði í 2-2 jafntefli gegn Osasuna á dögunum og varð þá þriðji yngsti markaskorari spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, 16 ára og 304 daga gamall. „Fati er leikmaður sem býr yfir einhverju sérstöku. Hann er sóknarmaður sem er mun þroskaðri en aldur hans segir til um. Hann æfir eins og hann spilar,“ segir Ernesto Valverde, stjóri Barcelona. Ansu Fati er yngsti leikmaður til að skora og leggja upp mark í sama leiknum í spænsku úrvalsdeildinni en Valverde segir mikilvægt að hjálpa stráknum að venjast þeirri staðreynd að vera kominn í stórt hlutverk hjá einu stærsta íþróttafélagi heims. „Þetta var ótrúleg byrjun fyrir hann; að skora og leggja upp strax en við verðum að gefa honum tíma. Hann er enn að þroskast og hann þarf að höndla þessar aðstæður sem eru langt frá því að vera eðlilegar,“ segir Valverde. Fati fæddist í Gíneu-Bissá 31.október 2002 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Spánar, sex ára gamall. Hann lék með yngri flokkum Sevilla frá 2010-2012 en færði sig þá um set til Katalóníu og fór upp í gegnum hina þekktu La Masia akademíu. Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir. Fati skoraði á 2.mínútu og lagði upp mark fyrir Frenkie de Jong á 7.mínútu þegar Barcelona vann 5-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var ekki fyrsta mark kappans því hann skoraði í 2-2 jafntefli gegn Osasuna á dögunum og varð þá þriðji yngsti markaskorari spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, 16 ára og 304 daga gamall. „Fati er leikmaður sem býr yfir einhverju sérstöku. Hann er sóknarmaður sem er mun þroskaðri en aldur hans segir til um. Hann æfir eins og hann spilar,“ segir Ernesto Valverde, stjóri Barcelona. Ansu Fati er yngsti leikmaður til að skora og leggja upp mark í sama leiknum í spænsku úrvalsdeildinni en Valverde segir mikilvægt að hjálpa stráknum að venjast þeirri staðreynd að vera kominn í stórt hlutverk hjá einu stærsta íþróttafélagi heims. „Þetta var ótrúleg byrjun fyrir hann; að skora og leggja upp strax en við verðum að gefa honum tíma. Hann er enn að þroskast og hann þarf að höndla þessar aðstæður sem eru langt frá því að vera eðlilegar,“ segir Valverde. Fati fæddist í Gíneu-Bissá 31.október 2002 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Spánar, sex ára gamall. Hann lék með yngri flokkum Sevilla frá 2010-2012 en færði sig þá um set til Katalóníu og fór upp í gegnum hina þekktu La Masia akademíu.
Spænski boltinn Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira