Hafði trúð með í för þegar hann var rekinn úr vinnunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 18:44 Josh og Joe á „góðri stundu.“ Skjáskot Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara. Mannauðsdeild fyrirtækisins sem Thompson starfaði hjá, FCB New Zealand, hafði boðað Thompson á fund og hvatti hann til þess að taka „stuðningsmanneskju“ með sér á fundinn, en það er lögbundinn réttur fólks í Nýja-Sjálandi. Thompson fór strax að gruna að á fundinum yrði honum sagt upp.Í samtali við BBC um málið sagði Thompson: „Ég fékk tölvupóst og í honum stóð: „Sæll Josh, við viljum funda með þér til þess að ræða stöðu þína innan fyrirtækisins.“ Ég fann í raun bara á mér að þetta yrði uppsagnarfundur. Þannig að ég ákvað að reyna að gera gott úr aðstæðunum.“ Trúðurinn Joe fylgdi því Thompson á fundinn, og útbjó þar blöðrudýr af ýmsum toga á meðan yfirmenn Thompsons ræddu við hann. Joe var þó nokkrum sinnum beðinn um að láta af blöðrudýragerð sinni, þar sem sú iðja getur oft framkallað mikinn hávaða. „Maður lifandi, þvílíkur hávaði,“ hefur BBC eftir Thompson. Þegar Thompson voru síðan færðar fregnir af uppsögn hans brást trúðurinn við á viðeigandi hátt. „Hann kinkaði niðurlútur kolli eins og fréttunum væri beint að honum sjálfum. Atvinnumennska af fínustu sort,“ sagði Thompson. Thompson segist mæla með því að ráða trúð til þess að koma með sér á uppsagnarfund, eigi það þess kost. „Ef þið eigið fjölskyldu, vini, stjúpforeldra eða börn, endilega takið þau með. En ef það er trúður á laus, sérstaklega hann Joe, þá mæli ég hiklaust með því að taka hann með.“ Nýja-Sjáland Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira
Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara. Mannauðsdeild fyrirtækisins sem Thompson starfaði hjá, FCB New Zealand, hafði boðað Thompson á fund og hvatti hann til þess að taka „stuðningsmanneskju“ með sér á fundinn, en það er lögbundinn réttur fólks í Nýja-Sjálandi. Thompson fór strax að gruna að á fundinum yrði honum sagt upp.Í samtali við BBC um málið sagði Thompson: „Ég fékk tölvupóst og í honum stóð: „Sæll Josh, við viljum funda með þér til þess að ræða stöðu þína innan fyrirtækisins.“ Ég fann í raun bara á mér að þetta yrði uppsagnarfundur. Þannig að ég ákvað að reyna að gera gott úr aðstæðunum.“ Trúðurinn Joe fylgdi því Thompson á fundinn, og útbjó þar blöðrudýr af ýmsum toga á meðan yfirmenn Thompsons ræddu við hann. Joe var þó nokkrum sinnum beðinn um að láta af blöðrudýragerð sinni, þar sem sú iðja getur oft framkallað mikinn hávaða. „Maður lifandi, þvílíkur hávaði,“ hefur BBC eftir Thompson. Þegar Thompson voru síðan færðar fregnir af uppsögn hans brást trúðurinn við á viðeigandi hátt. „Hann kinkaði niðurlútur kolli eins og fréttunum væri beint að honum sjálfum. Atvinnumennska af fínustu sort,“ sagði Thompson. Thompson segist mæla með því að ráða trúð til þess að koma með sér á uppsagnarfund, eigi það þess kost. „Ef þið eigið fjölskyldu, vini, stjúpforeldra eða börn, endilega takið þau með. En ef það er trúður á laus, sérstaklega hann Joe, þá mæli ég hiklaust með því að taka hann með.“
Nýja-Sjáland Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Ástfangin á ný Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Fleiri fréttir Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Sjá meira