Hafði trúð með í för þegar hann var rekinn úr vinnunni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 18:44 Josh og Joe á „góðri stundu.“ Skjáskot Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara. Mannauðsdeild fyrirtækisins sem Thompson starfaði hjá, FCB New Zealand, hafði boðað Thompson á fund og hvatti hann til þess að taka „stuðningsmanneskju“ með sér á fundinn, en það er lögbundinn réttur fólks í Nýja-Sjálandi. Thompson fór strax að gruna að á fundinum yrði honum sagt upp.Í samtali við BBC um málið sagði Thompson: „Ég fékk tölvupóst og í honum stóð: „Sæll Josh, við viljum funda með þér til þess að ræða stöðu þína innan fyrirtækisins.“ Ég fann í raun bara á mér að þetta yrði uppsagnarfundur. Þannig að ég ákvað að reyna að gera gott úr aðstæðunum.“ Trúðurinn Joe fylgdi því Thompson á fundinn, og útbjó þar blöðrudýr af ýmsum toga á meðan yfirmenn Thompsons ræddu við hann. Joe var þó nokkrum sinnum beðinn um að láta af blöðrudýragerð sinni, þar sem sú iðja getur oft framkallað mikinn hávaða. „Maður lifandi, þvílíkur hávaði,“ hefur BBC eftir Thompson. Þegar Thompson voru síðan færðar fregnir af uppsögn hans brást trúðurinn við á viðeigandi hátt. „Hann kinkaði niðurlútur kolli eins og fréttunum væri beint að honum sjálfum. Atvinnumennska af fínustu sort,“ sagði Thompson. Thompson segist mæla með því að ráða trúð til þess að koma með sér á uppsagnarfund, eigi það þess kost. „Ef þið eigið fjölskyldu, vini, stjúpforeldra eða börn, endilega takið þau með. En ef það er trúður á laus, sérstaklega hann Joe, þá mæli ég hiklaust með því að taka hann með.“ Nýja-Sjáland Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira
Nýsjálenski auglýsingahöfundurinn Josh Thompson lenti á dögunum í því að vera sagt upp störfum, eins og kemur jú fyrir æði marga. Hann tók þó heldur öðruvísi á málunum en margir aðrir myndu gera þegar hann var boðaðu á fund yfirmanna sinna. Hann tók trúð með sér á fundin þar sem hann var látinn fara. Mannauðsdeild fyrirtækisins sem Thompson starfaði hjá, FCB New Zealand, hafði boðað Thompson á fund og hvatti hann til þess að taka „stuðningsmanneskju“ með sér á fundinn, en það er lögbundinn réttur fólks í Nýja-Sjálandi. Thompson fór strax að gruna að á fundinum yrði honum sagt upp.Í samtali við BBC um málið sagði Thompson: „Ég fékk tölvupóst og í honum stóð: „Sæll Josh, við viljum funda með þér til þess að ræða stöðu þína innan fyrirtækisins.“ Ég fann í raun bara á mér að þetta yrði uppsagnarfundur. Þannig að ég ákvað að reyna að gera gott úr aðstæðunum.“ Trúðurinn Joe fylgdi því Thompson á fundinn, og útbjó þar blöðrudýr af ýmsum toga á meðan yfirmenn Thompsons ræddu við hann. Joe var þó nokkrum sinnum beðinn um að láta af blöðrudýragerð sinni, þar sem sú iðja getur oft framkallað mikinn hávaða. „Maður lifandi, þvílíkur hávaði,“ hefur BBC eftir Thompson. Þegar Thompson voru síðan færðar fregnir af uppsögn hans brást trúðurinn við á viðeigandi hátt. „Hann kinkaði niðurlútur kolli eins og fréttunum væri beint að honum sjálfum. Atvinnumennska af fínustu sort,“ sagði Thompson. Thompson segist mæla með því að ráða trúð til þess að koma með sér á uppsagnarfund, eigi það þess kost. „Ef þið eigið fjölskyldu, vini, stjúpforeldra eða börn, endilega takið þau með. En ef það er trúður á laus, sérstaklega hann Joe, þá mæli ég hiklaust með því að taka hann með.“
Nýja-Sjáland Mest lesið Kim féll Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Bíó og sjónvarp Umhverfisráðherra á von á barni Lífið GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Lífið Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Lífið Fleiri fréttir Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Sjá meira