Morðið í Malmö: Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2019 18:15 Morðið á Karolin Hakim hefur reynst mikið áfall fyrir íbúa Malmö Konan sem var skotin til bana í miðborg Malmö í Svíþjóð þann 26. ágúst síðastliðinn hét Karolin Hakim, er fram kemur í frétt sænska dagblaðsins Aftonbladet. Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir. Fjölskylda hennar hefur nú gefið leyfi fyrir því að nafn hennar sé birt í fjölmiðlum. Karolin er lýst af vinum sem hugulsamri, hógværri og hjartahlýrri vinkonu sem var umhuga um fjölskyldu sína og vini. Hún er jafnframt sögð hafa verið metnaðarfull, hamingjusöm og með hjarta úr gulli. Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin til bana síðasta mánudag. Vitni lýstu því hvernig karlmaður gekk upp að Karolin og skaut hana í höfuðið en með henni í för voru barn hennar og barnsfaðir. „Þetta var aftaka,“ sagði sjónarvottur við sænska dagblaðið Aftonbladet en hann sagðist hafa séð svartklæddan mann flýja af vettvangi.Sjá einnig: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu DanmerkurVitni segja að um tíu skotum hafi verið hleypt af en hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö er með einn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Greint hefur verið frá því að barnsfaðir Karolin hafi áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Lögreglan hefur því meðal annars til skoðunar hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt. Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Í gæsluvarðhald grunaður um tengsl við morðið á konunni í Malmö Nítján ára karlmaður sem handtekinn var á mánudaginn í tengslum við morðið á konu í miðbæ Malmö á mánudaginn var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 29. ágúst 2019 16:38 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Konan sem var skotin til bana í miðborg Malmö í Svíþjóð þann 26. ágúst síðastliðinn hét Karolin Hakim, er fram kemur í frétt sænska dagblaðsins Aftonbladet. Karolin var 31 árs læknir og nýbökuð móðir. Fjölskylda hennar hefur nú gefið leyfi fyrir því að nafn hennar sé birt í fjölmiðlum. Karolin er lýst af vinum sem hugulsamri, hógværri og hjartahlýrri vinkonu sem var umhuga um fjölskyldu sína og vini. Hún er jafnframt sögð hafa verið metnaðarfull, hamingjusöm og með hjarta úr gulli. Fjöldi varð vitni að því þegar hún var skotin til bana síðasta mánudag. Vitni lýstu því hvernig karlmaður gekk upp að Karolin og skaut hana í höfuðið en með henni í för voru barn hennar og barnsfaðir. „Þetta var aftaka,“ sagði sjónarvottur við sænska dagblaðið Aftonbladet en hann sagðist hafa séð svartklæddan mann flýja af vettvangi.Sjá einnig: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu DanmerkurVitni segja að um tíu skotum hafi verið hleypt af en hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö er með einn í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Greint hefur verið frá því að barnsfaðir Karolin hafi áður verið dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Lögreglan hefur því meðal annars til skoðunar hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt.
Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35 Í gæsluvarðhald grunaður um tengsl við morðið á konunni í Malmö Nítján ára karlmaður sem handtekinn var á mánudaginn í tengslum við morðið á konu í miðbæ Malmö á mánudaginn var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 29. ágúst 2019 16:38 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Kona skotin til bana í miðborg Malmö: „Þetta var aftaka“ Konan var á gangi ásamt manni og barni þegar annar maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 13:35
Í gæsluvarðhald grunaður um tengsl við morðið á konunni í Malmö Nítján ára karlmaður sem handtekinn var á mánudaginn í tengslum við morðið á konu í miðbæ Malmö á mánudaginn var í dag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 29. ágúst 2019 16:38
Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51
Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33