Fær ekki að ættleiða dóttur sína strax Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2019 10:30 Solla og Sindri giftu sig á dögunum. Sólveig Unnur Ragnarsdóttir og Sindri Reyr Einarsson eru nýgift en þau kynntust þegar hún var gengin fimm mánuði á leið en Solla fór þá í tæknifrjóvgun. Hjónin langar að hann fái að ættleiða barnið en Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu segir að það sé ekki tímabært. „Þetta byrjaði á því að mig langaði að eignast barn sjálf af því að ég var ekki komin með neinn mann til þess að eignast barn með. Ég var orðin 37 ára og fann að lífsklukkan var farin að tifa,“ segir Sólveig. „Ég lenti síðan í því að missa íbúðina mína þegar ég var komin fimm mánuði á leið og var auðvitað ekkert ánægð með það að þurfa fara að flytja í þessu ástandi. Ég fékk íbúð í Grafarholtinu og var bara mjög ánægð með það. Þarna ætlaði ég að ala upp mitt barn. Það síðasta sem var í huganum á mér var að fara kynnast einhverjum manni þarna. Leigusalinn minn var síðan þarna að segja mér að bróðir hans væri búinn að kaupa íbúðina við hliðiná.“ Á þessum tímapunkti var Sindri einn og barnlaus. Hann sá Sollu á ganginum eitt kvöldið, vissi að hún væri ekki í sambandi en fannst ekki endilega viðeigandi að bjóða henni á stefnumót. Hann spurði frekar hvort hún spilaði spil. „Þá sagði ég gott, þá getum við hist á kvöldin og eytt stundum saman og spilað,“ segir Sindri en í framhaldinu byrjuðu það saman.Sindri hefur verið til staðar alveg frá byrjun.„Þetta var mjög sérstök staða. Að horfa á nágranna sinn og finnast eitthvað varið í hann og hún ófrísk að auki. Maður leikur sér ekkert alveg að þessu. Við höfðum ekkert mikinn tíma saman því hún var þarna ófrísk og komin sex mánuði á leið.“ Svo þegar stóri dagurinn kom var hann ekki inni á fæðingarstofu. „Þetta var kannski ekki alveg komið á það stig að hann skyldi verða viðstaddur fæðinguna og ég var líka búin að lofa mömmu að hún mætti vera inni og hún yrði líklega fyrir vonbrigðum ef ég myndi skipta henni út fyrir einhvern nýjan kærasta.“ Þarna bjuggu þau hvor sínu megin við ganginn. Hún komin með barnið en Sindri var þó aldrei langt undan. Solla segir þó fyrsta mánuðinn hafa verið erfiðan. „Það vita allir sem hafa eignast sitt fyrsta barn að þetta umturnar lífi manns á margan hátt. Það vita líka allir sem hafa haft barn á brjósti að þetta er kannski ekki manns kynþokkafyllstu augnablik. Hann var bara rosalega hjálpsamur og tillitsamur með þetta allt saman. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum þraukað í gegnum það tímabil.“ Þarna vissi Sindri í raun ekkert hvernig hann ætti að haga sér. „Maður spilaði þetta rosalega bara eftir eyranu. Þetta var bara jafnmikið nýtt fyrir mér eins og henni,“ segir Sindri. „Hann var rosalega mikill stuðningur og vaskaði upp og nuddaði á mér bakið og svona,“ segir Solla. „Það er gaman að segja frá því að hennar fyrsta gjöf til mín voru uppþvottahanskar,“ segir Sindri og hlær.Útkýringar Sýslumanns.Þau hafa bæði verið samstíga í gegnum ferlið en neita því ekki að afbrýðisemi kom upp varðandi stelpuna. „Til að byrja með var maður pínu að halda henni út af fyrir sig og með tímanum finnur maður að honum er farið að þykja svo vænt um hana og á einhverjum tímapunkti fer hann að líta á hana sem sitt barn. Þá fer maður að leyfa honum meira að taka þátt,“ segir Sólveig. „Það er rosalega erfitt að segja hvenær maður fer að elska barnið. Mér þótti strax vænt um hana, alveg frá fyrsta degi. Þetta kemur bara hægt og rólega og í dag, þá elska ég hana meira en lífið sjálft,“ segir Sindri. Svo kom að því að Sindri varð sár yfir því að hafa engan rétt yfir barninu. „Maður hugsar alveg um það í dag líka og það er það sorglega að við getum ekki fengið nein réttindi í dag,“ segir hann en hjónin eru nýgift í dag. Sindra langar að fá að stjúpættleiða barnið en Sýslumaður segir að það geti aðeins gerst eftir tvö og hálft ár. „Nú erum við gift og maður hefði haldið að það væri nægilega staðfesting að maður ætlaði sér að vera saman það sem eftir er. Ef það er ekki nægileg staðfesting á því að hann geti ættleitt barnið þá þarf kannski að endurskoða hvað þetta fyrirbæri hjónaband er.“ „Þetta er bara forræðishyggja og mér finnst þetta bara svo undarlegt að móðirin hefur ekki völd yfir barninu sínu,“ segir Sindri en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Fjölskyldumál Ísland í dag Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Sólveig Unnur Ragnarsdóttir og Sindri Reyr Einarsson eru nýgift en þau kynntust þegar hún var gengin fimm mánuði á leið en Solla fór þá í tæknifrjóvgun. Hjónin langar að hann fái að ættleiða barnið en Sýslumaðurinn á Höfuðborgarsvæðinu segir að það sé ekki tímabært. „Þetta byrjaði á því að mig langaði að eignast barn sjálf af því að ég var ekki komin með neinn mann til þess að eignast barn með. Ég var orðin 37 ára og fann að lífsklukkan var farin að tifa,“ segir Sólveig. „Ég lenti síðan í því að missa íbúðina mína þegar ég var komin fimm mánuði á leið og var auðvitað ekkert ánægð með það að þurfa fara að flytja í þessu ástandi. Ég fékk íbúð í Grafarholtinu og var bara mjög ánægð með það. Þarna ætlaði ég að ala upp mitt barn. Það síðasta sem var í huganum á mér var að fara kynnast einhverjum manni þarna. Leigusalinn minn var síðan þarna að segja mér að bróðir hans væri búinn að kaupa íbúðina við hliðiná.“ Á þessum tímapunkti var Sindri einn og barnlaus. Hann sá Sollu á ganginum eitt kvöldið, vissi að hún væri ekki í sambandi en fannst ekki endilega viðeigandi að bjóða henni á stefnumót. Hann spurði frekar hvort hún spilaði spil. „Þá sagði ég gott, þá getum við hist á kvöldin og eytt stundum saman og spilað,“ segir Sindri en í framhaldinu byrjuðu það saman.Sindri hefur verið til staðar alveg frá byrjun.„Þetta var mjög sérstök staða. Að horfa á nágranna sinn og finnast eitthvað varið í hann og hún ófrísk að auki. Maður leikur sér ekkert alveg að þessu. Við höfðum ekkert mikinn tíma saman því hún var þarna ófrísk og komin sex mánuði á leið.“ Svo þegar stóri dagurinn kom var hann ekki inni á fæðingarstofu. „Þetta var kannski ekki alveg komið á það stig að hann skyldi verða viðstaddur fæðinguna og ég var líka búin að lofa mömmu að hún mætti vera inni og hún yrði líklega fyrir vonbrigðum ef ég myndi skipta henni út fyrir einhvern nýjan kærasta.“ Þarna bjuggu þau hvor sínu megin við ganginn. Hún komin með barnið en Sindri var þó aldrei langt undan. Solla segir þó fyrsta mánuðinn hafa verið erfiðan. „Það vita allir sem hafa eignast sitt fyrsta barn að þetta umturnar lífi manns á margan hátt. Það vita líka allir sem hafa haft barn á brjósti að þetta er kannski ekki manns kynþokkafyllstu augnablik. Hann var bara rosalega hjálpsamur og tillitsamur með þetta allt saman. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum þraukað í gegnum það tímabil.“ Þarna vissi Sindri í raun ekkert hvernig hann ætti að haga sér. „Maður spilaði þetta rosalega bara eftir eyranu. Þetta var bara jafnmikið nýtt fyrir mér eins og henni,“ segir Sindri. „Hann var rosalega mikill stuðningur og vaskaði upp og nuddaði á mér bakið og svona,“ segir Solla. „Það er gaman að segja frá því að hennar fyrsta gjöf til mín voru uppþvottahanskar,“ segir Sindri og hlær.Útkýringar Sýslumanns.Þau hafa bæði verið samstíga í gegnum ferlið en neita því ekki að afbrýðisemi kom upp varðandi stelpuna. „Til að byrja með var maður pínu að halda henni út af fyrir sig og með tímanum finnur maður að honum er farið að þykja svo vænt um hana og á einhverjum tímapunkti fer hann að líta á hana sem sitt barn. Þá fer maður að leyfa honum meira að taka þátt,“ segir Sólveig. „Það er rosalega erfitt að segja hvenær maður fer að elska barnið. Mér þótti strax vænt um hana, alveg frá fyrsta degi. Þetta kemur bara hægt og rólega og í dag, þá elska ég hana meira en lífið sjálft,“ segir Sindri. Svo kom að því að Sindri varð sár yfir því að hafa engan rétt yfir barninu. „Maður hugsar alveg um það í dag líka og það er það sorglega að við getum ekki fengið nein réttindi í dag,“ segir hann en hjónin eru nýgift í dag. Sindra langar að fá að stjúpættleiða barnið en Sýslumaður segir að það geti aðeins gerst eftir tvö og hálft ár. „Nú erum við gift og maður hefði haldið að það væri nægilega staðfesting að maður ætlaði sér að vera saman það sem eftir er. Ef það er ekki nægileg staðfesting á því að hann geti ættleitt barnið þá þarf kannski að endurskoða hvað þetta fyrirbæri hjónaband er.“ „Þetta er bara forræðishyggja og mér finnst þetta bara svo undarlegt að móðirin hefur ekki völd yfir barninu sínu,“ segir Sindri en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Fjölskyldumál Ísland í dag Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira