Jón Daði: Kominn tími til að skora þetta landsliðsmark Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. september 2019 12:00 Jón Daði fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. vísir/vilhelm „Sex stig. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna. Þetta er svo mikilvægir leikir og við verðum að vinna þá til að komast á EM. Það er á hreinu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Vísi, aðspurður um markmiðið fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020. Jón Daði gekk í raðir enska B-deildarliðsins Millwall í sumar og kann vel við sig þar. „Þeir hafa verið allt í lagi. Ég var ekki í mínu besta formi þegar ég kom og hafði ekki spilað 90 mínútur í langan tíma. Ég spilaði 60 mínútur með landsliðinu áður en ég fór í frí,“ sagði Jón Daði og vísaði til leiksins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þar sem hann lék einkar vel. „Þeir eru búnir að byggja mig hægt og rólega upp. Ég spilaði leik í deildabikarnum sem var mjög gott,“ sagði Jón Daði en í umræddum leik gegn Oxford United skoraði hann tvö mörk, sín fyrstu fyrir Millwall. „Það er alltaf bónus að skora og bara frábært.“ Voru búnir að fylgjast lengi með mérJón Daði hreifst af hugmyndafræðinni sem unnið er eftir hjá Millwall. „Þetta er lítið félag. Það eru hugmyndir þarna sem ég er hrifinn af og þeir hafa fengið góða leikmenn. Þjálfarinn, Neil Harris, er með góða hugmyndafræði og hefur verið lengi með liðið. Þeir voru búnir að fylgjast lengi með mér og ég stökk á þetta,“ sagði Jón Daði. Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir en Jón Daði segir að þeir hafi tekið vel á móti sér. „Þeir eru fínir. Þeir eru með þessa sögu í denn að vera aggresívir. En ég hef ekkert fundið fyrir því. Það er miklu minna um svona algjör bullulæti en áður fyrr. Þeir hafa tekið vel við mér og andrúmsloftið þarna er mjög skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Læt þetta ekki pirra migHann segir mikilvægt að hafa skorað fyrir Millwall um daginn og vonast til að fyrsta landsliðsmarkið frá EM 2016 líti dagsins ljós á næstunni. „Það er gott að fá sjálfstraust. Það er kominn tími til að skora þetta landsliðsmark. Það er langt síðan það gerðist. Það gerist vonandi fyrr en síðar. En ég held bara mínu striki,“ sagði Jón Daði. Hann segir að markaleysið leggist ekki þungt á sig. „Ég læt þetta ekki pirra mig. Svo lengi sem ég skila öllu öðru og hjálpa liðinu er þetta í lagi. Við skorum mörk og vinnum leiki. Auðvitað vill maður skora mörk en það versta sem þú getur gert er að velta þessu endalaust fyrir þér.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46 Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
„Sex stig. Þetta eru leikir sem við verðum að vinna. Þetta er svo mikilvægir leikir og við verðum að vinna þá til að komast á EM. Það er á hreinu,“ sagði Jón Daði Böðvarsson í samtali við Vísi, aðspurður um markmiðið fyrir leikina gegn Moldóvu og Albaníu í undankeppni EM 2020. Jón Daði gekk í raðir enska B-deildarliðsins Millwall í sumar og kann vel við sig þar. „Þeir hafa verið allt í lagi. Ég var ekki í mínu besta formi þegar ég kom og hafði ekki spilað 90 mínútur í langan tíma. Ég spilaði 60 mínútur með landsliðinu áður en ég fór í frí,“ sagði Jón Daði og vísaði til leiksins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þar sem hann lék einkar vel. „Þeir eru búnir að byggja mig hægt og rólega upp. Ég spilaði leik í deildabikarnum sem var mjög gott,“ sagði Jón Daði en í umræddum leik gegn Oxford United skoraði hann tvö mörk, sín fyrstu fyrir Millwall. „Það er alltaf bónus að skora og bara frábært.“ Voru búnir að fylgjast lengi með mérJón Daði hreifst af hugmyndafræðinni sem unnið er eftir hjá Millwall. „Þetta er lítið félag. Það eru hugmyndir þarna sem ég er hrifinn af og þeir hafa fengið góða leikmenn. Þjálfarinn, Neil Harris, er með góða hugmyndafræði og hefur verið lengi með liðið. Þeir voru búnir að fylgjast lengi með mér og ég stökk á þetta,“ sagði Jón Daði. Stuðningsmenn Millwall eru alræmdir en Jón Daði segir að þeir hafi tekið vel á móti sér. „Þeir eru fínir. Þeir eru með þessa sögu í denn að vera aggresívir. En ég hef ekkert fundið fyrir því. Það er miklu minna um svona algjör bullulæti en áður fyrr. Þeir hafa tekið vel við mér og andrúmsloftið þarna er mjög skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Læt þetta ekki pirra migHann segir mikilvægt að hafa skorað fyrir Millwall um daginn og vonast til að fyrsta landsliðsmarkið frá EM 2016 líti dagsins ljós á næstunni. „Það er gott að fá sjálfstraust. Það er kominn tími til að skora þetta landsliðsmark. Það er langt síðan það gerðist. Það gerist vonandi fyrr en síðar. En ég held bara mínu striki,“ sagði Jón Daði. Hann segir að markaleysið leggist ekki þungt á sig. „Ég læt þetta ekki pirra mig. Svo lengi sem ég skila öllu öðru og hjálpa liðinu er þetta í lagi. Við skorum mörk og vinnum leiki. Auðvitað vill maður skora mörk en það versta sem þú getur gert er að velta þessu endalaust fyrir þér.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46 Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Hópurinn gegn Moldóvu og Albaníu: Jóhann Berg ekki með vegna meiðsla Erik Hamrén hefur valinn landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki í undankeppni EM 2020. 30. ágúst 2019 12:46
Jón Daði með tvö mörk en vítaspyrnuklúður í bikartapi Millwall | Sjáðu öll úrslit kvöldsins Það var nóg af leikjum í enska Carabao-bikarnum í kvöld. 27. ágúst 2019 20:51