Fann fyrir kulnun, seldi allar sínar eigur og fór í heimsreisu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 15:41 Guðrún ákvað að fara í heimsreisu þegar hún var farin að finna fyrir kulnun í starfi. Vísir Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún seldi allar sínar eigur og fór alein í heimsreisu þar sem hún meðal annars komst að því að það er betra að eiga lítið sem ekkert. Í heimsreisunni naut hún lífsins og endurstillti sig til að komast út úr mesta stressinu. „Ég ákvað að það væri eiginlega bara núna eða ekki af því að ég var bara búin að vinna allt of mikið og það voru búin að vera mörg áföll að ganga yfir í fjölskyldunni. Þetta var búið að blunda í mér í mjög mörg ár að gera þetta og [hafði] einhvern vegin alltaf miklað þetta fyrir mér en svo ákvað ég bara meðan ég er frísk og ég get þetta þá ætla ég bara að gera þetta,“ segir Guðrún. „Ég er ekkert komin á eftirlaun eða neitt þannig en ég var búin að safna mér pening, seldi dótið mitt. Það eina sem ég á er ein lítil íbúð hérna í Reykjavík sem er öryggisventillinn minn.“ Guðrún seldi allt sitt dót, húsgögn föt og fleira og segir hún að öll hennar föt komist í tvær ferðatöskur. Hún tók með sér einn bakpoka í ferðalagið sem hún segir alveg meira en nóg í svona ferðalagi. „Ef maður setur sig niður og fer að hugsa „hvað þarf ég að hafa?“ þarf maður rosalega lítið. Ég lagði af stað frá Noregi með sjö kíló og mér fannst það alveg ótrúlegt, að það væri hægt. Ég hef alltaf verið svona manneskja sem er með stóra ferðatösku og alveg með ógeðslega mikið af dóti. Það er bara svo gott að gera þetta því þá þarf maður að hugsa „hvað þarf ég í alvöru að hafa með mér?““ segir Guðrún.Ýmsar myndir úr safni Guðrúnar.„Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Guðrún ákvað að byrja á að fara til Asíu en hún fór meðal annars til Víetnam og Balí. Þar á eftir ferðaðist hún um Evrópu. Hún segist hafa fengið staðfestingu á því á eyju rétt við Balí hve lítið maður þyrfti til að vera hamingjusamur. Hún fór til Gili eyja en þar var nýyfirstaðinn jarðskjálfti og nánast engir ferðamenn vegna skjálftanna.Guðrún ferðaðist um Asíu og Evrópu með aðeins einn bakpoka.stöð 2„Ég gerði svolítið í því að labba á milli og var að tala við fólkið sem sat úti á götu og var búið að missa allt og það sagði bara „það skiptir engu máli, við höfum hvort annað. Á meðan við höfum hvort annað þá er það bara nóg.“ Þarna upplifði ég svo sterkt staðfestinguna á því að maður þarf ekki að eiga neitt, maður þarf ekki að vera alltaf að kaupa hluti til þess að vera hamingjusamur,“ segir Guðrún. „Ég lærði það alveg hressilega, það er ekki hamingjan - hlutir.“ Guðrún leggur mikla áherslu á það að fólk þurfi að átta sig á því að ekki eigi að fresta endalaust þeim hlutum sem það langar til að upplifa og njóta. Guðrún hefur verið að halda námskeið í markmiðasetningu og því hvernig maður getur náð markmiðum sínum og látið drauma sína rætast. „Það er svo mikilvægt að kýla bara á og gera bara hlutina. Það var það sem ég hugsaði þegar ég lagði af stað vegna þess að ég var búin að horfa á fólkið mitt fara allt of snemma. Ég var búin að heyra í fólki sem var að segjast ætla að gera hlutina einhvern tíman. Ætla að gera þá eftir eitt ár, tvö ár, þegar það er komið á eftirlaun,“ segir Guðrún. „Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Ferðalög Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Fyrrverandi kennarinn og skólastjórinn Guðrún Pétursdóttir var komin að kulnun í starfi þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur. Hún seldi allar sínar eigur og fór alein í heimsreisu þar sem hún meðal annars komst að því að það er betra að eiga lítið sem ekkert. Í heimsreisunni naut hún lífsins og endurstillti sig til að komast út úr mesta stressinu. „Ég ákvað að það væri eiginlega bara núna eða ekki af því að ég var bara búin að vinna allt of mikið og það voru búin að vera mörg áföll að ganga yfir í fjölskyldunni. Þetta var búið að blunda í mér í mjög mörg ár að gera þetta og [hafði] einhvern vegin alltaf miklað þetta fyrir mér en svo ákvað ég bara meðan ég er frísk og ég get þetta þá ætla ég bara að gera þetta,“ segir Guðrún. „Ég er ekkert komin á eftirlaun eða neitt þannig en ég var búin að safna mér pening, seldi dótið mitt. Það eina sem ég á er ein lítil íbúð hérna í Reykjavík sem er öryggisventillinn minn.“ Guðrún seldi allt sitt dót, húsgögn föt og fleira og segir hún að öll hennar föt komist í tvær ferðatöskur. Hún tók með sér einn bakpoka í ferðalagið sem hún segir alveg meira en nóg í svona ferðalagi. „Ef maður setur sig niður og fer að hugsa „hvað þarf ég að hafa?“ þarf maður rosalega lítið. Ég lagði af stað frá Noregi með sjö kíló og mér fannst það alveg ótrúlegt, að það væri hægt. Ég hef alltaf verið svona manneskja sem er með stóra ferðatösku og alveg með ógeðslega mikið af dóti. Það er bara svo gott að gera þetta því þá þarf maður að hugsa „hvað þarf ég í alvöru að hafa með mér?““ segir Guðrún.Ýmsar myndir úr safni Guðrúnar.„Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“ Guðrún ákvað að byrja á að fara til Asíu en hún fór meðal annars til Víetnam og Balí. Þar á eftir ferðaðist hún um Evrópu. Hún segist hafa fengið staðfestingu á því á eyju rétt við Balí hve lítið maður þyrfti til að vera hamingjusamur. Hún fór til Gili eyja en þar var nýyfirstaðinn jarðskjálfti og nánast engir ferðamenn vegna skjálftanna.Guðrún ferðaðist um Asíu og Evrópu með aðeins einn bakpoka.stöð 2„Ég gerði svolítið í því að labba á milli og var að tala við fólkið sem sat úti á götu og var búið að missa allt og það sagði bara „það skiptir engu máli, við höfum hvort annað. Á meðan við höfum hvort annað þá er það bara nóg.“ Þarna upplifði ég svo sterkt staðfestinguna á því að maður þarf ekki að eiga neitt, maður þarf ekki að vera alltaf að kaupa hluti til þess að vera hamingjusamur,“ segir Guðrún. „Ég lærði það alveg hressilega, það er ekki hamingjan - hlutir.“ Guðrún leggur mikla áherslu á það að fólk þurfi að átta sig á því að ekki eigi að fresta endalaust þeim hlutum sem það langar til að upplifa og njóta. Guðrún hefur verið að halda námskeið í markmiðasetningu og því hvernig maður getur náð markmiðum sínum og látið drauma sína rætast. „Það er svo mikilvægt að kýla bara á og gera bara hlutina. Það var það sem ég hugsaði þegar ég lagði af stað vegna þess að ég var búin að horfa á fólkið mitt fara allt of snemma. Ég var búin að heyra í fólki sem var að segjast ætla að gera hlutina einhvern tíman. Ætla að gera þá eftir eitt ár, tvö ár, þegar það er komið á eftirlaun,“ segir Guðrún. „Ef þig langar að fara þá verðurðu bara að fara.“
Ferðalög Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira