Gæsaveiðin fór vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2019 13:00 Gæsaveiðin hófst í gær og af fyrstu fregnum að dæma hafa þær skyttur sem við höfum verið í sambandi við get mjög góða veiði. Veiðar á heiðagæs taka þungann af veiðinni fyrstu dagana og á þessum tíma er fuglinn einmitt oft hvað bestur á bragðið þegar hún er búin að vera í berjum. Af eþim skyttum sem við höfum heyrt frá eru menn mjög sáttir við þá veiði sem þeir náðu í fyrsta morgunfluginu en sumir hafa þó eingöngu verið að skjóta heiðagæsina í kvöldflugi og besta veiðin sem við höfum heyrt af eru 72 fuglar á þrjár byssur. Það var margt um manninn á aðgengilegustu heiðunum eins og gefur að skilja en flestir eiga sína bletti og staði sem þeir hafa lagt mikla vinnu í að finna og þess vegna erum við hér á Veiðivísi oftar en ekki beðnir um að segja ekki frá stöðum og eða hvaða skyttur um ræðir því það eru alveg dæmi um að þeir sem veiða best hafa verið eltir til að reyna komast að því hvar þeir eru að veiða. Að sama skapi passa menn sig mjög mikið þegar það er verið að taka myndir af aflanum á heiðunum að sýna ekkert landsslag svo staðurinn þekkist ekki. Mest lesið Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði
Gæsaveiðin hófst í gær og af fyrstu fregnum að dæma hafa þær skyttur sem við höfum verið í sambandi við get mjög góða veiði. Veiðar á heiðagæs taka þungann af veiðinni fyrstu dagana og á þessum tíma er fuglinn einmitt oft hvað bestur á bragðið þegar hún er búin að vera í berjum. Af eþim skyttum sem við höfum heyrt frá eru menn mjög sáttir við þá veiði sem þeir náðu í fyrsta morgunfluginu en sumir hafa þó eingöngu verið að skjóta heiðagæsina í kvöldflugi og besta veiðin sem við höfum heyrt af eru 72 fuglar á þrjár byssur. Það var margt um manninn á aðgengilegustu heiðunum eins og gefur að skilja en flestir eiga sína bletti og staði sem þeir hafa lagt mikla vinnu í að finna og þess vegna erum við hér á Veiðivísi oftar en ekki beðnir um að segja ekki frá stöðum og eða hvaða skyttur um ræðir því það eru alveg dæmi um að þeir sem veiða best hafa verið eltir til að reyna komast að því hvar þeir eru að veiða. Að sama skapi passa menn sig mjög mikið þegar það er verið að taka myndir af aflanum á heiðunum að sýna ekkert landsslag svo staðurinn þekkist ekki.
Mest lesið Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Þegar veðrið breytir öllu í veiði Veiði Heiðarvötnin að gefa fína veiði og væna fiska Veiði Elliðaárnar undir meðaltali síðustu ára Veiði Nýjar veiðitölur gefa engin sérstök fyrirheit Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Fyrsti dagur í maðkaholli í Ytri Rangá gaf 188 Langá Veiði