Gæsaveiðin fór vel af stað Karl Lúðvíksson skrifar 21. ágúst 2019 13:00 Gæsaveiðin hófst í gær og af fyrstu fregnum að dæma hafa þær skyttur sem við höfum verið í sambandi við get mjög góða veiði. Veiðar á heiðagæs taka þungann af veiðinni fyrstu dagana og á þessum tíma er fuglinn einmitt oft hvað bestur á bragðið þegar hún er búin að vera í berjum. Af eþim skyttum sem við höfum heyrt frá eru menn mjög sáttir við þá veiði sem þeir náðu í fyrsta morgunfluginu en sumir hafa þó eingöngu verið að skjóta heiðagæsina í kvöldflugi og besta veiðin sem við höfum heyrt af eru 72 fuglar á þrjár byssur. Það var margt um manninn á aðgengilegustu heiðunum eins og gefur að skilja en flestir eiga sína bletti og staði sem þeir hafa lagt mikla vinnu í að finna og þess vegna erum við hér á Veiðivísi oftar en ekki beðnir um að segja ekki frá stöðum og eða hvaða skyttur um ræðir því það eru alveg dæmi um að þeir sem veiða best hafa verið eltir til að reyna komast að því hvar þeir eru að veiða. Að sama skapi passa menn sig mjög mikið þegar það er verið að taka myndir af aflanum á heiðunum að sýna ekkert landsslag svo staðurinn þekkist ekki. Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði
Gæsaveiðin hófst í gær og af fyrstu fregnum að dæma hafa þær skyttur sem við höfum verið í sambandi við get mjög góða veiði. Veiðar á heiðagæs taka þungann af veiðinni fyrstu dagana og á þessum tíma er fuglinn einmitt oft hvað bestur á bragðið þegar hún er búin að vera í berjum. Af eþim skyttum sem við höfum heyrt frá eru menn mjög sáttir við þá veiði sem þeir náðu í fyrsta morgunfluginu en sumir hafa þó eingöngu verið að skjóta heiðagæsina í kvöldflugi og besta veiðin sem við höfum heyrt af eru 72 fuglar á þrjár byssur. Það var margt um manninn á aðgengilegustu heiðunum eins og gefur að skilja en flestir eiga sína bletti og staði sem þeir hafa lagt mikla vinnu í að finna og þess vegna erum við hér á Veiðivísi oftar en ekki beðnir um að segja ekki frá stöðum og eða hvaða skyttur um ræðir því það eru alveg dæmi um að þeir sem veiða best hafa verið eltir til að reyna komast að því hvar þeir eru að veiða. Að sama skapi passa menn sig mjög mikið þegar það er verið að taka myndir af aflanum á heiðunum að sýna ekkert landsslag svo staðurinn þekkist ekki.
Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði