Flottar sjóbleikjur í Eyjafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2019 12:00 Benjamín Þorri með stóra bleikju úr Eyjafjarðará Mynd: Benjamín Þorri FB Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. Það er mjög greinilegt að eftir að veitt og sleppt var tekið upp að mestu í ánni að sífellt fleiri stórbleikjur eru að veiðast og þær verða að sama skapi sífellt stærri. Benjamín Þorri Bergsson var við veiðar 19. ágúst og sendi okkur smá póst um þessa ferð og þær mögnuðu bleikjur sem fengust á færið."Við byrjuðum daginn klukkan 7:00 á Ármótabreiðu á svæði 5 í Eyjafjarðará og settum strax í fiska, einn 60 cm og annan minni. Síðan færðum við okkur á efsta staðinn í ánni sem geymir stórar bleikjur þar missti ég vænan fisk en skömmu seinna setti ég í mjög stóra bleikju, korteri seinna kom þessi 69 cm bleikja á land en hún vóg 7,5 pund og tók Krókinn sem afi minn Gylfi Kristjánsson heitinn hnýtti.Við ákváðum svo að færa okkur neðst á svæðið þar sem teljari hafði verið um árið en þar er oft mikið af fiski. Settu félagar mínir Eyþór 13 ára og bróðir hans Ívar 11 ára strax í fiska en þetta var fyrsta veiðiferð þeirra á 5. svæði í Eyjafjarðará og fyrstu en ekki síðustu fiskarnir þeirra þar. Við kláruðum fyrri vaktina með 6 fiska á land og misstum tvo. Klukkan 15:00 beið okkur kvöldvaktin og þar settum við í ca 15 fiska stærstu 66 cm bleikju sem Eyþór Rúnarsson setti í og landaði og rokvæna 60 cm bleikju sem Ívar Rúnarsson náði. Töluvert var af sjóbirtingi á svæðinu en 3 birtingar komu á land og nokkrir duttu af allir eins í stærð og algjörir kubbar. Við enduðum því daginn með um 20 fiska á land og öllu sleppt." Mest lesið Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Forúthlutun SVFR í undirbúningi Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði
Eyjafjarðará er ein af þeim ám norðan heiða sem geymir afar vænar sjóbleikjur og þær fara stækkandi eftir að veiðimenn fóru í auknum mæli að sleppa fiski. Það er mjög greinilegt að eftir að veitt og sleppt var tekið upp að mestu í ánni að sífellt fleiri stórbleikjur eru að veiðast og þær verða að sama skapi sífellt stærri. Benjamín Þorri Bergsson var við veiðar 19. ágúst og sendi okkur smá póst um þessa ferð og þær mögnuðu bleikjur sem fengust á færið."Við byrjuðum daginn klukkan 7:00 á Ármótabreiðu á svæði 5 í Eyjafjarðará og settum strax í fiska, einn 60 cm og annan minni. Síðan færðum við okkur á efsta staðinn í ánni sem geymir stórar bleikjur þar missti ég vænan fisk en skömmu seinna setti ég í mjög stóra bleikju, korteri seinna kom þessi 69 cm bleikja á land en hún vóg 7,5 pund og tók Krókinn sem afi minn Gylfi Kristjánsson heitinn hnýtti.Við ákváðum svo að færa okkur neðst á svæðið þar sem teljari hafði verið um árið en þar er oft mikið af fiski. Settu félagar mínir Eyþór 13 ára og bróðir hans Ívar 11 ára strax í fiska en þetta var fyrsta veiðiferð þeirra á 5. svæði í Eyjafjarðará og fyrstu en ekki síðustu fiskarnir þeirra þar. Við kláruðum fyrri vaktina með 6 fiska á land og misstum tvo. Klukkan 15:00 beið okkur kvöldvaktin og þar settum við í ca 15 fiska stærstu 66 cm bleikju sem Eyþór Rúnarsson setti í og landaði og rokvæna 60 cm bleikju sem Ívar Rúnarsson náði. Töluvert var af sjóbirtingi á svæðinu en 3 birtingar komu á land og nokkrir duttu af allir eins í stærð og algjörir kubbar. Við enduðum því daginn með um 20 fiska á land og öllu sleppt."
Mest lesið Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Laxinn mættur í Breiðdalsá og fín veiði í Fögruhlíðará Veiði Ekki skjóta trén á Skagaströnd Veiði Mest af sjóbleikju á norðanverðu landinu Veiði Veiðin í Norðurá loks kominn yfir 900 laxa Veiði Forúthlutun SVFR í undirbúningi Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði Mikið vatn en nokkuð líf í Hrútafjarðará Veiði Góð opnun í Þverá og Kjarrá Veiði Ragnheiður nýr formaður SVFR Veiði