Dauðþreyttir á tölvuleikjafíklinum Dembele sem skrópaði í læknisskoðun Anton Ingi Leifsson skrifar 23. ágúst 2019 15:30 Dembele í leiknum umrædda á föstudagskvöldið síðasta. vísir/getty Þegar Barcelona seldi Neymar til PSG höfðu margir áhyggjur af Barcelona. Ekki bara því þeir misstu stórstjörnu heldur hvernig forráðamenn félagsins myndu eyða peningnum, 216 milljónum evra. Þeir eyddu mestum peningum í Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Það hefur ekki skilað sér í því sem búist var við. Coutinho er farinn frá félaginu og forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á Dembele. Dembele hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu í sumar en Moussa Sisoko, umboðsmaður Frakkans, sagði fyrr í vikunni að umbjóðandi hans vildi vera áfram hjá félaginu. Frakkinn spilaði einn sinn versta leik í Barcelona treyjunni er Börsungar töpuðu 1-0 fyrir Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.Ousmane Dembele has been a disaster at Barcelona with latest farce in not showing for medical test as club grow tired of lateness, video games and junk food https://t.co/b6PCn3hucv — MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2019 Hann missti boltann trekk í trekk og að endingu fékk hann tak aftan í lærið undir lok leiksins. Hann átti svo að mæta í læknisskoðun morguninn eftir en þar var Dembele hvergi sjáanlegur. Hann var floginn til Rennes í helgarfrí. Þegar hann kom til baka á mánudaginn fór hann svo í skoðun þar sem kom fram að hann verður frá í fimm vikur. Þetta eru sjöundu meiðsli hans síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann hefur einungis spilað 66 leiki af 120 mögulegum og verið 228 daga á meiðslalistanum. Forráðamenn Barcelona eru orðnir mjög þreyttir á Frakkanum sem er talinn hugsa illa um sig. Hann er talinn vaka langt fram eftir nóttu til þess að spila tölvuleiki og Börsungar höfðu það miklar áhyggjur af mataræði hans að þeir sendu einkakokk til hans. Hann var fljótur að senda hann í burtu frá sér. Einnig er Frakkinn talinn húðlatur. Barcelona mætir Real Betis á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.00. Spænski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Þegar Barcelona seldi Neymar til PSG höfðu margir áhyggjur af Barcelona. Ekki bara því þeir misstu stórstjörnu heldur hvernig forráðamenn félagsins myndu eyða peningnum, 216 milljónum evra. Þeir eyddu mestum peningum í Philippe Coutinho og Ousmane Dembele. Það hefur ekki skilað sér í því sem búist var við. Coutinho er farinn frá félaginu og forráðamenn félagsins eru orðnir dauðþreyttir á Dembele. Dembele hefur verið reglulega orðaður burt frá félaginu í sumar en Moussa Sisoko, umboðsmaður Frakkans, sagði fyrr í vikunni að umbjóðandi hans vildi vera áfram hjá félaginu. Frakkinn spilaði einn sinn versta leik í Barcelona treyjunni er Börsungar töpuðu 1-0 fyrir Athletic Bilbao í 1. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar.Ousmane Dembele has been a disaster at Barcelona with latest farce in not showing for medical test as club grow tired of lateness, video games and junk food https://t.co/b6PCn3hucv — MailOnline Sport (@MailSport) August 23, 2019 Hann missti boltann trekk í trekk og að endingu fékk hann tak aftan í lærið undir lok leiksins. Hann átti svo að mæta í læknisskoðun morguninn eftir en þar var Dembele hvergi sjáanlegur. Hann var floginn til Rennes í helgarfrí. Þegar hann kom til baka á mánudaginn fór hann svo í skoðun þar sem kom fram að hann verður frá í fimm vikur. Þetta eru sjöundu meiðsli hans síðan hann gekk í raðir félagsins. Hann hefur einungis spilað 66 leiki af 120 mögulegum og verið 228 daga á meiðslalistanum. Forráðamenn Barcelona eru orðnir mjög þreyttir á Frakkanum sem er talinn hugsa illa um sig. Hann er talinn vaka langt fram eftir nóttu til þess að spila tölvuleiki og Börsungar höfðu það miklar áhyggjur af mataræði hans að þeir sendu einkakokk til hans. Hann var fljótur að senda hann í burtu frá sér. Einnig er Frakkinn talinn húðlatur. Barcelona mætir Real Betis á sunnudaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Flautað verður til leiks klukkan 19.00.
Spænski boltinn Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira