Bein útsending: Steindi keppir á heimsmeistaramótinu í luftgítar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. ágúst 2019 16:48 Rock Thor Jr. og móðir hans, Sigríður Erna. Keppni á heimsmeistaramótinu í luftgítar hefst í finnsku borginni Oulu klukkan 17 að íslenskum tíma. Steinþór Hróar Steinþórsson er fulltrúi Íslands en hann vann Íslandsmótið sem fram fór á Neistaflugi í sumar. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Reiknað er með því að keppnin taki um tvær klukkustundir og má fylgjast með streymi hér að neðan. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ sagði Steindi í viðtali í Fréttablaðinu í vikunni. „Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inniheldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvarlega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar samankomið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er japönsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaðurinn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss. Finnland Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Keppni á heimsmeistaramótinu í luftgítar hefst í finnsku borginni Oulu klukkan 17 að íslenskum tíma. Steinþór Hróar Steinþórsson er fulltrúi Íslands en hann vann Íslandsmótið sem fram fór á Neistaflugi í sumar. Steinþór er Íslendingum kunnur sem Steindi Jr. en á mótinu gengur hann undir nafninu Rock Thor Jr. Reiknað er með því að keppnin taki um tvær klukkustundir og má fylgjast með streymi hér að neðan. „Ég er mjög peppaður í þetta,“ sagði Steindi í viðtali í Fréttablaðinu í vikunni. „Það má segja að Eurovision fölni í samanburði við þessa keppni. Hingað streyma þúsundir og stórir fjölmiðlar á borð við BBC eru hérna að fjalla um keppnina.“ Á sviðinu mun Steindi „spila“ undir við eitt lag, sem er bræðingur frá rokksveitum á borð við AC/DC. Hann hefur aðeins eina mínútu til að heilla dómnefndina sem inniheldur meðal annarra Doug Blair, gítarleikara W.A.S.P. Steindi spilar sjálfur ekki á alvöru gítar en það er ekki skilyrði. „Mig hefur alltaf langað til að verða bestur í einhverju. Ég sá auglýsingu fyrir Íslandsmeistaramótið á Eistnaflugi og ákvað að taka þetta mjög alvarlega og æfði stíft.“ Spurður um hver sé lykillinn að góðri frammistöðu í luftgítar segir Steindi: „Mestu máli skiptir að ná tengingu við áhorfendurna. Síðan skiptir búningurinn máli, líkamleg frammistaða og fleira. Við þurfum líka að fylgja reglunum, eins og að mega ekki „týna“ gítarnum.“ Með Steinda í för er Sigríður Erna Valgeirsdóttir, móðir hans, og hún er álíka spennt og hann. „Ég fór með til að peppa hann og sjá hann vinna keppnina. Ég er stolt af stráknum,“ segir Sigríður. Segir hún mikla stemningu í Oulu og fólk á öllum aldri þar samankomið. „Ég er ekki eina mamman sem fylgir keppanda, ég hitti eina frá Japan.“ Ríkjandi heimsmeistari er japönsk stúlka að nafni Nanami Nagura, sem gengur undir nafninu Seven Seas. Á meðal keppinauta Steinda í ár eru Bandaríkjamaðurinn Nordic Thunder og Frakkinn French Kiss.
Finnland Tónlist Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira