Enginn hringdi á lögguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 09:00 "Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap,“ segir Margrét. Fréttablaðið/Valli Þorsteinn Stefánsson, maðurinn minn, varð fimmtugur 12. ágúst og við héldum partí lífs okkar síðasta laugardag úti í garði, Matti Matt spilaði og það var dansað fram á nótt. Auðvitað röskuðum við ró nágranna en þeir tóku þessu mjög vel og enginn hringdi á lögguna. Það er svo umburðarlynt og gott fólk sem býr hér í nágrenninu. Það var dýrmætt að eiga svona stund með vinum og fjölskyldu og auðvitað ber að fagna því að verða fimmtugur, það er ekkert sjálfgefið. Maðurinn minn var einmitt að ákveða að gera 50 nýja hluti á árinu, þar á meðal að fara í kalda pottinn í laugunum!“ Við Margrét sitjum einmitt í garðinum þeirra. Á aðra hönd er íbúðarhúsið sem þau hjón búa í ásamt börnum sínum þremur og á hina hönd er fyrirtækið A arkitektar /Arkibúllan í vinnustofu í garðinum. Bæði húsin eru teiknuð af afa hennar, Gísla Halldórssyni arkitekt, sem bjó hér til 93 ára aldurs. Hann teiknaði margar fagrar byggingar. Kom ekkert annað en arkitektúr til greina þegar Margrét valdi sér lífsstarf? „Jú, ég var mikið í íþróttum og var að pæla í íþróttakennara- eða sjúkraþjálfunarnámi en afi stakk upp á þessu og fyrst hann hafði trú á mér ákvað ég að prófa. Ég fór því bara beint eftir stúdentspróf til Berlínar í arkitektanám, kunni frekar lítið í þýsku og var ekki með mikinn grunn fyrir fagið. Þetta var erfitt. Ég var líka svo slæm af exemi, sem hefur fylgt mér frá barnæsku, andlegt álag hefur áhrif á það svo ég var stundum rúmliggjandi en það var ekki inni í myndinni að gefast upp. Seinni tvö árin varð allt skemmtilegra og auðveldara, þá gat ég svarað fyrir mig og þá kom líka Þorsteinn til Berlínar í verkfræðinám. Við vorum nýbyrjuð saman þegar ég fór út fyrst.“ Margrét vinnur á teiknistofunni A Arkitektar /Arkibúllan sem Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Þorsteinsdóttir eiga. „Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap þar sem við gerum græna drykki og heilsugrauta daglega!“ segir Margrét sem reyndar er með fleiri bolta á lofti en arkitektúrinn. Hún heldur einnig námskeið í breyttum og bættum lífsstíl þrisvar á ári. Næsta námskeið verður einmitt um miðjan september í Spírunni í Garðheimum. Hún kveðst hafa ákveðið að nýta exemið sér í hag, því hún verði að vanda sig við að lifa. „Ég fór í tveggja ára fjarnám í heilsumarkþjálfun við skóla í New York til að átta mig á hvað skipti mestu máli varðandi góða heilsu. Niðurstaðan er sú að auk holls mataræðis og hreyfingar er stóra málið að vera í jafnvægi og góðu sambandi við sjálfan sig og aðra.“ Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Þorsteinn Stefánsson, maðurinn minn, varð fimmtugur 12. ágúst og við héldum partí lífs okkar síðasta laugardag úti í garði, Matti Matt spilaði og það var dansað fram á nótt. Auðvitað röskuðum við ró nágranna en þeir tóku þessu mjög vel og enginn hringdi á lögguna. Það er svo umburðarlynt og gott fólk sem býr hér í nágrenninu. Það var dýrmætt að eiga svona stund með vinum og fjölskyldu og auðvitað ber að fagna því að verða fimmtugur, það er ekkert sjálfgefið. Maðurinn minn var einmitt að ákveða að gera 50 nýja hluti á árinu, þar á meðal að fara í kalda pottinn í laugunum!“ Við Margrét sitjum einmitt í garðinum þeirra. Á aðra hönd er íbúðarhúsið sem þau hjón búa í ásamt börnum sínum þremur og á hina hönd er fyrirtækið A arkitektar /Arkibúllan í vinnustofu í garðinum. Bæði húsin eru teiknuð af afa hennar, Gísla Halldórssyni arkitekt, sem bjó hér til 93 ára aldurs. Hann teiknaði margar fagrar byggingar. Kom ekkert annað en arkitektúr til greina þegar Margrét valdi sér lífsstarf? „Jú, ég var mikið í íþróttum og var að pæla í íþróttakennara- eða sjúkraþjálfunarnámi en afi stakk upp á þessu og fyrst hann hafði trú á mér ákvað ég að prófa. Ég fór því bara beint eftir stúdentspróf til Berlínar í arkitektanám, kunni frekar lítið í þýsku og var ekki með mikinn grunn fyrir fagið. Þetta var erfitt. Ég var líka svo slæm af exemi, sem hefur fylgt mér frá barnæsku, andlegt álag hefur áhrif á það svo ég var stundum rúmliggjandi en það var ekki inni í myndinni að gefast upp. Seinni tvö árin varð allt skemmtilegra og auðveldara, þá gat ég svarað fyrir mig og þá kom líka Þorsteinn til Berlínar í verkfræðinám. Við vorum nýbyrjuð saman þegar ég fór út fyrst.“ Margrét vinnur á teiknistofunni A Arkitektar /Arkibúllan sem Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Þorsteinsdóttir eiga. „Það eru algjör forréttindi að vinna í garðinum heima í frábærum félagsskap þar sem við gerum græna drykki og heilsugrauta daglega!“ segir Margrét sem reyndar er með fleiri bolta á lofti en arkitektúrinn. Hún heldur einnig námskeið í breyttum og bættum lífsstíl þrisvar á ári. Næsta námskeið verður einmitt um miðjan september í Spírunni í Garðheimum. Hún kveðst hafa ákveðið að nýta exemið sér í hag, því hún verði að vanda sig við að lifa. „Ég fór í tveggja ára fjarnám í heilsumarkþjálfun við skóla í New York til að átta mig á hvað skipti mestu máli varðandi góða heilsu. Niðurstaðan er sú að auk holls mataræðis og hreyfingar er stóra málið að vera í jafnvægi og góðu sambandi við sjálfan sig og aðra.“
Birtist í Fréttablaðinu Tímamót Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira