Morðið í Malmö: Barnsfaðir konunnar hafði verið dæmdur fyrir eitt stærsta rán í sögu Danmerkur Birgir Olgeirsson skrifar 27. ágúst 2019 14:39 Konan var læknir og nýbökuð móðir. Vísir/Getty Konan sem var myrt í Malmö í gær var læknir og nýbökuð móðir. Barnsfaðir hennar var dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Greint er frá þessu á vef sænska ríkisútvarpsins SVT sem greinir frá því að afbrotasaga barnsföður konunnar sé á meðal þess sem sé til rannsóknar varðandi morðið. Skoðar lögreglan hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt. Sænska ríkisútvarpið segir frá því að konan hafi eignast barnið í sumar en hún stundaði læknanám erlendis áður en hún fékk stöðu sem læknir í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum SVT þá hafði konan aldrei komist í kast við lögin. Þá á hún ekki að hafa verið flækt í glæpsamlegt athæfi. Barnsfaðirinn er 35 ára gamall en hann hafði tengingar í undirheima Malmö. Árið 2010 var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að Bröndby-ráninu þar sem ræningjar komust undan með 60 milljónir danskra króna í farteskinu. Kom maðurinn að skipulagningu ránsins ásamt því að vera einn af þeim sem frömdu það. Konan var á gangi ásamt barni sínu og barnsföður í miðborg Malmö þegar maður gekk óvænt upp að henni og skaut hana í höfuðið. Nokkrir skothvellir heyrðust áður en gerandinn flúði af vettvangi. Hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö hélt blaðamannafund í morgun þar sem kom fram að einn er í haldi í tengslum við rannsókn á morðinu. Hann er talinn hafa átt sér vitorðsmenn en lagt hefur verið hald á það sem lögreglan telur vera morðvopnið. Danmörk Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum. 27. ágúst 2019 08:39 Einn handtekinn vegna morðsins í Malmö Einn maður var handtekinn í Malmö síðdegis í dag grunaður um aðild að morði á konu um þrítugt í sænsku borginni í morgun. 26. ágúst 2019 20:03 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Konan sem var myrt í Malmö í gær var læknir og nýbökuð móðir. Barnsfaðir hennar var dæmdur fyrir aðild sína að einu stærsta ráni í sögu Danmerkur. Greint er frá þessu á vef sænska ríkisútvarpsins SVT sem greinir frá því að afbrotasaga barnsföður konunnar sé á meðal þess sem sé til rannsóknar varðandi morðið. Skoðar lögreglan hvort fortíð barnsföðurins hafi eitthvað haft með morðið að gera eða þá hvort vitnisburður konunnar í morðmáli hafi tengst því á einhvern hátt. Sænska ríkisútvarpið segir frá því að konan hafi eignast barnið í sumar en hún stundaði læknanám erlendis áður en hún fékk stöðu sem læknir í Svíþjóð. Samkvæmt upplýsingum SVT þá hafði konan aldrei komist í kast við lögin. Þá á hún ekki að hafa verið flækt í glæpsamlegt athæfi. Barnsfaðirinn er 35 ára gamall en hann hafði tengingar í undirheima Malmö. Árið 2010 var hann dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir aðild sína að Bröndby-ráninu þar sem ræningjar komust undan með 60 milljónir danskra króna í farteskinu. Kom maðurinn að skipulagningu ránsins ásamt því að vera einn af þeim sem frömdu það. Konan var á gangi ásamt barni sínu og barnsföður í miðborg Malmö þegar maður gekk óvænt upp að henni og skaut hana í höfuðið. Nokkrir skothvellir heyrðust áður en gerandinn flúði af vettvangi. Hvorki barninu né barnsföðurnum varð meint af. Lögreglan í Malmö hélt blaðamannafund í morgun þar sem kom fram að einn er í haldi í tengslum við rannsókn á morðinu. Hann er talinn hafa átt sér vitorðsmenn en lagt hefur verið hald á það sem lögreglan telur vera morðvopnið.
Danmörk Morðið á Karolin Hakim í Malmö Svíþjóð Tengdar fréttir Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum. 27. ágúst 2019 08:39 Einn handtekinn vegna morðsins í Malmö Einn maður var handtekinn í Malmö síðdegis í dag grunaður um aðild að morði á konu um þrítugt í sænsku borginni í morgun. 26. ágúst 2019 20:03 Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51 Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum. 27. ágúst 2019 08:39
Einn handtekinn vegna morðsins í Malmö Einn maður var handtekinn í Malmö síðdegis í dag grunaður um aðild að morði á konu um þrítugt í sænsku borginni í morgun. 26. ágúst 2019 20:03
Aftakan í Malmö: Kanna hvort morðið tengist vitnisburði konunnar í morðmáli eða afbrotasögu barnsföður hennar Konan var á gangi í miðborg Malmö ásamt barni sínu og barnsföður þegar dökkklæddur maður birtist óvænt og skaut hana í höfuðið. 26. ágúst 2019 15:51
Minntust konunnar sem var myrt í Malmö Íbúar Malmö héldu minningarathöfn í gærkvöld um sænsku konuna sem skotinn var til bana í borginni í gær. 27. ágúst 2019 07:33