Heimsmeistari féll á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2019 10:30 Maryna Arzamasava eftir úrslitahlaupið á ÓL í Ríó 2016. Getty/ Ian Walton Maryna Arzamasava, fyrrum heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna, féll á lyfjaprófi og er komin í bann frá keppni. Maryna Arzamasava er 31 árs gömul og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Efnið LGD-4033 fannst í sýni hennar en það þekkist líka undir nafninu Ligandrol. Þetta kemur fram á twitter síðu Athletics Integrity Unit eins og sjá má hér fyrir neðan.The AIU confirms a Provisional Suspension against Belarusian middle-distance runner Marina Arzamasova for a violation of the @iaaforg Anti-Doping Rules. Find out more ➡ https://t.co/opInfkVlnV#CleanSport#AIUNewspic.twitter.com/rAa56D1tDX — Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 27, 2019 Ligandrol hefur sömu áhrif og anabólískir sterar. Það hefur verið þróað til að hjálpa til við að auka vöðvaaukningu og þyngdartap. LGD-4033 er tekið til inntöku í duftformi en það er ekki steralyf. Efnið skilar samt svipuðum árangri og sterar en aukaverkanirnar eru allt aðrar og minni. Það þýðir að Ligandrol er vinsælt hjá vaxtarræktarfólki. Arzamasava vann heimsmeistaratitil sinn á HM í Beijing árið 2015 þegar hún kom í mark á 1:58.03 mín. Besti tími hennar er einnig frá sama ári eða 1:57.54 mín. Arzamasava varð einnig Evrópumeistari í 800 metra hlaupi í Zürich árið 2014. Árið eftir heimsmeistaratitilinn í Beijing varð Maryna Arzamasava að sætta sig við sjöunda sætið á Ólympíuleikunum í Ríó. Maryna Arzamasava hefur ekki fengið dóm þrátt fyrir að hún sé komin bann. Hún má engu að síður ekki keppa á HM í frjálsum í Doha í Katar sem verður 27. september til 6. október næstkomandi.Hér má sjá Anítu Hinriksdóttur elta Maryna Arzamasava í hlaupi á ÓL 2016.Getty/Ian Walton Frjálsar íþróttir Hvíta-Rússland Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira
Maryna Arzamasava, fyrrum heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna, féll á lyfjaprófi og er komin í bann frá keppni. Maryna Arzamasava er 31 árs gömul og kemur frá Hvíta-Rússlandi. Efnið LGD-4033 fannst í sýni hennar en það þekkist líka undir nafninu Ligandrol. Þetta kemur fram á twitter síðu Athletics Integrity Unit eins og sjá má hér fyrir neðan.The AIU confirms a Provisional Suspension against Belarusian middle-distance runner Marina Arzamasova for a violation of the @iaaforg Anti-Doping Rules. Find out more ➡ https://t.co/opInfkVlnV#CleanSport#AIUNewspic.twitter.com/rAa56D1tDX — Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 27, 2019 Ligandrol hefur sömu áhrif og anabólískir sterar. Það hefur verið þróað til að hjálpa til við að auka vöðvaaukningu og þyngdartap. LGD-4033 er tekið til inntöku í duftformi en það er ekki steralyf. Efnið skilar samt svipuðum árangri og sterar en aukaverkanirnar eru allt aðrar og minni. Það þýðir að Ligandrol er vinsælt hjá vaxtarræktarfólki. Arzamasava vann heimsmeistaratitil sinn á HM í Beijing árið 2015 þegar hún kom í mark á 1:58.03 mín. Besti tími hennar er einnig frá sama ári eða 1:57.54 mín. Arzamasava varð einnig Evrópumeistari í 800 metra hlaupi í Zürich árið 2014. Árið eftir heimsmeistaratitilinn í Beijing varð Maryna Arzamasava að sætta sig við sjöunda sætið á Ólympíuleikunum í Ríó. Maryna Arzamasava hefur ekki fengið dóm þrátt fyrir að hún sé komin bann. Hún má engu að síður ekki keppa á HM í frjálsum í Doha í Katar sem verður 27. september til 6. október næstkomandi.Hér má sjá Anítu Hinriksdóttur elta Maryna Arzamasava í hlaupi á ÓL 2016.Getty/Ian Walton
Frjálsar íþróttir Hvíta-Rússland Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira