Stelpurnar hafa unnið fyrsta heimaleik sinn í undankeppni EM síðustu tuttugu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 15:00 Margrét Lára Viðarsdóttir hefur þrisvar sinnum skorað í fyrsta heimaleik íslenska liðsins í undankeppni EM þar af fernu á móti Búlgaríu og sigurmark á móti Frökkum. Hér er Margrétu Láru fagnað af liðsfélögum sínum. Mynd/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót.Mótherjar kvöldsins koma frá Ungverjalandi en leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það þarf að fara tuttugu ár til baka til að vinna undankeppni EM þar sem íslenska kvennalandsliðið vann ekki sinn fyrsta heimaleik. Stelpurnar hafa byrjað síðustu fjórar undankeppnir á sigri á heimavelli og markatalan í þessum fjórum leikjum er 15-1. Sigurgangan hófst einmitt í fyrsta leik í undankeppni EM 2005 en sá leikur var einmitt á móti Ungverjum á Laugardalsvelli alveg eins og í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir kom þá inn á í sínum fyrsta landsleik og var búin að skora eftir aðeins fjórar mínútur. Margrét Lára skoraði líka í sigrinum í fyrsta leik í undankeppni EM 2009 (sigurmark á móti Frökkum) og EM 2013 (ferna á móti Búlgaríu). Hún lék líka fyrsta heimaleikinn í undankeppni EM 2017 en brenndi þá af vítaspyrnu í hundraðasta landsleiknum sínum. Síðast mistókst íslensku stelpunum að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í undankeppni EM í leik á móti Ítalíu 22. september 1999. Sex leikmenn í leikmannahópnum voru ekki fæddar þá og sú sjöunda, Agla María Albertsdóttir, var aðeins rúmlega mánaða gömul. Síðasta tap íslensku stelpnanna í fyrsta heimaleik í undankeppni var í undankeppni Evrópumótsins 1997. Íslenska liðið mætti þá Rússlandi á Laugardalsvellinum og tapaði 4-1 en leikurinn fór fram 17. september 1995. Á þessum degi haustið 1995 voru níu leikmenn íslenska landsliðshópsins í dag ekki fæddar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins, var enn fremur aðeins 82 daga gömul þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði síðasta fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM.Fyrsti heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 1999-2019:EM 2017 - 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi (Mörkin skoruðu: Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir)EM 2013 - 6-0 sigur á Búlgaríu (Mörkin skoruðu: Margrét Lára Viðarsdóttir 4, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir)EM 2009 - 1-0 sigur á Frakklandi (Markið skoraði: Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2005 - 4-1 sigur á Ungverjalandi (Mörkin skoruðu: Erla Hendriksdóttir, Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2001 - 0-0 jafntefli á móti Ítalíu EM 2021 í Englandi Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur leik í dag í undankeppni EM 2021 en íslensku stelpurnar hafa komist inn á síðustu þrjú Evrópumót.Mótherjar kvöldsins koma frá Ungverjalandi en leikurinn hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Það þarf að fara tuttugu ár til baka til að vinna undankeppni EM þar sem íslenska kvennalandsliðið vann ekki sinn fyrsta heimaleik. Stelpurnar hafa byrjað síðustu fjórar undankeppnir á sigri á heimavelli og markatalan í þessum fjórum leikjum er 15-1. Sigurgangan hófst einmitt í fyrsta leik í undankeppni EM 2005 en sá leikur var einmitt á móti Ungverjum á Laugardalsvelli alveg eins og í kvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir kom þá inn á í sínum fyrsta landsleik og var búin að skora eftir aðeins fjórar mínútur. Margrét Lára skoraði líka í sigrinum í fyrsta leik í undankeppni EM 2009 (sigurmark á móti Frökkum) og EM 2013 (ferna á móti Búlgaríu). Hún lék líka fyrsta heimaleikinn í undankeppni EM 2017 en brenndi þá af vítaspyrnu í hundraðasta landsleiknum sínum. Síðast mistókst íslensku stelpunum að vinna fyrsta heimaleikinn sinn í undankeppni EM í leik á móti Ítalíu 22. september 1999. Sex leikmenn í leikmannahópnum voru ekki fæddar þá og sú sjöunda, Agla María Albertsdóttir, var aðeins rúmlega mánaða gömul. Síðasta tap íslensku stelpnanna í fyrsta heimaleik í undankeppni var í undankeppni Evrópumótsins 1997. Íslenska liðið mætti þá Rússlandi á Laugardalsvellinum og tapaði 4-1 en leikurinn fór fram 17. september 1995. Á þessum degi haustið 1995 voru níu leikmenn íslenska landsliðshópsins í dag ekki fæddar. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska liðsins, var enn fremur aðeins 82 daga gömul þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði síðasta fyrsta heimaleik sínum í undankeppni EM.Fyrsti heimaleikur íslenska kvennalandsliðsins í undankeppni EM 1999-2019:EM 2017 - 2-0 sigur á Hvíta-Rússlandi (Mörkin skoruðu: Hólmfríður Magnúsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir)EM 2013 - 6-0 sigur á Búlgaríu (Mörkin skoruðu: Margrét Lára Viðarsdóttir 4, Hólmfríður Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir)EM 2009 - 1-0 sigur á Frakklandi (Markið skoraði: Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2005 - 4-1 sigur á Ungverjalandi (Mörkin skoruðu: Erla Hendriksdóttir, Olga Færseth, Ásthildur Helgadóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir)EM 2001 - 0-0 jafntefli á móti Ítalíu
EM 2021 í Englandi Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn