Elín Metta: Eins gott við rifum okkur upp í síðari hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2019 21:28 „Bara nokkuð sátt, mikilvægast að fá þrjú stig og geggjað að skora tvö mörk,“ sagði Elín Metta Jensen eftir 4-1 sigur Íslands á Ungverjalandi í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Elín Metta gerði tvö mörk í leiknum ásamt því að leggja upp annað en hún var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands í kvöld. Þá hefði hún mögulega átt að fá vítaspyrnu. „Mér fannst við bara ólíkar sjálfum okkur á þessu tímabili og eins gott við rifum okkur upp í síðari hálfleik. Fannst við sýna allt annað og miklu meiri karakter í síðari hálfleik,“ sagði Elín Metta um síðari hluta fyrri hálfleiks sem var vægast sagt dapur hjá íslenska liðinu. „Hann fór yfir stöðuna og var ekkert að skafa utan af hlutunum, getum orðað svoleiðis. Við tókum það til okkar og mér fannst við gera miklu betur,“ sagði Elín Metta um hvað Jón Þór, þjálfari liðsins, hefði sagt við þær í hálfleik. „Klárlega, seinni hálfleikur var til fyrirmyndar hjá okkur en það er margt sem við getum lært af úr fyrri hálfleiknum,“ sagði Elín Metta aðspurð hvort markmiðið á mánudaginn væri ekki að leika allar 90 mínúturnar eins og seinni 45 í kvöld. „Já gæti alveg verið, ég veit það ekki alveg en ég er nokkuð sátt,“ sagði Elín Metta að lokum þegar hún var spurð hvort þetta væri einn af hennar betri eða jafnvel besti landsleikur en eins og áður sagði var Elín frábær í fremstu víglínu og var hún valin maður leiksins hér á Vísi. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
„Bara nokkuð sátt, mikilvægast að fá þrjú stig og geggjað að skora tvö mörk,“ sagði Elín Metta Jensen eftir 4-1 sigur Íslands á Ungverjalandi í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 2021. Elín Metta gerði tvö mörk í leiknum ásamt því að leggja upp annað en hún var í raun allt í öllu í sóknarleik Íslands í kvöld. Þá hefði hún mögulega átt að fá vítaspyrnu. „Mér fannst við bara ólíkar sjálfum okkur á þessu tímabili og eins gott við rifum okkur upp í síðari hálfleik. Fannst við sýna allt annað og miklu meiri karakter í síðari hálfleik,“ sagði Elín Metta um síðari hluta fyrri hálfleiks sem var vægast sagt dapur hjá íslenska liðinu. „Hann fór yfir stöðuna og var ekkert að skafa utan af hlutunum, getum orðað svoleiðis. Við tókum það til okkar og mér fannst við gera miklu betur,“ sagði Elín Metta um hvað Jón Þór, þjálfari liðsins, hefði sagt við þær í hálfleik. „Klárlega, seinni hálfleikur var til fyrirmyndar hjá okkur en það er margt sem við getum lært af úr fyrri hálfleiknum,“ sagði Elín Metta aðspurð hvort markmiðið á mánudaginn væri ekki að leika allar 90 mínúturnar eins og seinni 45 í kvöld. „Já gæti alveg verið, ég veit það ekki alveg en ég er nokkuð sátt,“ sagði Elín Metta að lokum þegar hún var spurð hvort þetta væri einn af hennar betri eða jafnvel besti landsleikur en eins og áður sagði var Elín frábær í fremstu víglínu og var hún valin maður leiksins hér á Vísi.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54 Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11 Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Sjáðu hvernig stelpurnar okkar afgreiddu Ungverja Ísland vann fyrsta mótsleikinn undir stjórn Jóns Þórs Haukssonar er liðið vann 4-1 sigur á Ungverjum í fyrsta leiknum í undankeppni fyrir EM 2021 sem fer fram á Englandi. 29. ágúst 2019 20:54
Jón Þór: Þetta sýnir bara breiddina í liðinu Skagamaðurinn var glaður í bragði eftir sigur í sínum fyrsta alvöru leik við stjórnvölinn. 29. ágúst 2019 21:11
Umfjöllun: Ísland - Ungverjaland 4-1 | Leiðin til Englands hófst með sigri Ísland vann 4-1 sigur á Ungverjalandi í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2021. 29. ágúst 2019 21:00