Óli Stefán: Þurftum stríðsmenn ekki dansara í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2019 19:23 Óli Stefán hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðun gegn Stjörnunni. vísir/bára „Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því þeir lögðu mikla vinnu í leikinn og stóðu við stóru orðin. Við þurftum að svara fyrir okkur eftir skituna gegn Breiðabliki,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Stjörnunni í dag. KA-menn voru flengdir af Blikum á fimmtudaginn en sýndu allt aðra og betri frammistöðu í dag. „Þá vantaði grunnvinnuna, vilja og dugnað, sem verður að einkenna lið eins og KA og hefur einkennt okkur á góðu köflunum í sumar. Fyrir leikinn sagði ég við strákana að við þyrftum stríðsmenn ekki dansara í dag,“ sagði Óli Stefán. Aðstæður voru mjög erfiðar í dag en völlurinn var blautur og þungur. „Í svona aðstæðum er það oft liðið sem vill þetta meira sem stendur uppi sem sigurvegari og mér fannst við gera það í dag,“ sagði Óli Stefán. Með sigrinum í dag komst KA upp úr fallsæti. Akureyringar eru samt í erfiðri stöðu og ef Grindvíkingar vinna Fylkismenn annað kvöld dettur KA aftur niður í fallsæti. „Þetta er bara staðan sem við erum í. Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Næst er erfiður útileikur gegn ÍBV. Í dag vorum við án sex leikmanna sem hafa verið í byrjunarliðinu, þar af fimm í öftustu línu, en vonandi tínast þeir inn einn af öðrum,“ sagði Óli Stefán. Einn þeirra sem var fjarverandi í dag var markvörðurinn Aron Dagur Birnuson sem meiddist gegn Breiðabliki. „Hann fékk þungt högg á lærið og er enn bólginn. Með svona meiðsli gætu þetta verið nokkrir dagar eða nokkrar vikur. Þetta kemur betur í ljós þegar bólgan hjaðnar,“ sagði Óli Stefán að endingu. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: KA - Stjarnan 4-2 | KA-menn upp úr fallsæti Veðrið lék stórt hlutverk í 4-2 sigri KA á Stjörnunni. KA-menn komust upp úr fallsæti með sigrinum. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
„Ég er gríðarlega stoltur af strákunum því þeir lögðu mikla vinnu í leikinn og stóðu við stóru orðin. Við þurftum að svara fyrir okkur eftir skituna gegn Breiðabliki,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari KA, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Stjörnunni í dag. KA-menn voru flengdir af Blikum á fimmtudaginn en sýndu allt aðra og betri frammistöðu í dag. „Þá vantaði grunnvinnuna, vilja og dugnað, sem verður að einkenna lið eins og KA og hefur einkennt okkur á góðu köflunum í sumar. Fyrir leikinn sagði ég við strákana að við þyrftum stríðsmenn ekki dansara í dag,“ sagði Óli Stefán. Aðstæður voru mjög erfiðar í dag en völlurinn var blautur og þungur. „Í svona aðstæðum er það oft liðið sem vill þetta meira sem stendur uppi sem sigurvegari og mér fannst við gera það í dag,“ sagði Óli Stefán. Með sigrinum í dag komst KA upp úr fallsæti. Akureyringar eru samt í erfiðri stöðu og ef Grindvíkingar vinna Fylkismenn annað kvöld dettur KA aftur niður í fallsæti. „Þetta er bara staðan sem við erum í. Við tökum bara eitt verkefni fyrir í einu. Næst er erfiður útileikur gegn ÍBV. Í dag vorum við án sex leikmanna sem hafa verið í byrjunarliðinu, þar af fimm í öftustu línu, en vonandi tínast þeir inn einn af öðrum,“ sagði Óli Stefán. Einn þeirra sem var fjarverandi í dag var markvörðurinn Aron Dagur Birnuson sem meiddist gegn Breiðabliki. „Hann fékk þungt högg á lærið og er enn bólginn. Með svona meiðsli gætu þetta verið nokkrir dagar eða nokkrar vikur. Þetta kemur betur í ljós þegar bólgan hjaðnar,“ sagði Óli Stefán að endingu.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: KA - Stjarnan 4-2 | KA-menn upp úr fallsæti Veðrið lék stórt hlutverk í 4-2 sigri KA á Stjörnunni. KA-menn komust upp úr fallsæti með sigrinum. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: KA - Stjarnan 4-2 | KA-menn upp úr fallsæti Veðrið lék stórt hlutverk í 4-2 sigri KA á Stjörnunni. KA-menn komust upp úr fallsæti með sigrinum. 11. ágúst 2019 18:45