Missti næstum því af rástíma sínum á lokadeginum eftir að elding kveikti í hótelinu hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 11:30 Phil Mickelson teygir á fyrir fyrsta högg á lokahringnum í gær og er eflaust að segja Brooks Koepka frá ævintýrum sínum um morguninn. Getty/Andrew Redington Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson átti eftirminnilegan lokadag á BMW Championship golfmótinu í gær en þar hafði sjálf spilamennskan minnst um það að segja að Phil mun líklega aldrei gleyma sunnudeginum 18. ágúst 2019. Mickelson mætti næstum því of seint á fyrsta teig eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á hótelinu sínu.Phil Mickelson nearly missed his tee time at the BMW Championship. That's after his hotel caught fire after lightning struck the roof.https://t.co/omrHZkjVXLpic.twitter.com/QffjOMIfEo — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Slæmt veður í Medinah í Illinois fylki þar sem næstsíðasta mótið í FedEx bikarnum fór fram gerði sumum meira lífið leitt en öðrum. Hótel Phil Mickelson lá greinilega betur við höggi en önnur hús á svæðinu þegar mikið þrumuveður gekk yfir svæðið sem er ekki langt frá Michigan vatni norðarlega í Bandaríkjunum. Elding hafði kveikt í þaki hótelsins hans Mickelso og tveimur og hálfum tíma fyrir upphafshögg sitt þá lét Phil Mickelson vita af vandræðum sínum á Twitter.How’s this for crazy? My hotel was struck by lighting, I was on top floor,we were evacuated and the place is on fire(only thing of mine on fire this week.) I can’t get back into my room and may miss my tee time because I am without clubs and clothes. — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson sagðist hafa sloppið ómeiddur en vandamálið væri að fötin hans og kylfurnar voru í herberginu hans á efstu hæð. Hann komst ekki í þær vegna eldsins. Phil Mickelson hafði „heppnina“ með sér því slökkviliðið var fljótt að staðinn og menn snöggir að ráða niðurlögum eldsins. Mótshaldarar höfðu líka seinkað leik á lokadeginum vegna þrumuveðursins um morguninn.EMT’s were awesome! I’m going to make it. Turns out my clubs acted as a fire retardant. Lucky me — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson náði á staðinn rétt í tíma og kláraði hringinn á 71 höggi. Það var næst lakasti hringur hans á mótinu en Mickelson lék alla fjóra dagana á sjö höggum undir pari og endaði í 48. til 51. sæti. Þetta var síðasta mótið hjá Phil Mickelson á tímabilinu því hann er úr leik. Mickelson er í 47. sæti stigalistans en aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokamóti FedEx bikarsins. Golf Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson átti eftirminnilegan lokadag á BMW Championship golfmótinu í gær en þar hafði sjálf spilamennskan minnst um það að segja að Phil mun líklega aldrei gleyma sunnudeginum 18. ágúst 2019. Mickelson mætti næstum því of seint á fyrsta teig eftir að hafa lent í miklum ævintýrum á hótelinu sínu.Phil Mickelson nearly missed his tee time at the BMW Championship. That's after his hotel caught fire after lightning struck the roof.https://t.co/omrHZkjVXLpic.twitter.com/QffjOMIfEo — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Slæmt veður í Medinah í Illinois fylki þar sem næstsíðasta mótið í FedEx bikarnum fór fram gerði sumum meira lífið leitt en öðrum. Hótel Phil Mickelson lá greinilega betur við höggi en önnur hús á svæðinu þegar mikið þrumuveður gekk yfir svæðið sem er ekki langt frá Michigan vatni norðarlega í Bandaríkjunum. Elding hafði kveikt í þaki hótelsins hans Mickelso og tveimur og hálfum tíma fyrir upphafshögg sitt þá lét Phil Mickelson vita af vandræðum sínum á Twitter.How’s this for crazy? My hotel was struck by lighting, I was on top floor,we were evacuated and the place is on fire(only thing of mine on fire this week.) I can’t get back into my room and may miss my tee time because I am without clubs and clothes. — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson sagðist hafa sloppið ómeiddur en vandamálið væri að fötin hans og kylfurnar voru í herberginu hans á efstu hæð. Hann komst ekki í þær vegna eldsins. Phil Mickelson hafði „heppnina“ með sér því slökkviliðið var fljótt að staðinn og menn snöggir að ráða niðurlögum eldsins. Mótshaldarar höfðu líka seinkað leik á lokadeginum vegna þrumuveðursins um morguninn.EMT’s were awesome! I’m going to make it. Turns out my clubs acted as a fire retardant. Lucky me — Phil Mickelson (@PhilMickelson) August 18, 2019 Phil Mickelson náði á staðinn rétt í tíma og kláraði hringinn á 71 höggi. Það var næst lakasti hringur hans á mótinu en Mickelson lék alla fjóra dagana á sjö höggum undir pari og endaði í 48. til 51. sæti. Þetta var síðasta mótið hjá Phil Mickelson á tímabilinu því hann er úr leik. Mickelson er í 47. sæti stigalistans en aðeins þrjátíu efstu fá að keppa á lokamóti FedEx bikarsins.
Golf Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Sjá meira