Segir útlit fyrir eindæmagott berjasumar Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. ágúst 2019 08:30 Bláber og aðalbláber í Reykhólasveit eru komin nokkuð vel á veg. Mynd/Sigþrúður Gunnarsdóttir „Þetta lítur með eindæmum vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, um berjasumarið. Fregnir hafi borist af bláberjum og krækiberjum víða af vestanverðu landinu, allt frá Borgarfirði og norður í Reykhólasveit. Sjálfur segist Sveinn Rúnar aðeins hafa verið í Borgarfirði og á Mýrum en þar séu þúfurnar orðnar bláar og svartar. „Þetta er auðvitað óvenju snemmt, það er ekki liðin vika af ágúst. Þessi blíða sem er búin að vera hérna í þrjá mánuði er auðvitað með eindæmum og það er nú annað hvort að lyngið skili sínu.“ Hann segir berin enn í smærra lagi en að þau eigi eftir að stækka. „Það er líka óvenjulegt að vera þetta snemma að úða í sig bláberjum sem eru orðin sæt eins og ég fékk hjá vinafólki í Borgarnesi um daginn.“ Þá segir hann að einnig sé við mjög góðu að búast á sunnanverðu landinu. Í fyrra varð nánast berjabrestur á Suður- og Vesturlandi en fín spretta á Norður- og Austurlandi. Sveinn Rúnar segist hræddur um að sprettan gæti orðið frekar treg á Austurlandi en gæti orðið þokkaleg á Norðurlandi, þótt berin þar verði eitthvað seinna á ferðinni. Hann minnir á að það þurfi ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í ber og nefnir til dæmis Kjósina, Esjuna, Grímsnes og Grafning. Eitthvað af berjum sé komið á þessa staði en berin eigi eftir að stækka. „En það er ekkert of snemmt að fara í skoðunarferðir og tína upp í sig. Það er samt kannski of snemmt að fara að taka tínuna og stóru ílátin. Menn fara ekki að tína í bala núna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
„Þetta lítur með eindæmum vel út núna,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og berjaáhugamaður, um berjasumarið. Fregnir hafi borist af bláberjum og krækiberjum víða af vestanverðu landinu, allt frá Borgarfirði og norður í Reykhólasveit. Sjálfur segist Sveinn Rúnar aðeins hafa verið í Borgarfirði og á Mýrum en þar séu þúfurnar orðnar bláar og svartar. „Þetta er auðvitað óvenju snemmt, það er ekki liðin vika af ágúst. Þessi blíða sem er búin að vera hérna í þrjá mánuði er auðvitað með eindæmum og það er nú annað hvort að lyngið skili sínu.“ Hann segir berin enn í smærra lagi en að þau eigi eftir að stækka. „Það er líka óvenjulegt að vera þetta snemma að úða í sig bláberjum sem eru orðin sæt eins og ég fékk hjá vinafólki í Borgarnesi um daginn.“ Þá segir hann að einnig sé við mjög góðu að búast á sunnanverðu landinu. Í fyrra varð nánast berjabrestur á Suður- og Vesturlandi en fín spretta á Norður- og Austurlandi. Sveinn Rúnar segist hræddur um að sprettan gæti orðið frekar treg á Austurlandi en gæti orðið þokkaleg á Norðurlandi, þótt berin þar verði eitthvað seinna á ferðinni. Hann minnir á að það þurfi ekki að fara langt frá höfuðborgarsvæðinu til að komast í ber og nefnir til dæmis Kjósina, Esjuna, Grímsnes og Grafning. Eitthvað af berjum sé komið á þessa staði en berin eigi eftir að stækka. „En það er ekkert of snemmt að fara í skoðunarferðir og tína upp í sig. Það er samt kannski of snemmt að fara að taka tínuna og stóru ílátin. Menn fara ekki að tína í bala núna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Kim féll Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira