Forsætisráðherra krefst þess að Salvini réttlæti stjórnarslit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 14:06 Ítalski forsætisráðherrann hélt blaðamannafund í Rómarborg í gærkvöldi þar sem hann kallaði eftir því að innanríkisráðherrann myndi réttlæta ákvörðun sína gagnvart ítölsku þjóðinni. Vísir/ap Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn. Þetta segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sem segir að þrátt fyrir að honum hafi verið kunnugt um að brestir væru í ríkisstjórnarsamstarfinu hafi stjórnarslitin komið eins og þruma af heiðum himni. Í yfirlýsingu sem Conte sendi frá sér í gærkvöldi var hann afar gagnrýninn á ákvörðun Salvinis sem hann telur að hafi verið tekin að óathuguðu máli. Í síðustu kosningum hafi ítalska þjóðin látið í ljós áhuga á breytingum og hún hafi kosið Norðurbandalagið og Fimmstjörnuhreyfinguna í góðri trú. Salvini, sem gegnir bæði embætti varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra, greindi ítölsku þjóðinni frá því í gær að hann hygðist segja sig frá Fimmstjörnuhreyfingunni eftir að þingmenn hennar greiddu atkvæði gegn háhraðalínu á milli Lyon í Frakklandi og Tórínó á Norður-Ítalíu.Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins, ætlar að nýta sér þá fylgisaukningu sem hefur mælst undanfarna mánuði í könnunum.Vísir/apFimmstjörnuhreyfingin hafði áhyggjur af umhverfisáhrifum sem kunna að hljótast af framkvæmdinni en bora þarf gögn í gegnum Alpana til að háhraðalínan geti orðið að veruleika. Þá telur hreyfingin framkvæmdina vera bruðl með almannafé og hefur efasemdir gagnvart Evrópusambandinu sem hyggst greiða 40% kostnaðarins. Salvini sagði að mælirinn væri fullur. Nóg væri komið af „nei-um“ frá samstarfsflokki sínum. Ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið svo slæmt að hann sæi ekki fram á að hægt væri að laga það. Ríkisstjórnin væri með öllu óstarfhæf. Áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnmálakreppa í landinu. Norðurbandalagið er yst á hægri væng hins pólitíska litrófs og rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Fimmstjörnuhreyfingin hefur fleiri þingsæti en Norðurbandalagið hefur aftur á móti mælst með meira fylgi undanfarna mánuði. Luigi di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, segir að flokkurinn sé tilbúinn í kosningar óttist ekki niðurstöðuna. Það muni koma í bakið á Salvini að hafa „blekkt þjóðina“. Ítalía Tengdar fréttir Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Matteo Salvini þarf að réttlæta fyrir ítölsku þjóðinni ákvörðun sína að slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Fimmstjörnuhreyfinguna eftir aðeins eitt ár við stjórnvölinn. Þetta segir Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, sem segir að þrátt fyrir að honum hafi verið kunnugt um að brestir væru í ríkisstjórnarsamstarfinu hafi stjórnarslitin komið eins og þruma af heiðum himni. Í yfirlýsingu sem Conte sendi frá sér í gærkvöldi var hann afar gagnrýninn á ákvörðun Salvinis sem hann telur að hafi verið tekin að óathuguðu máli. Í síðustu kosningum hafi ítalska þjóðin látið í ljós áhuga á breytingum og hún hafi kosið Norðurbandalagið og Fimmstjörnuhreyfinguna í góðri trú. Salvini, sem gegnir bæði embætti varaforsætisráðherra og innanríkisráðherra, greindi ítölsku þjóðinni frá því í gær að hann hygðist segja sig frá Fimmstjörnuhreyfingunni eftir að þingmenn hennar greiddu atkvæði gegn háhraðalínu á milli Lyon í Frakklandi og Tórínó á Norður-Ítalíu.Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins, ætlar að nýta sér þá fylgisaukningu sem hefur mælst undanfarna mánuði í könnunum.Vísir/apFimmstjörnuhreyfingin hafði áhyggjur af umhverfisáhrifum sem kunna að hljótast af framkvæmdinni en bora þarf gögn í gegnum Alpana til að háhraðalínan geti orðið að veruleika. Þá telur hreyfingin framkvæmdina vera bruðl með almannafé og hefur efasemdir gagnvart Evrópusambandinu sem hyggst greiða 40% kostnaðarins. Salvini sagði að mælirinn væri fullur. Nóg væri komið af „nei-um“ frá samstarfsflokki sínum. Ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið svo slæmt að hann sæi ekki fram á að hægt væri að laga það. Ríkisstjórnin væri með öllu óstarfhæf. Áður en flokkarnir tveir skrifuðu undir stjórnarsáttmála fyrir um ári síðan ríkti margra mánaða stjórnmálakreppa í landinu. Norðurbandalagið er yst á hægri væng hins pólitíska litrófs og rekur harða stefnu gegn innflytjendum. Fimmstjörnuhreyfingin hefur fleiri þingsæti en Norðurbandalagið hefur aftur á móti mælst með meira fylgi undanfarna mánuði. Luigi di Maio, formaður Fimmstjörnuhreyfingarinnar, segir að flokkurinn sé tilbúinn í kosningar óttist ekki niðurstöðuna. Það muni koma í bakið á Salvini að hafa „blekkt þjóðina“.
Ítalía Tengdar fréttir Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Lýsir yfir endalokum ítölsku ríkisstjórnarinnar Slitnað hefur upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Ríkisstjórn þeirra er ársgömul. 8. ágúst 2019 20:25