Magnaður Lowry í forystu á nýju vallarmeti Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júlí 2019 19:01 Írinn Lowry á best annað sæti á risamóti, hann náði þeim árangri á Opna bandaríska árið 2016. Það stefnir allt í fyrsta risatitilinn á morgun vísir/getty Shane Lowry er með fjögurra högga forskot fyrir lokahring Opna breska risamótsins eftir stórbrotna frammistöðu á þriðja hringnum í dag. Lowry spilaði frábærlega, steig ekki feilnótu og fékk átta fugla í hringnum í dag. Það þýddi að hann fór á 63 höggum sem er nýtt vallarmet á Dunluce Links vellinum á Royal Portrush eftir breytingar. Rory McIlroy á betra skor, 61 högg, frá 2005 en vellinum hefur verið breytt frá þeim tíma.This smile that says it all #TheOpenpic.twitter.com/bxBHIGYyWj — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Englendingurinn Tommy Fleetwood fór einnig gallalausan hring, tapaði ekki einu einasta höggi, en hann fékk þó aðeins fimm fugla og náði því ekki að halda í við Lowry. Frammistaða Fleetwood er þó aðeins höggi frá gamla vallarmetinu svo það var ekki hægt að biðja um mikið meira frá Englendingnum, Lowry var einfaldlega á öðrum stalli í dag.The swing of @TommyFleetwood1 is a thing of beauty #TheOpenpic.twitter.com/HALQu5hlyK — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Fyrir daginn leiddi Lowry ásamt Bandaríkjamanninum J.B. Holmes. Holmes var mjög stöðugur í upphafi en fékk tvo skolla í röð á 13. og 14. holu sem gerðu honum erfitt fyrir. Fugl á lokaholunni tryggði honum þó einum í þriðja sæti á 10 höggum undir pari. Þeir Justin Rose og efsti maður heimslistans Brooks Koepka eru jafnir í 4.- 5. sæti á níu höggum undir pari. Rose náði glæsilegum erni á 12. holu og Koepka þurfti fugla á síðustu tveimur holunum til þess að halda sér í baráttunni.A great finish from @BKoepka he joins @JustinRose99 on -9 #TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/MmadevqMjy — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Það verður þó að segjast að Lowry er kominn með níu fingur á silfurkönnuna, hann þarf að eiga slæman dag á morgun og aðrir að leika frábærlega til þess að skáka honum. Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 8:00 í fyrramálið á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira
Shane Lowry er með fjögurra högga forskot fyrir lokahring Opna breska risamótsins eftir stórbrotna frammistöðu á þriðja hringnum í dag. Lowry spilaði frábærlega, steig ekki feilnótu og fékk átta fugla í hringnum í dag. Það þýddi að hann fór á 63 höggum sem er nýtt vallarmet á Dunluce Links vellinum á Royal Portrush eftir breytingar. Rory McIlroy á betra skor, 61 högg, frá 2005 en vellinum hefur verið breytt frá þeim tíma.This smile that says it all #TheOpenpic.twitter.com/bxBHIGYyWj — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Englendingurinn Tommy Fleetwood fór einnig gallalausan hring, tapaði ekki einu einasta höggi, en hann fékk þó aðeins fimm fugla og náði því ekki að halda í við Lowry. Frammistaða Fleetwood er þó aðeins höggi frá gamla vallarmetinu svo það var ekki hægt að biðja um mikið meira frá Englendingnum, Lowry var einfaldlega á öðrum stalli í dag.The swing of @TommyFleetwood1 is a thing of beauty #TheOpenpic.twitter.com/HALQu5hlyK — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Fyrir daginn leiddi Lowry ásamt Bandaríkjamanninum J.B. Holmes. Holmes var mjög stöðugur í upphafi en fékk tvo skolla í röð á 13. og 14. holu sem gerðu honum erfitt fyrir. Fugl á lokaholunni tryggði honum þó einum í þriðja sæti á 10 höggum undir pari. Þeir Justin Rose og efsti maður heimslistans Brooks Koepka eru jafnir í 4.- 5. sæti á níu höggum undir pari. Rose náði glæsilegum erni á 12. holu og Koepka þurfti fugla á síðustu tveimur holunum til þess að halda sér í baráttunni.A great finish from @BKoepka he joins @JustinRose99 on -9 #TheOpen Live scoring https://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/MmadevqMjy — The Open (@TheOpen) July 20, 2019 Það verður þó að segjast að Lowry er kominn með níu fingur á silfurkönnuna, hann þarf að eiga slæman dag á morgun og aðrir að leika frábærlega til þess að skáka honum. Útsending frá lokahringnum hefst klukkan 8:00 í fyrramálið á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Sjá meira