Þurfti að gangast undir heilaaðgerð eftir fyrsta tapið á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2019 10:30 Maxim Dadashev á góðri stundu. Nú berst hann fyrir lífi sínu. AP/John Locher Maxim Dadashev var ósigraður þegar hann steig inn í hnefaleikahringinn um helgina en mun líklega aldrei vera sá sami eftir bardagann. Maxim Dadashev endaði kvöldið á sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir heilaaðgerð eftir að það hafði blætt inn á heila. Hann var á bráðadeild eftir tveggja klukkustunda aðgerð. Maxim Dadashev barðist við Subriel Matias í veltivigt en báðir kapparnir voru taplausir fyrir bardagann. Það var þjálfari Maxim, Buddy McGirt, sem áttaði sig á alvarleika málsins og kastaði inn hvíta handklæðinu í elleftu lotu. Dómarinn hafði þá ekki stoppað bardagann en Maxim Dadashev þurfti aðstoð til að komast út úr hringnum og ældi áður en hann komst inn í búningsklefa. Maxim Dadashev er 28 ára gamall og er frá Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Honum er haldið sofandi eftir aðgerðina.Boxer Maxim Dadashev remained hospitalized in a medically induced coma Saturday, following surgery for severe head trauma. https://t.co/WYPObVd3EA — Post Sports (@PostSports) July 21, 2019„Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri. Ég sýndi að ég er ekki bara kraftboxari heldur get ég líka boxað. Ég var með yfirburði í þessum bardaga. Ég einbeitti mér að sókninni og slá í búkinn. Með því kom ég í veg fyrir að hann væri að hlaupa frá mér,“ sagði sigurvegarinn Subriel Matias „Ég vona að Maxim sé í lagi. Hann frábær hnefaleikari og mikill bardagamaður,“ bætti Subriel Matias við. „Hann er enn í lífshættu en læknirinn sagði að hann væri stöðugur,“ sagði Donatas Janusevicius, sem er styrktarþjálfari Dadashev sem heimsótti hann eftir aðgerðina. „Við vitum að þeir náðu að stöðva blæðinguna og bólgan hefur hjaðnað. Það eru jákvæðar fréttir og núna vonum við bara og biðjum fyrir því að hann komist sem best í gegnum þetta,“ sagði Janusevicius. Box Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira
Maxim Dadashev var ósigraður þegar hann steig inn í hnefaleikahringinn um helgina en mun líklega aldrei vera sá sami eftir bardagann. Maxim Dadashev endaði kvöldið á sjúkrahúsi þar sem hann gekkst undir heilaaðgerð eftir að það hafði blætt inn á heila. Hann var á bráðadeild eftir tveggja klukkustunda aðgerð. Maxim Dadashev barðist við Subriel Matias í veltivigt en báðir kapparnir voru taplausir fyrir bardagann. Það var þjálfari Maxim, Buddy McGirt, sem áttaði sig á alvarleika málsins og kastaði inn hvíta handklæðinu í elleftu lotu. Dómarinn hafði þá ekki stoppað bardagann en Maxim Dadashev þurfti aðstoð til að komast út úr hringnum og ældi áður en hann komst inn í búningsklefa. Maxim Dadashev er 28 ára gamall og er frá Sánkti Pétursborg í Rússlandi. Honum er haldið sofandi eftir aðgerðina.Boxer Maxim Dadashev remained hospitalized in a medically induced coma Saturday, following surgery for severe head trauma. https://t.co/WYPObVd3EA — Post Sports (@PostSports) July 21, 2019„Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri. Ég sýndi að ég er ekki bara kraftboxari heldur get ég líka boxað. Ég var með yfirburði í þessum bardaga. Ég einbeitti mér að sókninni og slá í búkinn. Með því kom ég í veg fyrir að hann væri að hlaupa frá mér,“ sagði sigurvegarinn Subriel Matias „Ég vona að Maxim sé í lagi. Hann frábær hnefaleikari og mikill bardagamaður,“ bætti Subriel Matias við. „Hann er enn í lífshættu en læknirinn sagði að hann væri stöðugur,“ sagði Donatas Janusevicius, sem er styrktarþjálfari Dadashev sem heimsótti hann eftir aðgerðina. „Við vitum að þeir náðu að stöðva blæðinguna og bólgan hefur hjaðnað. Það eru jákvæðar fréttir og núna vonum við bara og biðjum fyrir því að hann komist sem best í gegnum þetta,“ sagði Janusevicius.
Box Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Glóandi gómar hjálpa til í baráttunni við alvarleg höfuðhögg „Maður er búinn að vera á nálum“ Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Sjá meira