Besti leikmaður HM kvenna ætlar að skrifa bók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 09:00 Megan Rapinoe hefur mikill karkater og hefur góðan boðskap. Getty/Brian Ach Árið 2019 hefur verið magnað hjá bandarísku knattspyrnukonunni Megan Rapinoe sem varð fyrst heimsfræg fyrir að stinga upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta en fylgdi því síðan eftir með að ná gullnu þrennunni á HM í Frakklandi. Megan Rapinoe varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu auk þess að vinna líka Gullhnöttinn sem besti leikmaður mótsins og gullskóinn sem markahæsti leikmaður mótsins. Megan Rapinoe hefur verið frábær talsmaður bandaríska liðsins og kvennaknattspyrnu í heiminum með því að berjast fyrir jafnrétti og samstöðu frekar en óréttlæti og ósætti sem hefur aukist eftir að Donald Trump tók við.Megan Rapinoe, a captain of the United States women’s soccer team, has scored a book deal. “I hope this book will inspire people to find what they can do, and in turn inspire other people around them to do the same,” she said. https://t.co/zlZY2r6v3k — The New York Times (@nytimes) July 25, 2019 Megan Rapinoe er núna búin að finna nýja leið til að koma boðskap sínum til skila. New York Times segir frá því að Megan Rapinoe sé nú að skrifa bók sem eigi að koma út næsta haust. „Ég vonast til þess að þessi bók muni hvetja fólk til að gera það sem það getur og um leið hvetja annað fólk í kringum sig til að fylgja í kjölfarið,“ sagði Megan Rapinoe við New York Times. Rapinoe hefur ekki valið nafn fyrir bók sína en þetta verður bók um meira en íþróttir. Miðað við ræður Megan Rapinoe á sigurhátíð bandaríska liðsins og viðtöl hennar við bandaríska fjölmiðla þá verður hún örugglega mjög pólitísk.Two-time World Cup champ Olympic gold medalist ? USWNT co-captain ? Author Megan Rapinoe is writing a book. https://t.co/cgZaiZBlOI — Sporting News (@sportingnews) July 25, 2019Penguin Press gefur bókina út og segir að í bók þessari muni Rapinoe segja frá persónulegum hlutum og því sem hún hefur lært á sinni viðburðaríku ævi. „Fullt af konum, margar frábærir fótboltamenn, hafa skrifað endurminningar. Megan hefur annan vettvang. Ég horfði á HM og hugsaði. Þarna er kona sem líður vel í eigin skinni,“ sagði Ann Godoff, forseti og ritstjóri útgáfunnar. Hún sá það á eigin börnum hvað þau voru spennt fyrir Rapinoe vegna ósvikinnar framkomu hennar. „Hún er bara að koma frá hreinskilnum og afdráttarlausum stað þar sem hún kemur óhrædd fram og segir: Þetta er ég. Það er það sem ég tel að muni hrífa marga,“ sagði Godoff.Hún er mjög vinsæl með unga fólksins.Getty/Jeff Siner Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Árið 2019 hefur verið magnað hjá bandarísku knattspyrnukonunni Megan Rapinoe sem varð fyrst heimsfræg fyrir að stinga upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta en fylgdi því síðan eftir með að ná gullnu þrennunni á HM í Frakklandi. Megan Rapinoe varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu auk þess að vinna líka Gullhnöttinn sem besti leikmaður mótsins og gullskóinn sem markahæsti leikmaður mótsins. Megan Rapinoe hefur verið frábær talsmaður bandaríska liðsins og kvennaknattspyrnu í heiminum með því að berjast fyrir jafnrétti og samstöðu frekar en óréttlæti og ósætti sem hefur aukist eftir að Donald Trump tók við.Megan Rapinoe, a captain of the United States women’s soccer team, has scored a book deal. “I hope this book will inspire people to find what they can do, and in turn inspire other people around them to do the same,” she said. https://t.co/zlZY2r6v3k — The New York Times (@nytimes) July 25, 2019 Megan Rapinoe er núna búin að finna nýja leið til að koma boðskap sínum til skila. New York Times segir frá því að Megan Rapinoe sé nú að skrifa bók sem eigi að koma út næsta haust. „Ég vonast til þess að þessi bók muni hvetja fólk til að gera það sem það getur og um leið hvetja annað fólk í kringum sig til að fylgja í kjölfarið,“ sagði Megan Rapinoe við New York Times. Rapinoe hefur ekki valið nafn fyrir bók sína en þetta verður bók um meira en íþróttir. Miðað við ræður Megan Rapinoe á sigurhátíð bandaríska liðsins og viðtöl hennar við bandaríska fjölmiðla þá verður hún örugglega mjög pólitísk.Two-time World Cup champ Olympic gold medalist ? USWNT co-captain ? Author Megan Rapinoe is writing a book. https://t.co/cgZaiZBlOI — Sporting News (@sportingnews) July 25, 2019Penguin Press gefur bókina út og segir að í bók þessari muni Rapinoe segja frá persónulegum hlutum og því sem hún hefur lært á sinni viðburðaríku ævi. „Fullt af konum, margar frábærir fótboltamenn, hafa skrifað endurminningar. Megan hefur annan vettvang. Ég horfði á HM og hugsaði. Þarna er kona sem líður vel í eigin skinni,“ sagði Ann Godoff, forseti og ritstjóri útgáfunnar. Hún sá það á eigin börnum hvað þau voru spennt fyrir Rapinoe vegna ósvikinnar framkomu hennar. „Hún er bara að koma frá hreinskilnum og afdráttarlausum stað þar sem hún kemur óhrædd fram og segir: Þetta er ég. Það er það sem ég tel að muni hrífa marga,“ sagði Godoff.Hún er mjög vinsæl með unga fólksins.Getty/Jeff Siner
Bandaríkin HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira