Suður-kóreskir kylfingar í fjórum efstu sætunum eftir fyrstu þrjá hringina á Evian-meistaramótinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2019 19:24 Hyo Joo Kim lék á sex höggum undir pari í dag. vísir/getty Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu er með eins höggs forskot á löndu sína, Sung Hyun Park, fyrir lokahringinn á Evian-meistaramótinu í Frakklandi, fjórða risamóti ársins. Kim hélt uppteknum hætti frá því í gær og lék á sex höggum undir pari í dag. Hún er samtals á 15 höggum undir pari. Kim vann Evian-mótið fyrir fimm árum. Park, efsta kona heimslistans, lék á fimm höggum undir pari í dag, líkt og í gær. Hún er samtals á 14 höggum undir pari. Jafnar í 3. sæti eru Jin Young Ko og Inbee Park frá Suður-Kóreu á ellefu höggum undir pari. Fjórir efstu kylfingar mótsins koma allir frá Suður-Kóreu og þær hafa allar unnið risamót á ferlinum. Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, er dottin niður í 5. sætið. Hún lék á pari í dag. Ariya Jutanugarn frá Taílandi lék best í dag, eða á sjö höggum undir pari. Hún er í 8. sæti. Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 Golf á morgun.Hyo Joo Kim takes a one-stroke lead into Sunday's final round @EvianChamp over @ROLEX Rankings No. 1, Sung Hyun Park. #NECLPGAStatspic.twitter.com/aC8evBZuBq— LPGA (@LPGA) July 27, 2019 Golf Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu er með eins höggs forskot á löndu sína, Sung Hyun Park, fyrir lokahringinn á Evian-meistaramótinu í Frakklandi, fjórða risamóti ársins. Kim hélt uppteknum hætti frá því í gær og lék á sex höggum undir pari í dag. Hún er samtals á 15 höggum undir pari. Kim vann Evian-mótið fyrir fimm árum. Park, efsta kona heimslistans, lék á fimm höggum undir pari í dag, líkt og í gær. Hún er samtals á 14 höggum undir pari. Jafnar í 3. sæti eru Jin Young Ko og Inbee Park frá Suður-Kóreu á ellefu höggum undir pari. Fjórir efstu kylfingar mótsins koma allir frá Suður-Kóreu og þær hafa allar unnið risamót á ferlinum. Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu, sem var með forystu eftir fyrstu tvo hringina, er dottin niður í 5. sætið. Hún lék á pari í dag. Ariya Jutanugarn frá Taílandi lék best í dag, eða á sjö höggum undir pari. Hún er í 8. sæti. Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 10:00 á Stöð 2 Golf á morgun.Hyo Joo Kim takes a one-stroke lead into Sunday's final round @EvianChamp over @ROLEX Rankings No. 1, Sung Hyun Park. #NECLPGAStatspic.twitter.com/aC8evBZuBq— LPGA (@LPGA) July 27, 2019
Golf Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira