Var að reyna að eignast barn en féll þess í stað á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2019 10:00 Golden Tate með eiginkonu sinni Elise Pollard Tate. Getty/Aaron J. Thornton Útherji New York Giants liðsins í NFL-deildinni er á leiðinni í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Ástæðurnar eru allsérstakar og aðalástæðan fyrir því að hann hefur áfrýjað banni sínu. Golden Tate, leikmaður New York Giants, var á dögunum dæmdur í fjögurra leikja bann sem er 25 prósent allra deildarleikja Giants liðsins á komandi tímabili. Tate hefur nú komið fram með sína hlið á málinu en það var í raun hann sjálfur sem tilkynnti sig inn. Tate segir frá aðstæðum sínum í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.My statement. pic.twitter.com/WzP7W4bclB — Golden Tate (@ShowtimeTate) July 27, 2019 Golden Tate segir þarna frá því að hann og konan hafi verið að reyna eignast barn eftir tímabilið. Þau hittu sérfræðing í apríl og hann fór að taka fjórsemislyf. Nokkrum dögum síðar áttaði Tate sig á því að efni í lyfinu var á bannlista. „Ég hætti strax á kúrnum og lét vita af málinu,“ skrifaði Golden Tate en hann hafði samband við deildina hjá NFL sem sér um lyfjamálin. „Ég talaði líka við þjálfara mína og framkvæmdastjóra félagsins. Ég gerði þetta allt löngu áður en kom í ljós að ég hafði fallið á lyfjaprófinu,“ sagði Tate. „Á tíu árum mínum í NFL-deildinni hef ég verið mjög stoltur af því að spila þessa íþrótt á réttan hátt. Ég hef verið sendiherra fyrir deildina og hef aldrei verið í vandræðum. Meðferðin sem ég fór í þarna í apríl hafði engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum enda hefði ég þá ekki farið í hana í apríl,“ skrifaði Tate meðal annars. Golden Tate er þrítugur og gerði fjögurra ára samning við í mars. Félagið ætlar að borga honum 37,5 milljónir dollara á þessum tíma þar af er hann öruggur með 23 milljónir. Framundan er tíunda tímabil Tate í NFL-deildinni en hann hefur áður spilað með Seattle Seahawks (2010–2013), Detroit Lions (2014–2018) og Philadelphia Eagles (2018). Tate giftist Elise Pollard árið 2017 en þau höfðu verið saman frá árinu 2012. NFL Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira
Útherji New York Giants liðsins í NFL-deildinni er á leiðinni í leikbann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Ástæðurnar eru allsérstakar og aðalástæðan fyrir því að hann hefur áfrýjað banni sínu. Golden Tate, leikmaður New York Giants, var á dögunum dæmdur í fjögurra leikja bann sem er 25 prósent allra deildarleikja Giants liðsins á komandi tímabili. Tate hefur nú komið fram með sína hlið á málinu en það var í raun hann sjálfur sem tilkynnti sig inn. Tate segir frá aðstæðum sínum í færslu á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan.My statement. pic.twitter.com/WzP7W4bclB — Golden Tate (@ShowtimeTate) July 27, 2019 Golden Tate segir þarna frá því að hann og konan hafi verið að reyna eignast barn eftir tímabilið. Þau hittu sérfræðing í apríl og hann fór að taka fjórsemislyf. Nokkrum dögum síðar áttaði Tate sig á því að efni í lyfinu var á bannlista. „Ég hætti strax á kúrnum og lét vita af málinu,“ skrifaði Golden Tate en hann hafði samband við deildina hjá NFL sem sér um lyfjamálin. „Ég talaði líka við þjálfara mína og framkvæmdastjóra félagsins. Ég gerði þetta allt löngu áður en kom í ljós að ég hafði fallið á lyfjaprófinu,“ sagði Tate. „Á tíu árum mínum í NFL-deildinni hef ég verið mjög stoltur af því að spila þessa íþrótt á réttan hátt. Ég hef verið sendiherra fyrir deildina og hef aldrei verið í vandræðum. Meðferðin sem ég fór í þarna í apríl hafði engin áhrif á frammistöðu mína á vellinum enda hefði ég þá ekki farið í hana í apríl,“ skrifaði Tate meðal annars. Golden Tate er þrítugur og gerði fjögurra ára samning við í mars. Félagið ætlar að borga honum 37,5 milljónir dollara á þessum tíma þar af er hann öruggur með 23 milljónir. Framundan er tíunda tímabil Tate í NFL-deildinni en hann hefur áður spilað með Seattle Seahawks (2010–2013), Detroit Lions (2014–2018) og Philadelphia Eagles (2018). Tate giftist Elise Pollard árið 2017 en þau höfðu verið saman frá árinu 2012.
NFL Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjá meira