Rúnar segir möguleikana ágæta og reynsluboltinn Baldur vonast til að skapa góða Evrópuminningu Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júlí 2019 07:30 Stjarnan mætir eistneska liðinu Levadia Tallinn í kvöld á Samsung-vellinum í Garðabæ en leikurinn er fyrri leikur liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta er annað árið í röð sem Stjörnumenn mæta liði frá Eistlandi en í fyrra slógu þeir út Nomme Kalju. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir þó að liðið í ár sé ívið sterkara en liðið í fyrra séu möguleikarnir ágætir. „Möguleikarnir eru ágætir. Við mættum mjög svipuðu liði í fyrra og þetta lið er ívið sterkara. Við þurfum að eiga okkar besta leik og besta dag til þess að fara áfram í þessari keppni,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Arnar Björnsson. „Við erum að mæta mjög sterku liði. Þeir eru ákveðnir og eru öflugir. Þeir eru duglegir, vilja halda boltanum og hægri vængurinn þeirra er mjög sterkur. Við þurfum að varast það.“ Stjarnan býr svo vel að eiga reynslubolta innan borðs. Einn þeirra er fyrirliðinn Baldur Sigurðsson en veit hann hversu marga Evrópuleiki hann hefur spilað? „Já. Þeir eru 37, svo þeir eru orðnir nokkrir. Þetta er alltaf mikil tilhlökkun og maður hefur upplifað ýmislegt í þessu.“ „Dottið út í fyrstu umferð og komist áfram nokkrar umferðir. Maður hefur unnið veikari lið og líka flott lið.“ „Þegar maður horfir til baka á þessa leiki þá eru þetta býsna góðar minningar úr svona Evrópuleikjum, svo ég vona við getum skapað góða minningu hérna á morgun,“ sagði Baldur. Leikur Stjörnunnar og Tallinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20.00. Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Stjarnan mætir eistneska liðinu Levadia Tallinn í kvöld á Samsung-vellinum í Garðabæ en leikurinn er fyrri leikur liðanna í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þetta er annað árið í röð sem Stjörnumenn mæta liði frá Eistlandi en í fyrra slógu þeir út Nomme Kalju. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segir þó að liðið í ár sé ívið sterkara en liðið í fyrra séu möguleikarnir ágætir. „Möguleikarnir eru ágætir. Við mættum mjög svipuðu liði í fyrra og þetta lið er ívið sterkara. Við þurfum að eiga okkar besta leik og besta dag til þess að fara áfram í þessari keppni,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Arnar Björnsson. „Við erum að mæta mjög sterku liði. Þeir eru ákveðnir og eru öflugir. Þeir eru duglegir, vilja halda boltanum og hægri vængurinn þeirra er mjög sterkur. Við þurfum að varast það.“ Stjarnan býr svo vel að eiga reynslubolta innan borðs. Einn þeirra er fyrirliðinn Baldur Sigurðsson en veit hann hversu marga Evrópuleiki hann hefur spilað? „Já. Þeir eru 37, svo þeir eru orðnir nokkrir. Þetta er alltaf mikil tilhlökkun og maður hefur upplifað ýmislegt í þessu.“ „Dottið út í fyrstu umferð og komist áfram nokkrar umferðir. Maður hefur unnið veikari lið og líka flott lið.“ „Þegar maður horfir til baka á þessa leiki þá eru þetta býsna góðar minningar úr svona Evrópuleikjum, svo ég vona við getum skapað góða minningu hérna á morgun,“ sagði Baldur. Leikur Stjörnunnar og Tallinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 20.00.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira