Rúnar Páll: Drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2019 22:34 Rúnar Páll var ánægður með frammistöðu Stjörnunnar gegn Levadia Tallinn. vísir/daníel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki fullkomlega sáttur með 2-1 sigurinn á Levadia Tallinn í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Frammistaða Stjörnumanna var honum að skapi en hann var svekktur með markið sem þeir fengu á sig á 79. mínútu. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur er ég drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Það var gott að vinna þetta lið. Það var mikill kraftur í okkur, við spiluðum heilt yfir mjög vel og fengum fullt af færum. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki á okkur mark í byrjun leiks en vorum heilt yfir með góða stjórn á honum og unnum hann. Maður á að vera ánægður með það. Við þurfum að spila eins vel og við gerðum í kvöld í útileiknum.“ Stjarnan fékk vítaspyrnu, sem fór forgörðum, en hefði átt að fá aðra þegar fyrirliði Levadia, Dmitri Kruglov, varði skalla Martins Rauschenberg með hendi á línu. „Ég sá það ekki en viðbrögð leikmannanna voru þannig að þetta væri klárt víti. Það er svekkjandi en þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem mörk eru tekin af okkur. Við erum orðnir vanir þessu. En við erum 2-1 yfir en það var helvíti fúlt að fá útivallarmark á sig. Vonandi verður þetta ekkert kjaftæði eftir viku,“ sagði Rúnar Páll. Hann var ánægður með mörkin tvö sem Stjarnan skoraði í leiknum. „Þetta voru frábær mörk og frábærlega afgreitt hjá Þorsteini [Má Ragnarssyni] eftir góðar sóknir. Við fengum líka fleiri og klúðruðum því miður víti. Það er mjög óvanalegt hjá Hilmari [Árna Halldórssyni] en það geta allir klikkað. Ég er ánægður með leikinn og frammistöðu okkar og það var gott að vinna.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki fullkomlega sáttur með 2-1 sigurinn á Levadia Tallinn í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Frammistaða Stjörnumanna var honum að skapi en hann var svekktur með markið sem þeir fengu á sig á 79. mínútu. „Ef ég á að vera alveg heiðarlegur er ég drullufúll að hafa fengið þetta mark á okkur,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi eftir leik. „Það var gott að vinna þetta lið. Það var mikill kraftur í okkur, við spiluðum heilt yfir mjög vel og fengum fullt af færum. Við vorum reyndar heppnir að fá ekki á okkur mark í byrjun leiks en vorum heilt yfir með góða stjórn á honum og unnum hann. Maður á að vera ánægður með það. Við þurfum að spila eins vel og við gerðum í kvöld í útileiknum.“ Stjarnan fékk vítaspyrnu, sem fór forgörðum, en hefði átt að fá aðra þegar fyrirliði Levadia, Dmitri Kruglov, varði skalla Martins Rauschenberg með hendi á línu. „Ég sá það ekki en viðbrögð leikmannanna voru þannig að þetta væri klárt víti. Það er svekkjandi en þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem mörk eru tekin af okkur. Við erum orðnir vanir þessu. En við erum 2-1 yfir en það var helvíti fúlt að fá útivallarmark á sig. Vonandi verður þetta ekkert kjaftæði eftir viku,“ sagði Rúnar Páll. Hann var ánægður með mörkin tvö sem Stjarnan skoraði í leiknum. „Þetta voru frábær mörk og frábærlega afgreitt hjá Þorsteini [Má Ragnarssyni] eftir góðar sóknir. Við fengum líka fleiri og klúðruðum því miður víti. Það er mjög óvanalegt hjá Hilmari [Árna Halldórssyni] en það geta allir klikkað. Ég er ánægður með leikinn og frammistöðu okkar og það var gott að vinna.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Levadia Tallinn 2-1 │Stjarnan fer með naumt forskot til Eistlands | Sjáðu mörkin Stjarnan var í góðri stöðu en fékk óþarfa mark á sig. Liðið fer því með naumt forskot til Eistlands í næstu viku. 11. júlí 2019 22:30