Ólafur: Menn fljótir á lyklaborðið Einar Kárason skrifar 13. júlí 2019 18:58 Ólafur og strákarnir hans hafa unnið tvo leiki í röð. vísir/bára „Mér fannst þetta í raun og veru aldrei í hættu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á ÍBV, 1-2, í dag. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum. Svo kom þetta víti. Við vitum að ÍBV-liðin gefast aldrei upp svo það var nú vitað að það væri von á því að þeir kæmu tímabundið til baka með áhlaup en það var gott að vera kominn í 2-0. Ég er ánægður með sigurinn. Stigin þrjú og spilamennskuna. Við erum ánægðir með hvernig leikmennirnir tóku ásinn á vellinum. Reynsla og þéttleiki og kannski einfaldleiki. Uppleggið gekk upp og stigin góð.“ FH hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir vont gengi á þeirra mælikvarða. Hvert kemst FH í sumar? „Í næsta leik á móti HK til að byrja með. Ég sagði eftir síðasta leik að fókusinn væri á að gera sig klára fyrir þennan leik hérna. Nú er hann búinn og það er smá pása þannig séð. Það er ekki hægt að komast á skrið ef menn fara á flug og missa sig eitthvað. Við einbeitum okkur bara að næstu æfingaviku og leiknum,“ sagði Ólafur. „Ég svo sem þykist vita hvert FH liðið getur farið en um leið og ég melda það út þá eru menn fljótir á lyklaborðið. Það bítur mann í rassgatið. Ég hef engan áhuga á að setja það í loftið.“ Blaðamaður spurði út í Jákup Thompsen eftir leik en hann fór meiddur af velli eftir að hafa fiskað vítið sem braut ísinn í leiknum. „Brotið. Ekki fiskað. Það var brotið á honum. Ástæðan fyrir því að ég greip inn í er að hann fiskaði ekki vítið heldur var brotið á honum. Hann fékk manninn ofan á sig. Á neðri legginn, kálfann. Hann fékk slink á hnéð því miður. Vonandi er það ekki alvarlegt en það er slæmt að missa hann en vonandi þegar bólgur hjaðna vitum við meira en við fyrsta kastið gat hann ekki haldið áfram.“ Ólafur var ánægður með þá sem komu inn á í leiknum. „Menn komu inn og stigu inn og þeir sem komu inn, Jónatan, Þórir og Atli, skiluðu góðu verki. Það var liðsheildin sem var sterk í dag,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Thomsen borinn af velli í Eyjum Framherji FH fór meiddur af velli gegn ÍBV og virtist sárþjáður. 13. júlí 2019 16:47 Leik lokið: ÍBV - FH 1-2 | Lennon með bæði mörkin í öðrum sigri FH í röð FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð. 13. júlí 2019 19:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
„Mér fannst þetta í raun og veru aldrei í hættu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir sigurinn á ÍBV, 1-2, í dag. „Mér fannst við hafa góð tök á leiknum. Svo kom þetta víti. Við vitum að ÍBV-liðin gefast aldrei upp svo það var nú vitað að það væri von á því að þeir kæmu tímabundið til baka með áhlaup en það var gott að vera kominn í 2-0. Ég er ánægður með sigurinn. Stigin þrjú og spilamennskuna. Við erum ánægðir með hvernig leikmennirnir tóku ásinn á vellinum. Reynsla og þéttleiki og kannski einfaldleiki. Uppleggið gekk upp og stigin góð.“ FH hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir vont gengi á þeirra mælikvarða. Hvert kemst FH í sumar? „Í næsta leik á móti HK til að byrja með. Ég sagði eftir síðasta leik að fókusinn væri á að gera sig klára fyrir þennan leik hérna. Nú er hann búinn og það er smá pása þannig séð. Það er ekki hægt að komast á skrið ef menn fara á flug og missa sig eitthvað. Við einbeitum okkur bara að næstu æfingaviku og leiknum,“ sagði Ólafur. „Ég svo sem þykist vita hvert FH liðið getur farið en um leið og ég melda það út þá eru menn fljótir á lyklaborðið. Það bítur mann í rassgatið. Ég hef engan áhuga á að setja það í loftið.“ Blaðamaður spurði út í Jákup Thompsen eftir leik en hann fór meiddur af velli eftir að hafa fiskað vítið sem braut ísinn í leiknum. „Brotið. Ekki fiskað. Það var brotið á honum. Ástæðan fyrir því að ég greip inn í er að hann fiskaði ekki vítið heldur var brotið á honum. Hann fékk manninn ofan á sig. Á neðri legginn, kálfann. Hann fékk slink á hnéð því miður. Vonandi er það ekki alvarlegt en það er slæmt að missa hann en vonandi þegar bólgur hjaðna vitum við meira en við fyrsta kastið gat hann ekki haldið áfram.“ Ólafur var ánægður með þá sem komu inn á í leiknum. „Menn komu inn og stigu inn og þeir sem komu inn, Jónatan, Þórir og Atli, skiluðu góðu verki. Það var liðsheildin sem var sterk í dag,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Thomsen borinn af velli í Eyjum Framherji FH fór meiddur af velli gegn ÍBV og virtist sárþjáður. 13. júlí 2019 16:47 Leik lokið: ÍBV - FH 1-2 | Lennon með bæði mörkin í öðrum sigri FH í röð FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð. 13. júlí 2019 19:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Thomsen borinn af velli í Eyjum Framherji FH fór meiddur af velli gegn ÍBV og virtist sárþjáður. 13. júlí 2019 16:47
Leik lokið: ÍBV - FH 1-2 | Lennon með bæði mörkin í öðrum sigri FH í röð FH gerði góða ferð til Eyja og vann 1-2 sigur á botnliði ÍBV í Pepsi Max-deild karla í dag. Steven Lennon skoraði bæði mörk FH-inga sem hafa unnið tvo leiki í röð. 13. júlí 2019 19:30