Arftaki Merkel tekur við varnarmálaráðuneytinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 14:57 Nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, Annegret Kramp-Karrenbauer, ásamt forvera sínum í starfi, Ursulu von der Leyen. Vísir/Getty Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins. Kramp-Karrenbauer tók formlega við embættinu í dag, degi eftir að útnefning von der Leyen var staðfest. Hún kemur svo til með að sverja embættiseið sinn í Sambandsþinginu í næstu viku. Guardian greinir frá þessu. Kramp-Karrenbauer var kjörin til embættis formanns Kristilegra demókrata með naumum meirihluta á síðasta ári, en þá gegndi hún engu hlutverki innan ríkisstjórnar Angelu Merkel. Það var meðal þess sem margir andstæðingar hennar bentu á í aðdraganda formannskjörsins í fyrra. Formannsins bíður ærið verkefni en staða varnarmálaráðherra í Þýskalandi er varhugaverð í augum margra stjórnmálamanna í landinu. Hefur staðan stundum verið kölluð „útkastsætið,“ þar sem margir sem margir sem gegnt hafa embættinu hafa ekki beðið þess bætur, í pólitískum skilningi. Nærtækasta dæmið er síðasti varnarmálaráðherra, von der Leyen. Á árum áður var hún talin líklegur kostur til þess að hreppa kanslarasætið en eftir fimm ára veru í varnarmálaráðuneytinu varð hún meðal óvinsælustu stjórnmálamanna Þýskalands. Óvinsældir þeirra sem gegna embættinu eru oft raktar til þess að þýski herinn hefur ekki úr miklu fjármagni að moða, og er hann því oft gagnrýndur fyrir að sjá hermönnum fyrir óviðunandi eða hreinlega biluðum búnaði. Ráðherraembættið verður því mikil prófraun fyrir Kramp-Karrenbauer, sem af mörgum er talin geta orðið arftaki Merkels í annað sinn, þegar sú síðarnefnda lætur af embætti kanslara árið 2021, hljóti Kristilegir demókratar náð fyrir augum kjósenda þegar kemur að því að koma kjörseðlinum í kassann. Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, stjórnarflokks Angelu Merkel, hefur verið útnefnd nýr varnarmálaráðherra Þýskalands eftir að forveri hennar í embættinu, Ursula von der Leyen var staðfest til embættis forseta framkvæmdastjórar Evrópusambandsins. Kramp-Karrenbauer tók formlega við embættinu í dag, degi eftir að útnefning von der Leyen var staðfest. Hún kemur svo til með að sverja embættiseið sinn í Sambandsþinginu í næstu viku. Guardian greinir frá þessu. Kramp-Karrenbauer var kjörin til embættis formanns Kristilegra demókrata með naumum meirihluta á síðasta ári, en þá gegndi hún engu hlutverki innan ríkisstjórnar Angelu Merkel. Það var meðal þess sem margir andstæðingar hennar bentu á í aðdraganda formannskjörsins í fyrra. Formannsins bíður ærið verkefni en staða varnarmálaráðherra í Þýskalandi er varhugaverð í augum margra stjórnmálamanna í landinu. Hefur staðan stundum verið kölluð „útkastsætið,“ þar sem margir sem margir sem gegnt hafa embættinu hafa ekki beðið þess bætur, í pólitískum skilningi. Nærtækasta dæmið er síðasti varnarmálaráðherra, von der Leyen. Á árum áður var hún talin líklegur kostur til þess að hreppa kanslarasætið en eftir fimm ára veru í varnarmálaráðuneytinu varð hún meðal óvinsælustu stjórnmálamanna Þýskalands. Óvinsældir þeirra sem gegna embættinu eru oft raktar til þess að þýski herinn hefur ekki úr miklu fjármagni að moða, og er hann því oft gagnrýndur fyrir að sjá hermönnum fyrir óviðunandi eða hreinlega biluðum búnaði. Ráðherraembættið verður því mikil prófraun fyrir Kramp-Karrenbauer, sem af mörgum er talin geta orðið arftaki Merkels í annað sinn, þegar sú síðarnefnda lætur af embætti kanslara árið 2021, hljóti Kristilegir demókratar náð fyrir augum kjósenda þegar kemur að því að koma kjörseðlinum í kassann.
Evrópusambandið Þýskaland Tengdar fréttir Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00 Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08 Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Fleiri fréttir Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Sjá meira
Söguleg stund þegar Angela Merkel steig úr formannsstól Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt í gær sína síðustu ræðu sem formaður Kristilegra demókrata. Hún mun þó áfram sitja sem kanslari til loka kjörtímabils. Merkel sagði flokkinn hafa breyst mikið í átján ára formannstíð hennar og að næsta formanns biðu erfið verkefni. 8. desember 2018 08:00
Mögulegur arftaki Merkel segir AfD vera nasistaflokk Friedrich Merz, sem sækist eftir formannsembætti í CDU, hefur útilokað að eiga samstarf við hægripopúlistaflokkinn Alternativ für Deutschland (AfD). 12. nóvember 2018 13:08
Stærsti flokkur Þýskalands valdi sér nýjan formann Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara og stærsti þingflokkur Þýskalands, kaus í dag nýjan formann. Nýi formaðurinn tekur við formannsembættinu af Merkel sem mun þó sitja sem kanslari út kjörtímabilið, eða til ársins 2021, í seinasta lagi. 7. desember 2018 17:32