Vill að FBI rannsaki FaceApp Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2019 07:50 Chuck Schumer óttast að rússneskir eigendur smáforritsins FaceApp muni hagnýta persónuupplýsingar notenda. Getty/ Mark Wilson Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum, og þar á meðal hér á landi. Talið er að reglulegir notendur séu um 80 milljón talsins um víða veröld. Með FaceApp geta notendur tekið mynd af sér og breytt henni þannig að þeir virðist mun eldri eða yngri. Schumer segist hafa af þessu miklar áhyggjur og óttast að upplýsingarnar sem forritið afli í leiðinni verði notaðar í annarlegum tilgangi og að óvinveitt erlend ríki gætu nýtt sér þær. Wireless Lab, fyrirtækið sem á og þróar FaceApp, er rússneskt og staðsett í Sankti Pétursborg. Talsmenn þess hafna því alfarið að upplýsingarnar séu geymdar um alla framtíð, þeim sé eytt eftir að myndunum hefur verið breytt. Þá segir fyrirtækið aukinheldur að persónuupplýsingar notenda rati aldrei nokkurn tímann til Rússlands. Schumer tekur þeim útskýringum með fyrirvara og vill að alríkislögreglan rannsaki málið.BIG: Share if you used #FaceApp: The @FBI & @FTC must look into the national security & privacy risks now Because millions of Americans have used it It’s owned by a Russia-based company And users are required to provide full, irrevocable access to their personal photos & data pic.twitter.com/cejLLwBQcr — Chuck Schumer (@SenSchumer) July 18, 2019 Hann er ekki eini demókratinn sem hefur haft áhyggjuraf smáforritinu. Þannig hefur landsnefnd Demókrataflokksins varað forsetaframbjóðendur, sem sækjast eftir útnefningu demókrata fyrir kosningarnar á næsta ári, við því að nota FaceApp. „Á þessari stundu er ekki ljóst hverjar öryggisógnirnar eru, en það er þó ljóst að kostirnir sem fylgja því að sniðganga smáforritið eru fleiri en gallarnir,“ er haft eftir yfirmanni öryggismála hjá flokknum á vef Washington Post. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tækni Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum, og þar á meðal hér á landi. Talið er að reglulegir notendur séu um 80 milljón talsins um víða veröld. Með FaceApp geta notendur tekið mynd af sér og breytt henni þannig að þeir virðist mun eldri eða yngri. Schumer segist hafa af þessu miklar áhyggjur og óttast að upplýsingarnar sem forritið afli í leiðinni verði notaðar í annarlegum tilgangi og að óvinveitt erlend ríki gætu nýtt sér þær. Wireless Lab, fyrirtækið sem á og þróar FaceApp, er rússneskt og staðsett í Sankti Pétursborg. Talsmenn þess hafna því alfarið að upplýsingarnar séu geymdar um alla framtíð, þeim sé eytt eftir að myndunum hefur verið breytt. Þá segir fyrirtækið aukinheldur að persónuupplýsingar notenda rati aldrei nokkurn tímann til Rússlands. Schumer tekur þeim útskýringum með fyrirvara og vill að alríkislögreglan rannsaki málið.BIG: Share if you used #FaceApp: The @FBI & @FTC must look into the national security & privacy risks now Because millions of Americans have used it It’s owned by a Russia-based company And users are required to provide full, irrevocable access to their personal photos & data pic.twitter.com/cejLLwBQcr — Chuck Schumer (@SenSchumer) July 18, 2019 Hann er ekki eini demókratinn sem hefur haft áhyggjuraf smáforritinu. Þannig hefur landsnefnd Demókrataflokksins varað forsetaframbjóðendur, sem sækjast eftir útnefningu demókrata fyrir kosningarnar á næsta ári, við því að nota FaceApp. „Á þessari stundu er ekki ljóst hverjar öryggisógnirnar eru, en það er þó ljóst að kostirnir sem fylgja því að sniðganga smáforritið eru fleiri en gallarnir,“ er haft eftir yfirmanni öryggismála hjá flokknum á vef Washington Post.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tækni Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira