Súr skattur Davíð Þorláksson skrifar 3. júlí 2019 07:00 Enn á ný hafa hugmyndir um sykurskatt komið fram. Velmeinandi fólk virðist aldrei gefast upp á því að reyna að segja fullorðnu fólki hvernig það eigi að haga sér. Umræðan um skattinn er full af þversögnum. Tökum nokkur dæmi. Í fyrsta lagi er orðum aukið að offita sé meira vandamál hér en annars staðar. Samkvæmt tölum OECD er hlutfall offitu hér minna en meðaltal OECD og minna en í t.d. Finnlandi. Í öðru lagi er ráðgert að skatturinn verði aðeins lagður á gosdrykki og sælgæti. Það liggur þó fyrir að það eru ekki einu ástæður offitu. Langvarandi ofneysla á sykri og öðrum kolvetnum eru vandamálið. Rökin ættu því í raun frekar að leiða til þess að kolvetnaskattur yrði lagður á, sem væri auðvitað enn galnara en sykurskattur. Í þriðja lagi virðist ekki liggja fyrir hvort sykurskattur myndi minnka offitu. Ég dreg ekki í efa að hár sykurskattur myndi draga úr sykurneyslu en spurningin er hvort hann hafi meiri áhrif á fólk sem neytir sykurs í hófi fyrir eða á fólk sem neytir hans í óhófi. Þeir sem neyta sykurs í óhófi til langs tíma eru í mörgum tilfellum að glíma við sykurfíkn. Ef skattar myndu vinna bug á fíkn þá væru t.d. engir alkóhólistar á Íslandi lengur. Ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að skoða tillögurnar og væntanlega þennan súra rökstuðning að baki þeim. Það blasir við að það þarf að skoða þetta miklu betur áður en þjóðin verður gerð að tilraunadýrum fyrir velmeinandi fólk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Enn á ný hafa hugmyndir um sykurskatt komið fram. Velmeinandi fólk virðist aldrei gefast upp á því að reyna að segja fullorðnu fólki hvernig það eigi að haga sér. Umræðan um skattinn er full af þversögnum. Tökum nokkur dæmi. Í fyrsta lagi er orðum aukið að offita sé meira vandamál hér en annars staðar. Samkvæmt tölum OECD er hlutfall offitu hér minna en meðaltal OECD og minna en í t.d. Finnlandi. Í öðru lagi er ráðgert að skatturinn verði aðeins lagður á gosdrykki og sælgæti. Það liggur þó fyrir að það eru ekki einu ástæður offitu. Langvarandi ofneysla á sykri og öðrum kolvetnum eru vandamálið. Rökin ættu því í raun frekar að leiða til þess að kolvetnaskattur yrði lagður á, sem væri auðvitað enn galnara en sykurskattur. Í þriðja lagi virðist ekki liggja fyrir hvort sykurskattur myndi minnka offitu. Ég dreg ekki í efa að hár sykurskattur myndi draga úr sykurneyslu en spurningin er hvort hann hafi meiri áhrif á fólk sem neytir sykurs í hófi fyrir eða á fólk sem neytir hans í óhófi. Þeir sem neyta sykurs í óhófi til langs tíma eru í mörgum tilfellum að glíma við sykurfíkn. Ef skattar myndu vinna bug á fíkn þá væru t.d. engir alkóhólistar á Íslandi lengur. Ríkisstjórnin ákvað að skipa nefnd til að skoða tillögurnar og væntanlega þennan súra rökstuðning að baki þeim. Það blasir við að það þarf að skoða þetta miklu betur áður en þjóðin verður gerð að tilraunadýrum fyrir velmeinandi fólk.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun