Starfsmönnum Íslandspósts tilkynnt um yfirvofandi uppsagnir Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 15:23 Uppsagnir hjá Íslandspósti eiga að beinast að millistjórnendum á skrifstofu en ekki starfsfólki á pósthúsum eða í dreifikerfinu. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspóst, sendi starfsmönnum fyrirtækisins póst í morgun og boðaði uppsagnir á næstunni. Umtalsverður hluti millistjórnenda og þeirra sem vinna á skrifstofum Íslandspósts verður látinn fara og eiga uppsagnirnar að hefjast á næstu vikum. Íslandspóstur hefur átt í verulegum fjárhagskröggum að undanförnum og óskaði stjórn fyrirtækisins eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Tilkynnt var um að framkvæmdastjórum yrði fækkað úr fimm í þrjá og að fyrirtækið flytti í ódýrara húsnæði í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Birgir að yfirbygging fyrirtækisins sé of þung og launakostnaður í stjórnunarlaginu úr takti við raunverulegar aðstæður í rekstrinum. Hann hafi sent öllum starfsmönnum póst um næsta fasa aðhaldsaðgerða svo að þeir þyrftu ekki að lesa um þær fyrst í fjölmiðlum. Í póstinum segir hann að stefnt sé að því að ljúka uppsögnunum í sumar. Spurður út í umfang uppsagnanna segist Birgir ekki geta gefið upp nákvæma tölu. „Þetta er auðvitað hlutfallslega umtalsvert hlutfall af þeim sem vinna hérna á skrifstofunni, millistjórnendur og aðrir. Ég er ekki að tala um fólk á pósthúsunum eða dreifikerfinu. Ég er að tala um yfirbygginguna,“ segir hann. Ráðist verður í frekari hagræðingaraðgerðir innan fyrirtækisins en Birgir segir að þær eigi ekki að skerða þjónustu fyrirtækisins eða koma niður á viðskiptavinum. Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38 Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Birgir Jónsson, nýr forstjóri Íslandspóst, sendi starfsmönnum fyrirtækisins póst í morgun og boðaði uppsagnir á næstunni. Umtalsverður hluti millistjórnenda og þeirra sem vinna á skrifstofum Íslandspósts verður látinn fara og eiga uppsagnirnar að hefjast á næstu vikum. Íslandspóstur hefur átt í verulegum fjárhagskröggum að undanförnum og óskaði stjórn fyrirtækisins eftir 1,5 milljarða neyðarlánveitingu frá ríkinu. Tilkynnt var um að framkvæmdastjórum yrði fækkað úr fimm í þrjá og að fyrirtækið flytti í ódýrara húsnæði í síðustu viku. Í samtali við Vísi segir Birgir að yfirbygging fyrirtækisins sé of þung og launakostnaður í stjórnunarlaginu úr takti við raunverulegar aðstæður í rekstrinum. Hann hafi sent öllum starfsmönnum póst um næsta fasa aðhaldsaðgerða svo að þeir þyrftu ekki að lesa um þær fyrst í fjölmiðlum. Í póstinum segir hann að stefnt sé að því að ljúka uppsögnunum í sumar. Spurður út í umfang uppsagnanna segist Birgir ekki geta gefið upp nákvæma tölu. „Þetta er auðvitað hlutfallslega umtalsvert hlutfall af þeim sem vinna hérna á skrifstofunni, millistjórnendur og aðrir. Ég er ekki að tala um fólk á pósthúsunum eða dreifikerfinu. Ég er að tala um yfirbygginguna,“ segir hann. Ráðist verður í frekari hagræðingaraðgerðir innan fyrirtækisins en Birgir segir að þær eigi ekki að skerða þjónustu fyrirtækisins eða koma niður á viðskiptavinum.
Íslandspóstur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38 Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21 Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07 Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54 Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00 Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Heyrði fyrst af söluhugleiðingum fjármálaráðherra í fjölmiðlum Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segist ekki hafa miklar skoðanir á hugsanlegri sölu ríkisins á rekstri Íslandspósts. Það mikilvægasta sé að koma rekstrinum í rétt horf. 27. júní 2019 14:38
Íslandspóstur fækkar framkvæmdastjórum og flytur í ódýrara húsnæði Viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á rekstri Íslandspósts. Framkvæmdastjórum verður fækkað úr fimm í þrjá, og láta þannig tveir framkvæmdastjórar af störfum. 25. júní 2019 09:21
Forstjóri Íslandspósts upplifir skýrslu Ríkisendurskoðunar ekki sem áfellisdóm Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts, segir skýrslu Ríkisendurskoðunar gott veganesti fyrir framtíðina. Tillögur til úrbóta falli vel að hans eigin sýn. 25. júní 2019 12:07
Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst. 25. júní 2019 15:54
Íslandspóstur verði seldur við fyrsta tækifæri segir ráðherra Þegar umbætur á lagaumgjörð, sem gerðar hafa verið, og nauðsynlegar breytingar á rekstri Íslandspósts fari að skila árangri er ekkert því til fyrirstöðu að ríkið selji reksturinn, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 27. júní 2019 06:00