Segja Eldum rétt bregðast við með útúrsnúningi og rangfærslum Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2019 16:16 Eldum rétt er sagt vera eitt af nokkrum fyrirtækjum sem keypt hafa vinnuafl af starfsmannaleigunni. Vísir/Ernir Undanþágur frá keðjuábyrgð fyrirtækja vegna lágmarksvinnutímabils áttu ekki við í tilfelli rúmenskra starfsmanna sem unnu fyrir fyrirtækið Eldum rétt. Í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins Eflingar sem hefur höfðað mál fyrir hönd starfsmannanna er framkvæmdastjóri Eldum rétt sakaður um að bregðast við málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt vegna fjögurra Rúmena sem unnu fyrir fyrirtækið á vegum starfsmannaleigunnar MIV sem hét áður Menn í vinnu. Starfsmannaleigunni var einnig stefnt. Mennirnir eru taldir hafa sætt ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Eldum rétt er stefnt á grundvelli svonefndrar keðjuábyrgðar sem gerir fyrirtæki ábyrg fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sagði Vísi í dag að mennirnir hefðu aðeins unnið í fjóra daga fyrir fyrirtækið og að krafa Eflingar geri ráð fyrir mun hærri upphæð en því nemi. Ábyrgð Eldum rétt nái ekki til þess að greiða þeim fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað. Í yfirlýsingu frá Eflingu vegna ummæla Kristófers Júlíusar er fullyrt að það komi málinu ekki við hversu lengi mennirnir fjórir unnu fyrir Eldum rétt. „Í lögum um keðjuábyrgð eru tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir á sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eiga ekki við í tilfelli Eldum rétt,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur verkamannanna hafi verið settar fram á hendur fjögurra fyrirtækja í apríl. Þrjú fyrirtækjanna hafi strax gengið til viðræðna við Eflingu og gengist við lögbundinni ábyrgð. Eldum rétt hafi aftur á móti kosið af svara af bið með harðorðu bréfi þar sem fyrirtækið hafi vísað allri ábyrgð á bug, bent á ábyrgðarsjóð launa og mögulegt yfirvofandi gjaldþrot Manna í vinnu. „Allt var gert til þess að túlka skyldur Eldum rétt á sem þrengstan hátt. Kristófer reynir nú að drepa málinu á dreif með að tala um að vandamálið hafi verið upphæðirnar, en þær voru ekki gerðar að umræðuefni í fyrrnefndu bréfi, og virðist einfaldlega vera viðleitni til að grugga vatnið nú þegar lögsóknin er til umtals í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Undanþágur frá keðjuábyrgð fyrirtækja vegna lágmarksvinnutímabils áttu ekki við í tilfelli rúmenskra starfsmanna sem unnu fyrir fyrirtækið Eldum rétt. Í yfirlýsingu verkalýðsfélagsins Eflingar sem hefur höfðað mál fyrir hönd starfsmannanna er framkvæmdastjóri Eldum rétt sakaður um að bregðast við málinu með útúrsnúningi og rangfærslum. Efling hefur höfðað mál gegn Eldum rétt vegna fjögurra Rúmena sem unnu fyrir fyrirtækið á vegum starfsmannaleigunnar MIV sem hét áður Menn í vinnu. Starfsmannaleigunni var einnig stefnt. Mennirnir eru taldir hafa sætt ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu. Eldum rétt er stefnt á grundvelli svonefndrar keðjuábyrgðar sem gerir fyrirtæki ábyrg fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Kristófer Júlíus Leifsson, framkvæmdastjóri Eldum rétt, sagði Vísi í dag að mennirnir hefðu aðeins unnið í fjóra daga fyrir fyrirtækið og að krafa Eflingar geri ráð fyrir mun hærri upphæð en því nemi. Ábyrgð Eldum rétt nái ekki til þess að greiða þeim fyrirframgreidd laun og útlagðan kostnað. Í yfirlýsingu frá Eflingu vegna ummæla Kristófers Júlíusar er fullyrt að það komi málinu ekki við hversu lengi mennirnir fjórir unnu fyrir Eldum rétt. „Í lögum um keðjuábyrgð eru tilgreindar undanþágur ef starfið sem um ræðir á sér stað innan ákveðins lágmarkstímabils, en þær undanþágur eiga ekki við í tilfelli Eldum rétt,“ segir í yfirlýsingunni. Kröfur verkamannanna hafi verið settar fram á hendur fjögurra fyrirtækja í apríl. Þrjú fyrirtækjanna hafi strax gengið til viðræðna við Eflingu og gengist við lögbundinni ábyrgð. Eldum rétt hafi aftur á móti kosið af svara af bið með harðorðu bréfi þar sem fyrirtækið hafi vísað allri ábyrgð á bug, bent á ábyrgðarsjóð launa og mögulegt yfirvofandi gjaldþrot Manna í vinnu. „Allt var gert til þess að túlka skyldur Eldum rétt á sem þrengstan hátt. Kristófer reynir nú að drepa málinu á dreif með að tala um að vandamálið hafi verið upphæðirnar, en þær voru ekki gerðar að umræðuefni í fyrrnefndu bréfi, og virðist einfaldlega vera viðleitni til að grugga vatnið nú þegar lögsóknin er til umtals í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingu Eflingar.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15 Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Eldum rétt taldi sig breyta rétt Framkvæmdastjóri fyrirtækisins Eldum rétt segir að fyrirtækið vilja axla ábyrgð og harmar það ef starfsfólk á vegum starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, hafi verið beitt nauðung. 3. júlí 2019 12:15
Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti. 2. júlí 2019 21:26