Segja að Man. United hafi fundið manninn til að koma í stað Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 07:30 Saul Niguez hefur verið frábær á miðju Atletico Madrid síðustu ár. Vísir/Getty Paul Pogba vill fara frá Manchester United og það er bara einn raunhæfur endir á því vandamáli. Manchester United mun að öllum líkindum selja kappann. En hver kemur í staðinn? Spænska blaðið AS slær því upp að Ole Gunnar Solskjær og félagar séu búnir að finna rétta manninn til að leysa franska heimsmeistarann af á miðju liðsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Paul Pogba í varaliði Manchester United frá 2009 til 2011 og tókst að kveikja í Frakkanum þegar hann tók við á miðju síðasta tímabili. Þegar leið á tímabilið þá var Pogba hins vegar dottinn í sama pakkann og áður. Það kom lítið út úr hans leik síðustu mánuði tímabilsins og ensku miðlarnir voru duglegir að orða Pogba við Real Madrid.Manchester United 'target Saul Niguez as Paul Pogba replacement' and other #mufc transfer gossip https://t.co/i2GhA1J3LN — Man United News (@ManUtdMEN) July 5, 2019Talsvert hefur verið skrifað um Portúgalann Bruno Fernandes og möguleg kaup United á honum frá Sporting en þrátt fyrir áhuga enska félagsins á honum þá herma heimildir AS að Solskjær vilji fá annan miðjumann til að fylla í skarð Pogba. Maðurinn til að leysa af Paul Pogba er sagður vera Spánverjinn Saul Niguez hjá Atletico Madrid. Samkvæmt frétt AS hafa fulltrúar Manchester United þegar haft samband við Atletico Madrid um kaup á Saul. Þetta er búið að vera erfitt sumar fyrir Atletico Madrid sem er búið að missa menn eins og þá Diego Godin, Juanfran, Filipe Luís, Lucas Hernandez og nú síðast miðjumanninn Rodri til Manchester City. Þá er búist við því að Antoine Griezmann fari til Barcelona.Saul Niguez as been anointed as Paul Pogba's successor, according to reports in Spain #MUFChttps://t.co/LKAkz4Doukpic.twitter.com/TxUS00uabn — Express Sport (@DExpress_Sport) July 4, 2019Saul Niguez hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Atletico en er samt bara 24 ára gamall. Hann skrifaði undir níu ára samning við Atletico árið 2017 og sá samningur rennur því ekki út fyrr en árið 2026. Umboðsmaður Saul Niguez vill að leikmaðurinn fá launahækkun og það gæti útskýrt að nafn hans sé orðað við Manchester United í spænsku blöðunum. Manchester United gæti keypt um samning Saul á 134,5 milljónir punda en þar sem Diego Simeone vill alls ekki missa hann þurfa væntanlegir kaupendur að borga alla þessa upphæð ætli þeir að fá Saul. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Paul Pogba vill fara frá Manchester United og það er bara einn raunhæfur endir á því vandamáli. Manchester United mun að öllum líkindum selja kappann. En hver kemur í staðinn? Spænska blaðið AS slær því upp að Ole Gunnar Solskjær og félagar séu búnir að finna rétta manninn til að leysa franska heimsmeistarann af á miðju liðsins. Ole Gunnar Solskjær þjálfaði Paul Pogba í varaliði Manchester United frá 2009 til 2011 og tókst að kveikja í Frakkanum þegar hann tók við á miðju síðasta tímabili. Þegar leið á tímabilið þá var Pogba hins vegar dottinn í sama pakkann og áður. Það kom lítið út úr hans leik síðustu mánuði tímabilsins og ensku miðlarnir voru duglegir að orða Pogba við Real Madrid.Manchester United 'target Saul Niguez as Paul Pogba replacement' and other #mufc transfer gossip https://t.co/i2GhA1J3LN — Man United News (@ManUtdMEN) July 5, 2019Talsvert hefur verið skrifað um Portúgalann Bruno Fernandes og möguleg kaup United á honum frá Sporting en þrátt fyrir áhuga enska félagsins á honum þá herma heimildir AS að Solskjær vilji fá annan miðjumann til að fylla í skarð Pogba. Maðurinn til að leysa af Paul Pogba er sagður vera Spánverjinn Saul Niguez hjá Atletico Madrid. Samkvæmt frétt AS hafa fulltrúar Manchester United þegar haft samband við Atletico Madrid um kaup á Saul. Þetta er búið að vera erfitt sumar fyrir Atletico Madrid sem er búið að missa menn eins og þá Diego Godin, Juanfran, Filipe Luís, Lucas Hernandez og nú síðast miðjumanninn Rodri til Manchester City. Þá er búist við því að Antoine Griezmann fari til Barcelona.Saul Niguez as been anointed as Paul Pogba's successor, according to reports in Spain #MUFChttps://t.co/LKAkz4Doukpic.twitter.com/TxUS00uabn — Express Sport (@DExpress_Sport) July 4, 2019Saul Niguez hefur verið lengi í stóru hlutverki hjá Atletico en er samt bara 24 ára gamall. Hann skrifaði undir níu ára samning við Atletico árið 2017 og sá samningur rennur því ekki út fyrr en árið 2026. Umboðsmaður Saul Niguez vill að leikmaðurinn fá launahækkun og það gæti útskýrt að nafn hans sé orðað við Manchester United í spænsku blöðunum. Manchester United gæti keypt um samning Saul á 134,5 milljónir punda en þar sem Diego Simeone vill alls ekki missa hann þurfa væntanlegir kaupendur að borga alla þessa upphæð ætli þeir að fá Saul.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira