Ríkisstjórnin féll í kosningum í Grikklandi Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 20:49 Kyriakos Mitsotakis, formaður Nýs lýðræðis, ávarpar stuðningsmenn sína þegar ljóst var að sigurinn væri í höfn. Vísir/epa Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. Flokkurinn lofar skattalækkunum og framförum í atvinnulífinu á komandi kjörtímabili eftir efnahagsörðugleika landsins undanfarin ár. Reuters greinir frá. Þegar 73 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði flokkurinn átta prósentustiga forskot á Syriza flokkinn sem hefur verið við völd frá árinu 2015. Alexis Tsipiras, forsætisráðherra og formaður Syriza, boðaði skyndilega til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í Evróuþingskosningunum í vor. Tspiras viðurkenndi ósigur sinn í viðtali við blaðamenn og sagðist virða vilja grísku þjóðarinnar. Hann segir landið vera á betri stað en þegar hann tók við en hann hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem hefðu haft pólitískar afleiðingar. Syriza flokkurinn komst til valda líkt og áður sagði árið 2015. Grikkland var þá á hápunkti efnahagsörðugleika sinna sem höfðu þá staðið yfir í fimm ár. Það hefur reynst erfitt ná stöðugleika í efnahagslífinu undanfarin ár, þá sérstaklega á atvinnumarkaði en atvinnuleysi ungs fólks mælist um fjörutíu prósent í landinu. Kyriakos Mitsotakis, formaður Nýs lýðræðis, segist lofa því að lækka skatta í landinu og auka hagvöxt. Hann vilji að ríkismálin séu skilvirk og heitir því að koma atvinnulífinu í betra ástand í stjórnartíð sinni. Grikkland Tengdar fréttir Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34 Útgönguspá bendir til þess að stjórnarandstaðan nái völdum í Grikklandi Syriza-flokkurinn hefur verið við völd frá árinu 2015 með Tsipras í broddi fylkingar en Nýi lýðveldisflokkur Kyriakos Mitsotakis vonast nú til þess að ná kjöri og binda enda á stjórnartíð Tsipras. 7. júlí 2019 16:17 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. Flokkurinn lofar skattalækkunum og framförum í atvinnulífinu á komandi kjörtímabili eftir efnahagsörðugleika landsins undanfarin ár. Reuters greinir frá. Þegar 73 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði flokkurinn átta prósentustiga forskot á Syriza flokkinn sem hefur verið við völd frá árinu 2015. Alexis Tsipiras, forsætisráðherra og formaður Syriza, boðaði skyndilega til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í Evróuþingskosningunum í vor. Tspiras viðurkenndi ósigur sinn í viðtali við blaðamenn og sagðist virða vilja grísku þjóðarinnar. Hann segir landið vera á betri stað en þegar hann tók við en hann hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem hefðu haft pólitískar afleiðingar. Syriza flokkurinn komst til valda líkt og áður sagði árið 2015. Grikkland var þá á hápunkti efnahagsörðugleika sinna sem höfðu þá staðið yfir í fimm ár. Það hefur reynst erfitt ná stöðugleika í efnahagslífinu undanfarin ár, þá sérstaklega á atvinnumarkaði en atvinnuleysi ungs fólks mælist um fjörutíu prósent í landinu. Kyriakos Mitsotakis, formaður Nýs lýðræðis, segist lofa því að lækka skatta í landinu og auka hagvöxt. Hann vilji að ríkismálin séu skilvirk og heitir því að koma atvinnulífinu í betra ástand í stjórnartíð sinni.
Grikkland Tengdar fréttir Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34 Útgönguspá bendir til þess að stjórnarandstaðan nái völdum í Grikklandi Syriza-flokkurinn hefur verið við völd frá árinu 2015 með Tsipras í broddi fylkingar en Nýi lýðveldisflokkur Kyriakos Mitsotakis vonast nú til þess að ná kjöri og binda enda á stjórnartíð Tsipras. 7. júlí 2019 16:17 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí. 7. júlí 2019 08:34
Útgönguspá bendir til þess að stjórnarandstaðan nái völdum í Grikklandi Syriza-flokkurinn hefur verið við völd frá árinu 2015 með Tsipras í broddi fylkingar en Nýi lýðveldisflokkur Kyriakos Mitsotakis vonast nú til þess að ná kjöri og binda enda á stjórnartíð Tsipras. 7. júlí 2019 16:17