Nýr samningur markar tímamót í Afríku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. júlí 2019 06:30 Moussa Faki Mahamat á fundi Afríkusambandsins. Nordicphotos/AFP Nýr fríverslunarsamningur allra Afríkuríkja utan Erítreu markar tímamót í sögu álfunnar. Þetta sagði Moussa Faki Mahamat, forseti Afríkusambandsins, í gær. Nígería, með sitt stærsta hagkerfi álfunnar, og Benín undirrituðu samninginn á sunnudag og voru síðustu ríkin, utan Erítreu, til þess að skrifa undir. „Þetta er eins og að draumur, gamall draumur frá fyrsta fundinum í maí 1963, hafi ræst. Afríski fríverslunarsamningurinn sem við tökum í gagnið í dag er eitt mikilvægasta verkefnið á dagskrá Afríku og stofnendur sambandsins væru án nokkurs vafa stoltir,“ sagði Mahamat aukinheldur. Með samningnun hefur orðið til í Afríku stærsti fríverslunarmarkaður heims. Það þýðir búbót fyrir Afríkuríki og samkvæmt Afríkusambandinu munu milliríkjaviðskipti innan álfunnar aukast um sextíu prósent fyrir árið 2022. Í dag nema milliríkjaviðskipti Afríkuríkja innan álfunnar um sextán prósentum af heildarviðskiptum. Erítrea er eins og áður segir ekki aðili að samningnum. Ástæðan er langvarandi átök við Eþíópíu að því er Albert Muchanga, viðskiptamálastjóri framkvæmdastjórnar Afríkusambandsins, sagði á dögunum. Hins vegar var samið um frið í júlí á síðasta ári og hefur Afríkusambandið því beðið Erítreu um að koma að borðinu. Eins og er hafa 27 ríki fullgilt samkomulagið. Meðal annars Kenía og Gana. Þá hafa stjórnvöld í Marokkó sagt von á fullgildingu innan fáeinna daga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Nýr fríverslunarsamningur allra Afríkuríkja utan Erítreu markar tímamót í sögu álfunnar. Þetta sagði Moussa Faki Mahamat, forseti Afríkusambandsins, í gær. Nígería, með sitt stærsta hagkerfi álfunnar, og Benín undirrituðu samninginn á sunnudag og voru síðustu ríkin, utan Erítreu, til þess að skrifa undir. „Þetta er eins og að draumur, gamall draumur frá fyrsta fundinum í maí 1963, hafi ræst. Afríski fríverslunarsamningurinn sem við tökum í gagnið í dag er eitt mikilvægasta verkefnið á dagskrá Afríku og stofnendur sambandsins væru án nokkurs vafa stoltir,“ sagði Mahamat aukinheldur. Með samningnun hefur orðið til í Afríku stærsti fríverslunarmarkaður heims. Það þýðir búbót fyrir Afríkuríki og samkvæmt Afríkusambandinu munu milliríkjaviðskipti innan álfunnar aukast um sextíu prósent fyrir árið 2022. Í dag nema milliríkjaviðskipti Afríkuríkja innan álfunnar um sextán prósentum af heildarviðskiptum. Erítrea er eins og áður segir ekki aðili að samningnum. Ástæðan er langvarandi átök við Eþíópíu að því er Albert Muchanga, viðskiptamálastjóri framkvæmdastjórnar Afríkusambandsins, sagði á dögunum. Hins vegar var samið um frið í júlí á síðasta ári og hefur Afríkusambandið því beðið Erítreu um að koma að borðinu. Eins og er hafa 27 ríki fullgilt samkomulagið. Meðal annars Kenía og Gana. Þá hafa stjórnvöld í Marokkó sagt von á fullgildingu innan fáeinna daga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira