Helgi: Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif Skúli Arnarson skrifar 30. júní 2019 19:55 Helgi Sigurðsson er að gera góða hluti í Árbænum. vísir/báraa Fylkir unnu 3-2 sigur á KA mönnum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum gríðarlega ánægður með sitt lið í kvöld. „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum.” Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.” Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Fylkir unnu 3-2 sigur á KA mönnum í Pepsi Max deildinni í kvöld. Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var að vonum gríðarlega ánægður með sitt lið í kvöld. „Ég er bara hrikalega stoltur af stráknunum. Við lendum í þessum áföllum, töpum ósanngjarnt á móti Blikunum á fimmtdaginn, lendum í þessum meiðslum snemma leiks og missum mikilvæga menn útaf. Svo missum við markmanninn útaf líka en mennirnir sem komu inn stóðu sig vel og voru tilbúnir að berjast. Við fundum einhvern aukakraft til að klára þetta og ég bara gæti ekki verið stoltari af strákunum.” Fylkir spiluðu við Breiðablik í Mjólkurbikarnum á fimmtudaginn þar sem þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Breiðablik unnu að lokum 4-2 sigur. Það var nokkuð ljóst að sá leikur sat í Fylkismönnum sem þurftu að gera tvöfalda skiptingu um miðjan fyrri hálfleik vegna meiðsla. „Leikurinn við Blika sat í okkur, við vissum það alveg. Við ákváðum samt að vera ekkert að tala um það. Ef maður talar mikið um það þá getur það haft áhrif og menn jafnvel orðið ennþá þreyttari. Ég talaði um það við mína menn í hálfleik að við þyrftum bara að halda áfram og sýna úr hverju við erum gerðir. Við töluðum um það fyrir mót að vera með sterkan heimavöll og að vinna svona leiki er bara einn liður í því.” Kolbeinn Birgir Finnsson hefur verið gífurlega öflugur fyrir Fylki í sumar en hann er á láni frá Brentford í Englandi. Lánssamningur hans rennur út 1.júlí og ljóst er að Fylkir vill reyna að halda honum lengur. Helgi segist ekkert vita hvort að það takist. „Hann var mögulega að leika sinn síðasta leik. Það er ekkert meira að segja við því. Við vonum auðvitað að hann verði áfram. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur og vonandi heldur hann áfram. Ég get því miður ekki sagt að hann verði klár fyrir okkur en við erum með fleiri stráka klára og ef hann fer þá erum við með nóg af mönnum til að taka við.” Næsti leikur Fylkis er gegn ÍA. Helgi segir að nú taki við kærkomin hvíld. „Nú nýtum við kærkomna hvíld. Auðvitað er betra að fara inn í hvíldina með sigur á bakinu. Við vitum það að hver leikur í þessari deild er erfiður og við þurfum að sýna jafn mikinn karakter ef ekki meiri út á Skaga í næstu umferð.”
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira