Markmenn í ensku úrvalsdeildinni þurfa ekki að óttast VAR Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. júní 2019 16:45 Stuðningsmenn enskra úrvalsdeildaliða þurfa ekki að óttast þessi skilaboð í vetur vísir/getty Myndbandsdómgæslan í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili mun ekki hafa heimild til þess að dæma á markmenn fyrir að stíga af marklínunni í vítaspyrnum. Riðlakeppni HM kvenna í fótbolta klárast í dag en þrisvar sinnum hafa víti verið endurtekin á mótinu til þessa eftir að myndbandsdómarar dæmdu að markmenn hefðu farið af marklínunni áður en spyrnan var tekin. Í breytingunum sem gerðar voru á knattspyrnulögunum nýlega og tóku gildi 1. júní var meðal annars sett sú regla að þegar vítaspyrna er tekin verði markmaður að hafa að minnsta kosti annan fótinn á marklínunni, eða ef markmaður er hoppandi þegar spyrnan er tekin þá þurfi annar fóturinn að vera samsíða marklínunni. Þessi regla hefur verið tekin mjög alvarlega á HM kvenna í Frakklandi og síðast í gær var markvörður Skota fyrir barðinu á þessari reglu. Seint í leik Skota og Argentínu fékk Argentína vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Skota. Lee Alexander varði spyrnuna frá Florencia Bonsegundo en var dæmd brotleg. Bonsegundo skoraði í annarri tilraun, leiknum lauk með 3-3 jafntefli og bæði lið því líklega úr leik í keppninni, í það minnsta eru Skotar á heimleið. Þessi harða dómgæsla hefur verið harðlega gagnrýnd. „Ef markmaðurinn þarf að standa á línunni og getur ekki staðið á bakvið hana, þá getum við næst bara sagst ætla að binda hendur fyrir aftan bak,“ sagði sérfræðingur BBC Pat Nevin. „Það hefur aldrei verið auðveldara í sögu fótboltans að skora úr vítaspyrnu.“ Yfirvöld dómgæslumála á Englandi (e. Professional Game Match Officials Board) ætla ekki að láta myndbandsdómarana dæma um þessa reglu á komandi leiktíð, en myndbandsdómgæsla verður notuð í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti næsta vetur. Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Myndbandsdómgæslan í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili mun ekki hafa heimild til þess að dæma á markmenn fyrir að stíga af marklínunni í vítaspyrnum. Riðlakeppni HM kvenna í fótbolta klárast í dag en þrisvar sinnum hafa víti verið endurtekin á mótinu til þessa eftir að myndbandsdómarar dæmdu að markmenn hefðu farið af marklínunni áður en spyrnan var tekin. Í breytingunum sem gerðar voru á knattspyrnulögunum nýlega og tóku gildi 1. júní var meðal annars sett sú regla að þegar vítaspyrna er tekin verði markmaður að hafa að minnsta kosti annan fótinn á marklínunni, eða ef markmaður er hoppandi þegar spyrnan er tekin þá þurfi annar fóturinn að vera samsíða marklínunni. Þessi regla hefur verið tekin mjög alvarlega á HM kvenna í Frakklandi og síðast í gær var markvörður Skota fyrir barðinu á þessari reglu. Seint í leik Skota og Argentínu fékk Argentína vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Skota. Lee Alexander varði spyrnuna frá Florencia Bonsegundo en var dæmd brotleg. Bonsegundo skoraði í annarri tilraun, leiknum lauk með 3-3 jafntefli og bæði lið því líklega úr leik í keppninni, í það minnsta eru Skotar á heimleið. Þessi harða dómgæsla hefur verið harðlega gagnrýnd. „Ef markmaðurinn þarf að standa á línunni og getur ekki staðið á bakvið hana, þá getum við næst bara sagst ætla að binda hendur fyrir aftan bak,“ sagði sérfræðingur BBC Pat Nevin. „Það hefur aldrei verið auðveldara í sögu fótboltans að skora úr vítaspyrnu.“ Yfirvöld dómgæslumála á Englandi (e. Professional Game Match Officials Board) ætla ekki að láta myndbandsdómarana dæma um þessa reglu á komandi leiktíð, en myndbandsdómgæsla verður notuð í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti næsta vetur.
Enski boltinn HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira