Ólafur: Á eftir í öllum aðgerðum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 23. júní 2019 21:44 Ólafur er ekki viss hvort FH bæti við sig liðsstyrk þegar félagaskiptaglugginn opnar í byrjun júlí. vísir/bára Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.“ Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.“ FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.“ Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys Arnarsonar í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var svekktur með tap sinna manna gegn KR í kvöld en eftir tapið sitja hans menn í 7. sæti aðeins fjórum stigum frá fallsæti. Hann sagði að slakur fyrri hálfleikur hefði gert þeim erfitt fyrir. „Slakur fyrri hálfleikur, við vorum heppnir að vera einungis 1-0 undir í hálfleik. Við erum á eftir í öllum aðgerðum og KR-ingarnir miklu ákveðnari. Svo í seinni hálfleiknum sýndum við aðeins meira lífsmark og komum til baka en nýtum ekki góð færi sem við fáum. Síðan þegar við lendum í 2-0 undir reynum við að klóra í bakkann en aftur svolítið sama sagan, við þurfum mörg færi til að skora. Okkur tókst ekki að spila nógu vel gegn KR hér í dag til að vinna þá.“ Davíð Þór Viðarsson hefur oft verið frábær í leikjum eins og þessum en hann byrjaði á bekknum í dag, Óli sagði það einfaldlega vegna þess að hann hafi verið að glíma við meiðsli í hnénu og leikformið því ekki upp á það besta. „Davíð hefur verið að glíma við vandamál í hnénu í vor og sumar og því miður er hann kannski ekki 90 mínútna maður og þess vegna byrjar hann á bekknum, en það er rétt að hann kom inn á og sýndi leiðtogahæfilega í síðari hálfleiknum.“ FH-ingar eru í erfiðum málum í deildinni en eru þó ennþá í bikarnum og eiga þar leik í 8-liða úrslitum gegn Grindavík næstkomandi fimmtudag. Óli sagði að það væri klárt mál að hans menn myndu gefa allt í það verkefni. „Við þurfum að klára leikinn á fimmtudaginn, það er alveg ljóst og það er rétt hjá þér að gengið í deildinni hefur verið vonbrigði. Við höfum ekki safnað nógu mörgum stigum þar og við þurfum að takast á við það allir sem einn og gott að fá bikarleik næst.” Óli vildi ekki játa því hvort liðið myndi sækja sér styrkingu þegar leikmannaglugginn opnar 1. júlí. „Erfitt að segja núna svona rétt eftir leik en bæði þurfa þeir sem voru að spila núna og þeir sem eru fyrir utan liðið að gera betur en svo munum við sjá hvort við kíkjum hvað er í boði.“ Óli sagði að lokum að hann væri ánægður með innkomu Daða Freys Arnarsonar í markið en hann hefur verið flottur þessa tvo leiki sem hann hefur spilað. „Daði er búinn að spila þessa tvo leiki helvíti vel og það er mjög blóðugt fyrir ungan markmann að þurfa hirða boltann úr netinu tvisvar og geta lítið við því gert, sagði Óli að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Sjá meira
Leik lokið: FH - KR 1-2 | KR-ingar aftur á toppinn eftir sigur í Krikanum KR gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann FH, 1-2. Með sigrinum komust KR-ingar á topp Pepsi Max-deildar karla. 23. júní 2019 22:00