Einn alræmdasti mafíuforingi Ítalíu gengur laus Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júní 2019 21:36 Rocco Morabito tókst að flýja ásamt þremur samföngum sínum úr fangelsi í Úrúgvæ. ASSOCIATED PRESS Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Ítalíu og fjallað var um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Úrúgvæ hafði samþykkt að framselja hinn illræmda fíkniefnasala, sem er þekktur sem „kókaín konungur Mílan,“ aftur til Ítalíu. Hann hefur verið einn eftirsóttasti flóttamaður Ítalíu síðan 1995 en hann var foringi ´Ndrangheta mafíunnar. Morabito slapp ásamt þremur öðrum föngum í gegnum gat á þaki fangelsisins seint á sunnudag og rændu þeir peningum af eiganda nálægs sveitabæjar. Árið 2017 var hann handtekinn nálægt Punta del Este í Úrúgvæ þar sem hann hafði búið undir fölsku nafni í um áratug. ´Ndrangheta mafían er upprunalega frá Kalabríu í suður Ítalíu og er talin stjórna allt að 80% kókaín dreifingu í Evrópu. „Það er óþægileg tilhugsun og mjög alvarlegt að glæpamanni eins og Rocco Morabito, foringi ´Ndrangheta, hafi tekist að flýja fangelsi í Úrúgvæ meðan hann beið eftir því að vera framseldur til Ítalíu,“ sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, í tilkynningu. „Við munum halda áfram að leita Morabito, hvar sem hann er, til þess að setja hann í fangelsi eins og hann á skilið,“ bætti hann við. Lögregla segir að Morabito, sem nú er 52 ára gamall, hafi verið á bak við það að smygla hundruðum kílóa af kókaíni frá Brasilíu til Ítalíu. Framsal hans var byggt á grundvelli fyrri afbrota og sakfellinga vegna tengsla hans við skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasmygl frekar en til að sæta nýjum réttarhöldum. Morabito var handtekinn árið 2017 þegar hann dvaldi á hóteli í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, en hann hafði búið í lúxus villu nálægt ferðamannastaðnum Punta del Este, austan höfuðborgarinnar. Hann er núna á „rauðum lista“ hjá Interpol, Alþjóðalögreglunni, fyrir það að vera meðlimur glæpasamtaka sem smygluðu eiturlyfjum alþjóðlega á árunum 1988 til 1994, sagði í tilkynningu frá úrúgvæska innanríkisráðuneytinu. Ítalía Úrúgvæ Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Rocco Morabito, ítölskum mafíuforingja, hefur tekist að flýja úr fangelsi í Úrúgvæ þar sem hann beið þess að vera sendur til Ítalíu. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Ítalíu og fjallað var um málið á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Úrúgvæ hafði samþykkt að framselja hinn illræmda fíkniefnasala, sem er þekktur sem „kókaín konungur Mílan,“ aftur til Ítalíu. Hann hefur verið einn eftirsóttasti flóttamaður Ítalíu síðan 1995 en hann var foringi ´Ndrangheta mafíunnar. Morabito slapp ásamt þremur öðrum föngum í gegnum gat á þaki fangelsisins seint á sunnudag og rændu þeir peningum af eiganda nálægs sveitabæjar. Árið 2017 var hann handtekinn nálægt Punta del Este í Úrúgvæ þar sem hann hafði búið undir fölsku nafni í um áratug. ´Ndrangheta mafían er upprunalega frá Kalabríu í suður Ítalíu og er talin stjórna allt að 80% kókaín dreifingu í Evrópu. „Það er óþægileg tilhugsun og mjög alvarlegt að glæpamanni eins og Rocco Morabito, foringi ´Ndrangheta, hafi tekist að flýja fangelsi í Úrúgvæ meðan hann beið eftir því að vera framseldur til Ítalíu,“ sagði Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, í tilkynningu. „Við munum halda áfram að leita Morabito, hvar sem hann er, til þess að setja hann í fangelsi eins og hann á skilið,“ bætti hann við. Lögregla segir að Morabito, sem nú er 52 ára gamall, hafi verið á bak við það að smygla hundruðum kílóa af kókaíni frá Brasilíu til Ítalíu. Framsal hans var byggt á grundvelli fyrri afbrota og sakfellinga vegna tengsla hans við skipulagða glæpastarfsemi og fíkniefnasmygl frekar en til að sæta nýjum réttarhöldum. Morabito var handtekinn árið 2017 þegar hann dvaldi á hóteli í Montevideo, höfuðborg Úrúgvæ, en hann hafði búið í lúxus villu nálægt ferðamannastaðnum Punta del Este, austan höfuðborgarinnar. Hann er núna á „rauðum lista“ hjá Interpol, Alþjóðalögreglunni, fyrir það að vera meðlimur glæpasamtaka sem smygluðu eiturlyfjum alþjóðlega á árunum 1988 til 1994, sagði í tilkynningu frá úrúgvæska innanríkisráðuneytinu.
Ítalía Úrúgvæ Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira