Mikið af bleikju í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2019 11:00 Flott veiði í Hraunsfirði hjá Hauk Böðvarssyni Mynd: Haukur Böðvarsson Það virðist vera mikið líf og fjör í silungsveiðinni og við erum að fá skemmtilegar veiðifréttir víða að. Eitt af vinsælli vötnum Veiðikortsins er Hraunsfjörður en í vor fór hann nokkuð seint af stað sem veiðimönnum fannst nokkuð sérstakt því vatnið er yfirleitt farið að gefa vel til dæmis í maí. Hafi einhver haft áhyggjur af þessu má alveg ýta þeim áhyggjum til hliðar því við höfum verið að heyra af góðri veiði hjá mörgum sem hafa verið að kíkja í vatnið síðustu tvær vikur. Það eru dæmi um allt að 50 fiska veiði yfir daginn sem er frábært en flestir sem við höfum heyrt í hafa verið að fá 10-20 bleikjur eftir dagsveiði sem er veiðitala sem allir myndi vel við una. Bleikjan hefur verið að koma inn í miklu magni eftir því sem við heyrum og er vel haldin og feit. Bleikjan er að taka með Krókinn, Peacock, Peter Ross og ýmsar aðrar púpur. Mest lesið Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Lækurinn við Vífilstaðavatn fullur af bleikju Veiði Nú þurfa laxveiðiárnar rigningu Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Fínar göngur af laxi í Brynjudalsá Veiði Laxá í Kjós í góðum málum Veiði Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Hörður með gott stórlaxasumar Veiði
Það virðist vera mikið líf og fjör í silungsveiðinni og við erum að fá skemmtilegar veiðifréttir víða að. Eitt af vinsælli vötnum Veiðikortsins er Hraunsfjörður en í vor fór hann nokkuð seint af stað sem veiðimönnum fannst nokkuð sérstakt því vatnið er yfirleitt farið að gefa vel til dæmis í maí. Hafi einhver haft áhyggjur af þessu má alveg ýta þeim áhyggjum til hliðar því við höfum verið að heyra af góðri veiði hjá mörgum sem hafa verið að kíkja í vatnið síðustu tvær vikur. Það eru dæmi um allt að 50 fiska veiði yfir daginn sem er frábært en flestir sem við höfum heyrt í hafa verið að fá 10-20 bleikjur eftir dagsveiði sem er veiðitala sem allir myndi vel við una. Bleikjan hefur verið að koma inn í miklu magni eftir því sem við heyrum og er vel haldin og feit. Bleikjan er að taka með Krókinn, Peacock, Peter Ross og ýmsar aðrar púpur.
Mest lesið Fékk 92 cm lax í Varmá á Þýska snældu Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Lækurinn við Vífilstaðavatn fullur af bleikju Veiði Nú þurfa laxveiðiárnar rigningu Veiði Dunká komin til SVFR Veiði Fínar göngur af laxi í Brynjudalsá Veiði Laxá í Kjós í góðum málum Veiði Rjúpnaveiðar með sama sniði og í fyrra Veiði Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Hörður með gott stórlaxasumar Veiði