Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2019 07:55 Af frambjóðendum tíu sem öttu kappi í gær eru þau Biden (t.v.), Sanders (f.m.) og Harris (t.h.) eygja mesta von um sigur í forvalinu. AP/Wilfredo Lee Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sætti harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í málefnum ólíkra kynþátta í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, gekk sérstaklega hart að Biden sem hefur mælst með langmestan stuðning frambjóðendanna. Seinni hluti fyrstu sjónvarpskappræðna demókrata fóru fram í Míamí á Flórída í gærkvöldi. Tíu frambjóðendur tóku þátt. Auk Harris og Biden voru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indíana á meðal leiðandi frambjóðenda í forvalinu á sviðinu. Kappræðunum var skipt upp í tvö kvöld en tíu aðrir frambjóðendur rökræddu í fyrrakvöld. Biden hefur verið með talsvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum og hefur fylgi hans mælst allt upp í þrjátíu prósent. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig hann stæði sig í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar. Harris, sem sjálf er blökkukona af indverskum og jamaískum ættum, deildi á Biden fyrir nýleg ummæli hans um hvernig honum auðnaðist að vinna með íhaldssömum þingmönnum sem voru fylgjandi aðskilnaði kynþátta þegar hann var þingmaður á sínum tíma. Lýsti Harris þeim ummælum sem særandi. Gagnrýndi hún Biden einnig fyrir að hafa verið andsnúnum tilraunum til að draga úr aðskilnaði kynþáttanna á 8. áratugnum með því að senda hvít börn í skóla í öðrum hverfum þar sem svartir nemendur voru í meirihluta með rútum og öfugt. Harris var ein þeirra nemenda sem var send í skóla þar sem flestir nemendurnir voru hvítir. Biden sakaði Harris um að fara með rangt mál um afstöðu hans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta er mistúlkun á afstöðu minni almennt. Ég lofaði ekki rasista. Það er ekki satt,“ svaraði Biden sem þótti ekki eiga sérlega gott kvöld. Hann sagðist aðeins hafa verið á móti því að alríkisstjórnin skikkaði skóla til þess að draga úr aðskilnaði með þessum hætti.Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman í hléi á kappræðunum í gærkvöldi. Buttigieg er 37 ára gamall samkynhneigður fyrrverandi hermaður sem hefur vakið eftirtekt eftir að hann bauð sig fram í forvalinu.AP/Wilfredo LeeKallaði Trump lygasjúkan rasista Bernie Sanders kom mörgum á óvart í forvali demókrata árið 2016 þegar hann veitti Hillary Clinton samkeppni lengur en búist hafði verið við. Skoðanakannanir hafa bent til þess að hann sé með næstmest fylgi á eftir Biden en vel undir þeim stuðningi sem hann naut fyrir þremur árum. Sanders varði stórum hlutum kappræðnanna í að verja áform sín um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Viðurkenndi hann að sumt millistéttarfólk gæti þurft að greiða hærri skatta til að fjármagna hana. Þá lét hann Donald Trump forseta heyra það. „Bandaríska þjóðin skilur að Trump er svikahrappur, að Trump er lygasjúkur og rasisti og að hann laug að bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni,“ sagði Sanders. Annar frambjóðandi sem hefur vakið athygli í upphafi kosningabaráttunnar er Buttigieg þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hann voru lagðar erfiðar spurningar um rasisma innan lögregluliðs South Bend-borgar þar sem hann var borgarstjóri. Hlutfallslega fáir blökkumenn eru í lögreglunni þar og skammt er síðan hvítir lögreglumenn skutu svartan mann til bana í borginni. Þurfti Buttigieg að viðurkenna að honum hafi mistekist að jafna hlutföll kynþáttanna í lögreglunni. Hann yrði að axla ábyrgð á því að ekki hafi náðst meiri árangur í að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sætti harðri gagnrýni fyrir framgöngu sína í málefnum ólíkra kynþátta í sjónvarpskappræðum frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í gærkvöldi. Kamala Harris, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, gekk sérstaklega hart að Biden sem hefur mælst með langmestan stuðning frambjóðendanna. Seinni hluti fyrstu sjónvarpskappræðna demókrata fóru fram í Míamí á Flórída í gærkvöldi. Tíu frambjóðendur tóku þátt. Auk Harris og Biden voru Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont, og Pete Buttigieg, borgarstjóri South Bend í Indíana á meðal leiðandi frambjóðenda í forvalinu á sviðinu. Kappræðunum var skipt upp í tvö kvöld en tíu aðrir frambjóðendur rökræddu í fyrrakvöld. Biden hefur verið með talsvert forskot á aðra frambjóðendur í skoðanakönnunum og hefur fylgi hans mælst allt upp í þrjátíu prósent. Því var þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvernig hann stæði sig í fyrstu kappræðum kosningabaráttunnar. Harris, sem sjálf er blökkukona af indverskum og jamaískum ættum, deildi á Biden fyrir nýleg ummæli hans um hvernig honum auðnaðist að vinna með íhaldssömum þingmönnum sem voru fylgjandi aðskilnaði kynþátta þegar hann var þingmaður á sínum tíma. Lýsti Harris þeim ummælum sem særandi. Gagnrýndi hún Biden einnig fyrir að hafa verið andsnúnum tilraunum til að draga úr aðskilnaði kynþáttanna á 8. áratugnum með því að senda hvít börn í skóla í öðrum hverfum þar sem svartir nemendur voru í meirihluta með rútum og öfugt. Harris var ein þeirra nemenda sem var send í skóla þar sem flestir nemendurnir voru hvítir. Biden sakaði Harris um að fara með rangt mál um afstöðu hans, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta er mistúlkun á afstöðu minni almennt. Ég lofaði ekki rasista. Það er ekki satt,“ svaraði Biden sem þótti ekki eiga sérlega gott kvöld. Hann sagðist aðeins hafa verið á móti því að alríkisstjórnin skikkaði skóla til þess að draga úr aðskilnaði með þessum hætti.Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman í hléi á kappræðunum í gærkvöldi. Buttigieg er 37 ára gamall samkynhneigður fyrrverandi hermaður sem hefur vakið eftirtekt eftir að hann bauð sig fram í forvalinu.AP/Wilfredo LeeKallaði Trump lygasjúkan rasista Bernie Sanders kom mörgum á óvart í forvali demókrata árið 2016 þegar hann veitti Hillary Clinton samkeppni lengur en búist hafði verið við. Skoðanakannanir hafa bent til þess að hann sé með næstmest fylgi á eftir Biden en vel undir þeim stuðningi sem hann naut fyrir þremur árum. Sanders varði stórum hlutum kappræðnanna í að verja áform sín um gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu fyrir almenning. Viðurkenndi hann að sumt millistéttarfólk gæti þurft að greiða hærri skatta til að fjármagna hana. Þá lét hann Donald Trump forseta heyra það. „Bandaríska þjóðin skilur að Trump er svikahrappur, að Trump er lygasjúkur og rasisti og að hann laug að bandarísku þjóðinni í kosningabaráttu sinni,“ sagði Sanders. Annar frambjóðandi sem hefur vakið athygli í upphafi kosningabaráttunnar er Buttigieg þrátt fyrir ungan aldur. Fyrir hann voru lagðar erfiðar spurningar um rasisma innan lögregluliðs South Bend-borgar þar sem hann var borgarstjóri. Hlutfallslega fáir blökkumenn eru í lögreglunni þar og skammt er síðan hvítir lögreglumenn skutu svartan mann til bana í borginni. Þurfti Buttigieg að viðurkenna að honum hafi mistekist að jafna hlutföll kynþáttanna í lögreglunni. Hann yrði að axla ábyrgð á því að ekki hafi náðst meiri árangur í að hafa eftirlit með störfum lögreglunnar, að því er segir í frétt Reuters.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi. 27. júní 2019 08:24
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent